Segir Drake ekki hafa valdið skilnaðinum

Stjörnur skilja | 9. febrúar 2024

Segir Drake ekki hafa valdið skilnaðinum

Eiginmaður hlaðvarpsstjörnunnar Bobbi Althoff, Cory Althoff, hefur sótt um skilnað eftir fjögurra ára hjónaband. Þau eiga saman tvær dætur, Luca sem er þriggja ára og Isla sem er eins árs. 

Segir Drake ekki hafa valdið skilnaðinum

Stjörnur skilja | 9. febrúar 2024

Hlaðvarpsstjarnan Bobbi Althoff er þekkt fyrir kaldhæðnislegan og þurran viðtalsstíl.
Hlaðvarpsstjarnan Bobbi Althoff er þekkt fyrir kaldhæðnislegan og þurran viðtalsstíl. Skjáskot/Youtube

Eiginmaður hlaðvarpsstjörnunnar Bobbi Althoff, Cory Althoff, hefur sótt um skilnað eftir fjögurra ára hjónaband. Þau eiga saman tvær dætur, Luca sem er þriggja ára og Isla sem er eins árs. 

Eiginmaður hlaðvarpsstjörnunnar Bobbi Althoff, Cory Althoff, hefur sótt um skilnað eftir fjögurra ára hjónaband. Þau eiga saman tvær dætur, Luca sem er þriggja ára og Isla sem er eins árs. 

Althoff hefur skotist upp á stjörnuhimininn á methraða fyrir óþægileg viðtöl sem hún tekur við fræga fólkið, en hún heldur úti hlaðvarpinu The Really Good Podcast þar sem hún hefur fengið til sín stórstjörnur á borð við Tyga, Jason Derulo, Offset og Drake. 

Vinsældir Althoff ruku upp eftir að hún birti hlaðvarpsþátt með tónlistarmanninum Drake, en á þeim tíma var hann stærsti viðmælandi þáttarins. Samkvæmt heimildum Page Six var Althoff tilbúin að fórna mörgu fyrir viðtalið, en á þeim tíma var Drake á tónleikaferðalagi með afar þétta dagskrá. Það varð meðal annars til þess að hún missti af eins árs afmæli dóttur sinnar. 

Það vöknuðu ýmsar spurningar þegar fram kom að eiginmaður hennar hefði skráð dagsetningu aðskilnaðar sem 4. júlí 2023, en það er sami mánuður og Drake var gestur í hlaðvarpsþættinum. Eftir að hlaðvarpsþátturinn með Drake fór í loftið fóru sögusagnir á kreik um að Althoff og Drake hefðu átt í rómantísku sambandi eftir þáttinn, en hann var tekinn upp í svefnherbergi þar sem þau sátu bæði uppi í rúmi. 

Blés á sögusagnir um ástarsamband við Drake

Althoff hefur hins vegar neitað öllum ásökunum um meint ástarsamband þeirra og segir frægðina hafa haft neikvæð áhrif á samband hennar við eiginmann sinn. Eiginmaður hennar segir ástæðu skilnaðarins vera óásættanlegan ágreining. 

Í gær birti Althoff færslu á Instagram þar sem hún tilkynnti skilnaðinn og skrifaði: 

„Eins og flest ykkar hafa heyrt þá erum við Cory að skilja. Eins sorgmædd og ég er núna er ég svo þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk að vera eiginkona hans. Stelpurnar okkar eru svo heppnar að eiga hann sem föður og ég er svo heppin að geta átt samleið með svona ótrúlegum föður og manneskju. 

Þó að samband okkar hafi ekki gengið sem eiginmaður og eiginkona þá munum við alltaf vera vinir og ég mun alltaf elska hann.“

mbl.is