Allra augu voru á Ricky Martin

Poppkúltúr | 9. apríl 2024

Allra augu voru á Ricky Martin

Tónleikagestir á tónleikum Madonnu ráku upp stór augu þegar tónlistarmaðurinn Ricky Martin var gestur hennar á sviðinu í Miami á sunnudag. 

Allra augu voru á Ricky Martin

Poppkúltúr | 9. apríl 2024

Það var mikið stuð á tónleikum Madonnu í Miami.
Það var mikið stuð á tónleikum Madonnu í Miami. Samsett mynd

Tónleikagestir á tónleikum Madonnu ráku upp stór augu þegar tónlistarmaðurinn Ricky Martin var gestur hennar á sviðinu í Miami á sunnudag. 

Tónleikagestir á tónleikum Madonnu ráku upp stór augu þegar tónlistarmaðurinn Ricky Martin var gestur hennar á sviðinu í Miami á sunnudag. 

Það sem helst vakti athygli gesta var, að því er virtist, hversu mikið tónlistarmaðurinn laðaðist að dönsurum Madonnu.

Martin, sem gaf út hvern slagarann á fætur öðrum á tíunda áratug 20. aldar, var boðið upp á svið til söngkonunnar er hún flutti eitt þekktasta lag sitt, Vogue.

Martin dreif sig upp á svið, tyllti sér á stól og fékk afhent einkunnaspjöld, en söngvarinn fékk það mikilvæga verkefni að dæma „voguing“-hæfileika dansara Madonnu. „Voguing“ er sérstakur dansstíll sem var mjög vinsæll á árum áður. 

Fljótlega byrjuðu dansarar Madonnu að dansa heldur ögrandi spor, allt í kringum Martin. Hann fékk meðal annars kjöltudans frá hálfnöktum karlkyns dönsurum söngstjörnunnar sem virðist hafa kveikt bál í lendum Martins.

Flestir ef ekki allir tónleikagestir voru með síma sína á lofti. Þó nokkur myndskeið af atvikinu hafa birst á síðum samfélagsmiðla síðustu daga og eru flestir sammála um að söngvarinn hafi fengið holdris.

Hvorki Madonna né Martin hafa tjáð sig um atvikið, en Martin birti myndskeið á Instagram-síðu sinni sem sýndi frá tónleikunum og sagði þá hafa verið algjört partí.

View this post on Instagram

A post shared by Ricky Martin (@ricky_martin)

mbl.is