Ofurpör sem hættu saman árið 2023

Stjörnur skilja | 31. desember 2023

Ofurpör sem hættu saman árið 2023

Skilnaðirnir í Hollywood voru stórir árið 2023. Stórleikarinn Hugh Jackman sótti um skilnað eftir 27 ára hjónaband, heitustu hjón Hollywood fóru hvort í sína áttina og Sam Asghari sótti um skilnað frá Britney Spears og sakaði hana um framhjáhald.

Ofurpör sem hættu saman árið 2023

Stjörnur skilja | 31. desember 2023

Ástin slokknaði hjá þessum Hollywood-stjörnum árið 2023.
Ástin slokknaði hjá þessum Hollywood-stjörnum árið 2023. Samsett mynd

Skilnaðirnir í Hollywood voru stórir árið 2023. Stórleikarinn Hugh Jackman sótti um skilnað eftir 27 ára hjónaband, heitustu hjón Hollywood fóru hvort í sína áttina og Sam Asghari sótti um skilnað frá Britney Spears og sakaði hana um framhjáhald.

Skilnaðirnir í Hollywood voru stórir árið 2023. Stórleikarinn Hugh Jackman sótti um skilnað eftir 27 ára hjónaband, heitustu hjón Hollywood fóru hvort í sína áttina og Sam Asghari sótti um skilnað frá Britney Spears og sakaði hana um framhjáhald.

Hugh Jackman og Deborra-Lee Furness

Mörgum var brugðið þegar greint var frá því í september að stórleikarinn Hugh Jackman og Deborra-Lee Furness væru að skilja eftir 27 ára hjónaband. Jackman og Furness kynntust við tökur á áströlsku þáttunum Corelli árið 1995 og gengu í hjónaband ári síðar. Þau eiga tvö börn saman, Oscar sem er 23 ára og Övu sem er 18 ára. 

Joe Manganiello og Sofía Vergara

Í júlí fór internetið á hliðina þegar leikararnir Joe Manganiello og Sofía Vergara, sem lengi þóttu með heitustu hjónum Hollywood, ákváðu að skilja eftir sjö ára hjónaband. Manganiello og Vergara gengu í hjónaband á Palm Beach í nóvember 2015 við glæsilega athöfn.

Britney Spears og Sam Asghari

Skilnaður poppdívunnar Britney Spears og þjálfarans Sam Asghari er líklega sá skilnaður sem fjallað hefur verið hve mest um í fjölmiðlum á árinu. Spears og Asghari kynntust í desember árið 2016 og giftu sig  á heimili Spears í Los Angeles þann 9. júní 2022. 

Í apríl síðastliðnum fór orðrómur á kreik um vandræði í hjónabandi Spears og Asghari eftir að þau höfðu bæði sést nokkrum sinnum án giftingahringsins. Um miðjan ágúst var svo greint frá því að Asghari hafi sótt um skilnað frá Spears og sakaði hana um framhjáhald.

Natalie Portman og Benjamin Millepied

Í ágúst var einnig freint frá því að leikkonan Natalie Portman væri að skilja við eiginmann sinn Benjamin Millepied eftir ellefu ára hjónaband. Portman og Millepied kynntust við gerð kvikmyndarinnar Black Swan árið 2009 og gengu í það heilaga við glæsilega athöfn í Big Sur í ágúst 2012 eftir tæplega þriggja ára samband, en þau eiga tvö börn saman.

Mikið hneykslismál skók Hollywood í júní þegar upp komst um meint framhjáhald Millepied, en hann var sagður eiga í sambandi við umhverfissinnan Camille Étinne sem er 20 árum yngri en hann.

Jodie Turner-Smith og Joshua Jackson

Leikkonan Jodie Turner-Smith sótti um skilnað frá leikaranum Joshua Jackson í október síðastliðnum eftir tæplega fjögurra ára hjónaband. Leikararnir kynntust árið 2018 í afmælisveislu Turner-Smith og trúlofuðu sig ári síðar. Þau gengu í það heilaga í lágstemmdu brúðkaupi í desember árið 2019 og eignuðust dóttur í apríl 2020. 

Mariah Carey og Bryan Tanaka

Aðeins nokkrum dögum fyrir jól var greint frá því í fjölmiðlum að jóladrottningin Mariah Carey væri hætt með kærasta sínum Bryan Tanaka eftir sjö ára samband. Carey og Tanaka byrjuðu að vinna saman árið 2006, en tíu árum síðar, eða árið 2016, byrjuðu þau saman.

Joe Jonas og Sophie Turner

Tónlistarmaðurinn Joe Jonas og leikkonan Sophia Turner ákváðu að skilja í september síðastliðnum eftir fjögurra ára hjónaband. Skilnaðurinn varð hins vegar fljótt ljótur, en í október náðu þau loksins að leggja deilurnar til hliðar og ná sáttum í forræðisdeilu yfir börnunum þeirra tveimur. 

Jonas og Turner kynntust í október 2016 og gengu í hjónaband í Las Vegas vorið 2019. Þau urðu foreldrar í júlí 2020 þegar dóttir þeirra Willa kom í heiminn, en í júlí 2022 eignuðust þau aðra dóttur.

Kendall Jenner og Bad Bunny

Í síðustu viku var greint frá því að ofurfyrirsætan Kendall Jenner og tónlistarmaðurinn Bad Bunny væru hætt saman. Þau byrjuðu að stinga saman nefjum í febrúar síðastliðnum, en heimildarmenn sögðu að parið hafi frá byrjun sambandsins vitað að það myndi ekki endast að eilífu.

Cardi B og Offset

Rappararnir Cardi B og Offset greindu frá því í desember að þau hefðu ákveðið að fara hvort í sína áttina eftir sex ára hjónaband. Þau byrjuðu að stinga saman nefjum árið 2016 og giftu sig í leynilegu brúðkaupi ári síðar, en þau eiga saman tvö börn.

Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem leiðir rapparanna skilja, en samband þeirra hefur sannarlega ekki alltaf verið dans á rósum. 

Hugh Bonville og Lucinda Williams

Downtown Abbey-stjarnan Hugh Bonville sótti um skilnað frá eiginkonu sína Lucindu Williams í október eftir 25 ára hjónaband. Bonville og Lucinda kynntust þegar þau voru unglingar en byrjuðu ekki að stinga saman nefjum fyrr en móðir hans kynnti þau aftur þegar þau voru á þrítugsaldri. Þau gengu í það heilaga í nóvember 1998 og eiga saman einn son, Felix sem er 20 ára.

mbl.is