Patrik gerði allt vitlaust í skíðabrekkunni í Frakklandi

Vetraríþróttir | 28. desember 2023

Patrik gerði allt vitlaust í skíðabrekkunni í Frakklandi

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason eyddi jólunum á skíðum með fjölskyldu sinni og vinum í Chamonix í Frakklandi. Með honum voru meðal annars útvarpsstjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, og knattspyrnumaðurinn Adam Ægir Pálsson. 

Patrik gerði allt vitlaust í skíðabrekkunni í Frakklandi

Vetraríþróttir | 28. desember 2023

Patrik Atlason eyddi jólunum á skíðum í Frakklandi með fjölskyldu …
Patrik Atlason eyddi jólunum á skíðum í Frakklandi með fjölskyldu sinni og vinum. Samsett mynd

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason eyddi jólunum á skíðum með fjölskyldu sinni og vinum í Chamonix í Frakklandi. Með honum voru meðal annars útvarpsstjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, og knattspyrnumaðurinn Adam Ægir Pálsson. 

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason eyddi jólunum á skíðum með fjölskyldu sinni og vinum í Chamonix í Frakklandi. Með honum voru meðal annars útvarpsstjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, og knattspyrnumaðurinn Adam Ægir Pálsson. 

Af myndum að dæma var mikið fjör í skíðabrekkum Chamonix um jólin, en vinirnir hafa verið duglegir að deila myndum og myndböndum frá ferðinni á samfélagsmiðlum sínum. 

Úr að ofan og beint upp á svið

Patrik var ekki lengi að koma sér upp á svið á skíðasvæðinu þar sem hann gerði allt vitlaust. Hann tók meðal annars einn heitasta smellinn sinn, Skína, og virtust gestir skíðasvæðisins ekki eiga í neinum erfiðleikum með að dilla sér við lagið. 

Nú er Patrik hins vegar lentur á Tenerife á Spáni, en hann ætlar að eyða áramótunum í sólinni og hlaða batteríin fyrir nýja árið. 

View this post on Instagram

A post shared by NADÍA (@nadiaaatladottir)

mbl.is