Er þetta fyrsti stjörnuskilnaður 2024?

Stjörnur skilja | 11. janúar 2024

Er þetta fyrsti stjörnuskilnaður 2024?

Stjörnuhjónin Emily Blunt og John Krasinski vekja ávallt mikla athygli hvar sem þau koma, enda stórglæsileg bæði tvö. Leikarahjónin vöktu þó óvænta athygli á rauða dregli Golden Globe verðlaunanna á sunnudagskvöldið, en saklaust myndskeið sem sýnir Krasinski hvísla að eiginkonu sinni hefur farið eins og eldur í sinu um netheima undanfarna daga, en hver er ástæðan? 

Er þetta fyrsti stjörnuskilnaður 2024?

Stjörnur skilja | 11. janúar 2024

Stjörnuhjónin fagna 14 ára brúðkaupsafmæli sínu í ár.
Stjörnuhjónin fagna 14 ára brúðkaupsafmæli sínu í ár. AFP

Stjörnuhjónin Emily Blunt og John Krasinski vekja ávallt mikla athygli hvar sem þau koma, enda stórglæsileg bæði tvö. Leikarahjónin vöktu þó óvænta athygli á rauða dregli Golden Globe verðlaunanna á sunnudagskvöldið, en saklaust myndskeið sem sýnir Krasinski hvísla að eiginkonu sinni hefur farið eins og eldur í sinu um netheima undanfarna daga, en hver er ástæðan? 

Stjörnuhjónin Emily Blunt og John Krasinski vekja ávallt mikla athygli hvar sem þau koma, enda stórglæsileg bæði tvö. Leikarahjónin vöktu þó óvænta athygli á rauða dregli Golden Globe verðlaunanna á sunnudagskvöldið, en saklaust myndskeið sem sýnir Krasinski hvísla að eiginkonu sinni hefur farið eins og eldur í sinu um netheima undanfarna daga, en hver er ástæðan? 

Aðdáendur hjónanna telja margir hverjir að leikarinn hafi sagt: „I can't wait to divorce,“ eða „ég get ekki beðið eftir að skilja,“ og hafa netverjar lagt sig alla fram við að læra varalestur til að komast að því hvað Krasinski, sem gerði garðinn frægan í bandarísku sjónvarpsþáttaröðinni The Office, sagði við hina bresku Blunt. Atvikið átti sér stað þegar hjónakornin stilltu sér upp á rauða dreglinum á leið sinni inn í hið stórglæsilega Beverly Hilton. 

„Ég hef ábyggilega horft á þetta 500 sinnum til þess að reyna að sannfæra sjálfan mig um að hann hafi sagt eitthvað annað en orðið skilnaður,“ skrifaði einn netverji. Aðrir voru þó á því að leikarinn hafi einfaldlega verið að kvarta undan veðrinu og sagt: „I can't wait to get indoors.“

Blunt og Krasinski hafa verið gift frá árinu 2010 og eiga tvær dætur. Hjónin hafa verið dugleg að starfa saman að kvikmyndaverkefnum og gerðu meðal annars hina vinsælu A Quiet Place árið 2018. 

mbl.is