Sambandið sagt standa á brauðfótum

Poppkúltúr | 12. janúar 2024

Sambandið sagt standa á brauðfótum

Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruno Mars hefur lengi verið með vinsælustu tónlistarmönnum í heimi enda gefið út hvern slagarann á fætur öðrum.

Sambandið sagt standa á brauðfótum

Poppkúltúr | 12. janúar 2024

Fer Bruno Mars einhleypur inn í nýja árið?
Fer Bruno Mars einhleypur inn í nýja árið? Samsett mynd

Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruno Mars hefur lengi verið með vinsælustu tónlistarmönnum í heimi enda gefið út hvern slagarann á fætur öðrum.

Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruno Mars hefur lengi verið með vinsælustu tónlistarmönnum í heimi enda gefið út hvern slagarann á fætur öðrum.

Þrátt fyrir vinsældir sínar þá hefur Mars, sem heitir réttu nafni Peter Gene Hernandez, tekist að halda sig frá vökulum augum slúðurpressunnar þar til nú. Hávær orðrómur er á sveimi um að samband tónlistarmannsins og fyrirsætunnar Jessicu Caban standi nú á brauðfótum. 

Mars, 38 ára, og Caban, 41 árs, byrjuðu saman árið 2011 og hafa því verið par í hartnær 13 ár, en það jafnast á við gullbrúðkaup ef horft er til Hollywood-kvarðans. 

Vinir og vandamenn Mars og Caban eru sagðir áhyggjufullir yfir framtíð parsins, en samkvæmt nánum vini tónlistarmannsins þá eyddi parið jólum og áramótum án hvors annars, en bæði eru þau sögð kenna annríki og þeysingi um. 

mbl.is