Swift slær Spotify-met

Ást í Hollywood | 20. apríl 2024

Swift slær Spotify-met

Nýja plata tónlistarkonunnar Taylor Swift, The Tortured Poets Department, hefur slegið hlustunarmet Spotify yfir flestar hlustanir á einum degi. 

Swift slær Spotify-met

Ást í Hollywood | 20. apríl 2024

Swift sló tvö Spotify-met á einum degi.
Swift sló tvö Spotify-met á einum degi. AFP

Nýja plata tónlistarkonunnar Taylor Swift, The Tortured Poets Department, hefur slegið hlustunarmet Spotify yfir flestar hlustanir á einum degi. 

Nýja plata tónlistarkonunnar Taylor Swift, The Tortured Poets Department, hefur slegið hlustunarmet Spotify yfir flestar hlustanir á einum degi. 

Þá sló hún annað met, sem sá staki listamaður sem hefur fengið flestar hlustanir á einum degi á Spotify. 

Nýja plata Swift kom út í gær, en BBC greinir frá. 

31 nýtt lag 

Platan inniheldur 31 nýtt lag. Í fyrstu voru einungis gefin út sextán lög en örfáum klukkustundum síðar gaf tónlistarkonan út 15 lög til viðbótar, öllum að óvörum. 

Swift er sögð opinbera reiði sína í garð fyrrverandi elskhuga og ástarsorg á nýju plötunni. Kunnuglegt stef í tónlist stórstjörnunnar. 

Ástarsambönd söngkonunnar hafa verið mikið til tals að undanförnu eftir að hún og breski leikarinn Joe Alwyn hættu saman eftir liðlega sex ára samband.

Kaflaskil í lífi Taylor 

Taylor hefur gefið það út í tengslum við plötuna að platan væri ákveðin kaflaskil í lífi hennar: „Þessi kafli er kominn á bak við lás og slá. Ég hef einskis að hefna, einskis til að semja til sáttar, sárin hafa gróið,“ er haft eftir söngkonunni í umfjöllun BBC. 

Eftir sambandslit Swift og Alwyn tók hún saman við söngvara hljómsveitarinnar The 1975, Matt Healy, en það samband varði einungis í rúman mánuð. Sambandið kom mörgum aðdáendum söngkonunnar að óvörum. 

Nú hefur Swift tekið saman við NFL-meistarann Travis Kelce og vakið mikla athygli fyrir.

mbl.is