Skellti sér aftur í háskólanám 64 árum eftir útskrift

TikTok | 17. mars 2024

Skellti sér aftur í háskólanám 64 árum eftir útskrift

Hinn níræði Paul Hocheder öðlaðist óvænta frægð eftir að barnabarn hans deildi myndskeiði af honum á samfélagsmiðlinum TikTok. Myndskeiðið sýnir Hocheder á leið í skólann.

Skellti sér aftur í háskólanám 64 árum eftir útskrift

TikTok | 17. mars 2024

Hocheder elskar að læra að sögn barnabarn hans, Gabrielle Remington.
Hocheder elskar að læra að sögn barnabarn hans, Gabrielle Remington. Samsett mynd

Hinn níræði Paul Hocheder öðlaðist óvænta frægð eftir að barnabarn hans deildi myndskeiði af honum á samfélagsmiðlinum TikTok. Myndskeiðið sýnir Hocheder á leið í skólann.

Hinn níræði Paul Hocheder öðlaðist óvænta frægð eftir að barnabarn hans deildi myndskeiði af honum á samfélagsmiðlinum TikTok. Myndskeiðið sýnir Hocheder á leið í skólann.

Hocheder, sem útskrifaðist úr háskóla árið 1960, vildi ólmur finna sér eitthvað skemmtilegt, lærdómsríkt og hvetjandi að gera á daginn. Úr varð að hann ákvað að skrá sig í háskólanám.  

Myndskeiðið vakti mikla athygli og hefur hlotið ríflega fjórar milljónir áhorfa. Bandaríski morgunþátturinn Good Morning America deildi myndskeiðinu nýverið og ræddi við Hocheder.

„Mér líður ungum á ný,“ sagði nýneminn meðal annars þegar hann lýsti því hvernig væri að vera sestur aftur á skólabekk. 

Hocheder er nemandi á fyrsta ári við Carroll Community College í Maryland þar sem hann leggur stund á sagnfræði. Hann hefur mikinn áhuga á fyrri og seinni heimsstyrjöld.

mbl.is