Opnaði sig um meint framhjáhald eiginmannsins

Hjónin standa nú í skilnaði.
Hjónin standa nú í skilnaði. AFP

Leikkonan Natalie Portman hefur nú opnað sig í fyrsta sinn um meint framhjáhald eiginmanns hennar, ballettdansarans Benjamin Millepied. Hjónin standa í skilnaði en Portman sótti um lögskilnað síðla síðasta sumar. 

Fregnir af framhjáhaldi Millepied vöktu heimsathygli í júní í fyrra, en ballettdansarinn var ljósmyndaður ásamt Camille Étinne, 25 ára gömlum umhverfissinna, í Frakklandi. Er hann sagður hafa átt í ástarsambandi við Étinne, sem er 21 ári yngri en Millepied, í þó nokkurn tíma. 

Portman ræddi við blaðamann tímaritsins Vanity Fair. Leikkonan sagði meðal annars frá því hvernig var að ganga í gegnum óvænta örðugleika í einkalífinu og það með ótal augu að fylgjast náið með hverju skrefi. Portman var stuttorð og sagði: „Þetta hefur verið hræðilegt og ég hef ekki meira um málið að segja.“ 

Millepied er víst niðurbrotinn og fullur eftirsjár. Hann er staðráðinn í að bjarga hjónabandi þeirra Portman að sögn náins vinar. 

Portman, sem hreppti Óskarsverðlaunin fyrir hlutverk sitt í Black Swan, kynntist Millepied við gerð kvikmyndarinnar. Parið gekk í hjónaband árið 2012 og á tvö börn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant