Hjónabandið búið hjá Backstreet Boys-meðlimi

Stjörnur skilja | 2. janúar 2024

Hjónabandið búið hjá Backstreet Boys-meðlimi

AJ McLean, söngvari hljómsveitarinnar Backstreet Boys, tilkynnti á nýársdag að hjónaband hans og Rochelle McLean væri búið. 

Hjónabandið búið hjá Backstreet Boys-meðlimi

Stjörnur skilja | 2. janúar 2024

AJ McLean er að skilja.
AJ McLean er að skilja. AFP

AJ McLean, söngvari hljómsveitarinnar Backstreet Boys, tilkynnti á nýársdag að hjónaband hans og Rochelle McLean væri búið. 

AJ McLean, söngvari hljómsveitarinnar Backstreet Boys, tilkynnti á nýársdag að hjónaband hans og Rochelle McLean væri búið. 

Fyrrverandi hjónin hafa verið aðskilin í ár, en þau sóttu um skilnað að borði og sæng eftir 11 ára hjónaband í mars 2023. Þá vonuðust þau þó til að sameinast aftur í framtíðinni.„Planið er að taka aftur saman og halda áfram að lúa að ástinni sem við berum til hvors annars og fjölskyldu okar,“ sögðu þau á sínum tíma. 

Vinátta og uppeldi barnanna í fyrsta sæti

„Eins og þið öll vitið þá höfum við verið aðskilin í meira en ár núna. Þó að við höfum náð sáttum þá höfum við ákveðið að slíta hjónabandi okkar formlega. Það er með dúpri ást og virðingu sem við höfum tekið þessa ákvörðun.

Áherslan okkar núna er að halda áfram á sem heilbrigðastan hátt með vináttu og uppeldi stelpnanna okkar í fararbroddi í næst kafla. Við kunnum að meta góðvild, virðingu og friðhelgi einkalífsins á þessum tímum,“ skrifaði McLean í tilkynningunni á Instagram. 

View this post on Instagram

A post shared by AJ McLean (@aj_mclean)

mbl.is