Swift hjólar í Kardashian á nýju plötunni

Kardashian | 19. apríl 2024

Swift hjólar í Kardashian á nýju plötunni

Tónlistarkonan Taylor Swift hefur endurvakið áralangar deilur milli hennar og raunveruleikstjörnunnar Kim Kardashian með því að gefa út „diss lag“ um hana á glænýrri plötu sinni, The Tortured Poets Department.

Swift hjólar í Kardashian á nýju plötunni

Kardashian | 19. apríl 2024

Deilurnar halda áfram á milli Taylor Swift og Kim Kardashian.
Deilurnar halda áfram á milli Taylor Swift og Kim Kardashian. Samsett mynd

Tónlistarkonan Taylor Swift hefur endurvakið áralangar deilur milli hennar og raunveruleikstjörnunnar Kim Kardashian með því að gefa út „diss lag“ um hana á glænýrri plötu sinni, The Tortured Poets Department.

Tónlistarkonan Taylor Swift hefur endurvakið áralangar deilur milli hennar og raunveruleikstjörnunnar Kim Kardashian með því að gefa út „diss lag“ um hana á glænýrri plötu sinni, The Tortured Poets Department.

Aðdáendur Swift eru sannfærðir um að lagið thanK you aIMee sé um Kardashian þar sem notaðir eru þrír hástafir, K, I og M, sem stafa nafn hennar. 

„Það er sólkysst sprey-tönuð stytta af þér og veggskjöldur undir henni sem hótar að ýta mér niður stigann í skólanum okkar,“ syngur hún meðal annars í laginu. 

Þá segja aðdáendur að Swift virðist einnig vísa til tíu ára gamallar dóttur Kardashian, North West, í laginu, en hún birti TikTok myndband af sér að dansa við lag Swift, Shake It Off.

„Svo ég breytti nafninu þínu og öllum raunverulegum vísbendingum – og einn daginn kemur barnið þitt heim og syngur lag sem aðeins við tvær vitum að er um þig,“ syngur Swift. 

Margra ára deilur

Deilur á milli Swift og Kardashian eiga sér langa sögu, en til að byrja með voru deilurnar á milli Swift og tónlistarmannsins Kanye West sem síðar giftist Kardashian. Árið 2009 ruddist West inn á sviðið á VMA-hátíðinni þegar Swift vann verðlaun og lýsti því yfir að Beyoncé hefði átt að vinna verðlaunin.

West sagði við Swift: „Já, Taylor, ég er mjög ánægð fyrir þína hönd. Ég ætla að leyfa þér að klára, en Beyoncé átti eitt besta myndband allra tíma.“

Deilurnar á milli Swift og Kardashian hófust svo eftir að West gaf út lagið Famous árið 2016 þar sem hann talaði á niðrandi og kynferðislegan hátt um Swift. Í kjölfarið birti Kardashian myndband af símtali á milli þáverandi eiginmanns síns og Swift sem olli miklu fjaðrafoki. 

Daily Mail

mbl.is