Kaleo gefur út lag eftir þriggja ára pásu

Tónlist | 29. mars 2024

Kaleo gefur út lag eftir þriggja ára pásu

Hljómsveitin Kaelo gaf út nýtt lag í dag. Er það fyrsta lag sem sveitin gefur út í þrjú ár.

Kaleo gefur út lag eftir þriggja ára pásu

Tónlist | 29. mars 2024

Hljómsveitin Kaleo fyrir fram hringleikahúsið í Róm.
Hljómsveitin Kaleo fyrir fram hringleikahúsið í Róm. Ljósmynd/Aðsend

Hljómsveitin Kaelo gaf út nýtt lag í dag. Er það fyrsta lag sem sveitin gefur út í þrjú ár.

Hljómsveitin Kaelo gaf út nýtt lag í dag. Er það fyrsta lag sem sveitin gefur út í þrjú ár.

Lagið heitir Lonely Cowboy en myndbandið við lagið var einnig gefið út í dag. Það var tekið upp í Colosseum-hringleikahúsinu fornfræga í Róm á Ítalíu. 

Tíu ára afmæli haldið í hringleikahúsinu

Á und­an­förn­um árum hef­ur hljóm­sveit­in Kal­eo slegið ræki­lega í gegn um all­an heim. Lagið þeirra, Way Down We Go af plöt­unni A/​B, hefur fengið yfir millj­arð spil­ana á streym­isveit­unni Spotify.

Kaleo fagnaði tíu ára afmæli sínu með tónleikum í Colosseum fyrr í þessum mánuði. Tónleikarnir voru teknir upp og kemur upptakan út í sumar.mbl.is