Djammaði með annarri konu í Dúbaí

Áhrifavaldar | 27. nóvember 2023

Djammaði með annarri konu í Dúbaí

Síðustu daga hafa samfélagsmiðlar legið á hliðinni eftir að myndband af Tommy Fury birtist á TikTok þar sem hann sést djamma með dökkhærðri huldukonu. Á meðan var unnusta hans, Molly-Mae Hague, í Manchester ásamt dóttur þeirra Bambi án trúlofunarhringsins. 

Djammaði með annarri konu í Dúbaí

Áhrifavaldar | 27. nóvember 2023

Love Island-stjörnurnar Molly-Mae Hague og Tommy Fury ásamt dóttur þeirra, …
Love Island-stjörnurnar Molly-Mae Hague og Tommy Fury ásamt dóttur þeirra, Bambi. Skjáskot/Instagram

Síðustu daga hafa samfélagsmiðlar legið á hliðinni eftir að myndband af Tommy Fury birtist á TikTok þar sem hann sést djamma með dökkhærðri huldukonu. Á meðan var unnusta hans, Molly-Mae Hague, í Manchester ásamt dóttur þeirra Bambi án trúlofunarhringsins. 

Síðustu daga hafa samfélagsmiðlar legið á hliðinni eftir að myndband af Tommy Fury birtist á TikTok þar sem hann sést djamma með dökkhærðri huldukonu. Á meðan var unnusta hans, Molly-Mae Hague, í Manchester ásamt dóttur þeirra Bambi án trúlofunarhringsins. 

Fury var staddur í partíi hjá tónlistarmanninum Chris Brown þegar myndbandið var tekið, en þar sést hann dansa fyrir aftan dökkhærða konu sem grípur svo í andlit Fury og kreistir kinnarnar á honum. 

Myndbandið hefur vakið mikla reiði meðal fólks á samfélagsmiðlum, en á meðan hann djammaði í Dúbaí birti Hague mynd af sér og dóttur þeirra þar sem hún er án trúlofunarhringsins.  

Fury og Hague kynntust í raunveruleikaþáttunum Love Island árið 2019 þar sem þau höfnuðu í öðru sæti. Síðan þá hafa þau notið gríðarlegra vinsælda á samfélagsmiðlum, en þau tóku á móti sínu fyrsta barni saman í ársbyrjun 2023 og trúlofuðu sig í júlí síðastliðnum. 

mbl.is