Eyddu 38 þúsund í gistingu í þriggja vikna Evrópuferð

Spánn | 8. september 2023

Eyddu 38 þúsund í gistingu í þriggja vikna Evrópuferð

Fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir keyrði frá Akureyri til Tenerife ásamt eiginmanni sínum, Matthíasi Kristjánssyni, og tveimur af þremur dætrum á dögunum. Það tók þau þrjár vikur að keyra þessa leið en þau eru nýkomin á leiðarenda. 32 ára gamall Land Rover Discovery kom þeim á leiðarenda og var ferðalagið ævintýralegt á köflum.

Eyddu 38 þúsund í gistingu í þriggja vikna Evrópuferð

Spánn | 8. september 2023

Snæfríður, Matthías, Margrét og Bryndís mætt á ströndina á Tenerife …
Snæfríður, Matthías, Margrét og Bryndís mætt á ströndina á Tenerife eftir þriggja vikna ökuferð um Evrópu.

Fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir keyrði frá Akureyri til Tenerife ásamt eiginmanni sínum, Matthíasi Kristjánssyni, og tveimur af þremur dætrum á dögunum. Það tók þau þrjár vikur að keyra þessa leið en þau eru nýkomin á leiðarenda. 32 ára gamall Land Rover Discovery kom þeim á leiðarenda og var ferðalagið ævintýralegt á köflum.

Fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir keyrði frá Akureyri til Tenerife ásamt eiginmanni sínum, Matthíasi Kristjánssyni, og tveimur af þremur dætrum á dögunum. Það tók þau þrjár vikur að keyra þessa leið en þau eru nýkomin á leiðarenda. 32 ára gamall Land Rover Discovery kom þeim á leiðarenda og var ferðalagið ævintýralegt á köflum.

„Bíllinn bilaði bara einu sinni alvarlega en þá fór alternatorinn. Þetta var á hraðbrautinni á Spáni og við á leið til Valencia. Við urðum að taka ákvörðun um hvort við ættum að reyna að komast á áfangastað og leysa málið þar eða beygja inn í næstu borg. Við tókum seinni valkostinn og komum til Zaragossa rétt fyrir síestuna í miðri hitabylgju. Eftir að hafa heimsótt nokkrar varahlutaverslanir fundum við réttan alternator, en það gekk ekkert að finna verkstæði sem hafði áhuga á að koma honum í. Því varð eiginmaðurinn að gjöra svo vel að taka verkið að sér og það í steikjandi sól og 42 stiga hita. Eiginmaðurinn vann sannkallað kraftaverk þennan dag en hann fann út úr þessu eftir að hafa horft á myndband á YouTube,” segir Snæfríður og bætir við að bílaviðgerðir séu síður en svo hans kaffibolli.

Matthías Kristjánsson náði að gera við bílinn með hjálp YouTube.com.
Matthías Kristjánsson náði að gera við bílinn með hjálp YouTube.com. Ljósmynd/Snæfríður

Fannst París ofmetin 

Snæfríður segir að Land Roverinn hafi ekki verið sérstaklega hrifinn af hitabylgjunni sem geisaði á Spáni þegar þau keyrðu yfir til Tenerife. Hann hitaði sig gjarnan of mikið. Á heitustu dögunum þurfti fjölskyldan því reglulega að stoppa til að kæla bílinn sem seinkaði för.

„Verst fannst mér þó að ég fékk svo mikla sjóriðu eftir ferðina með Norrænu, það skemmdi aðeins annars skemmtilega upplifun. En þetta hafðist allt saman og við komumst á leiðarenda, hingað til Tenerife.”

Aðspurð að því hvað standi upp úr eftir ferðalagið segir Snæfríður að Antwerpen hafi komið hvað mest á óvart.

„Við höfðum engar væntingar til borgarinnar en vorum svo með íbúðaskipti í gyðingahverfinu sem var mikil upplifun og borgin mjög litrík og skemmtileg.“ Hún segir að fjölskyldan hafi orðið mjög skotin í Valencia borg á Spáni.

„Það er alveg nýja uppáhaldsborgin okkar,“ segir Snæfríður og bætir við að dæturnar séu hins vegar sammála um að París sé ofmetin borg með reiðum þjónum og pissulykt úti á götu.

Fjölskyldan hjólandi um nýju uppáhaldsborgina sína, Valencia á Spáni.
Fjölskyldan hjólandi um nýju uppáhaldsborgina sína, Valencia á Spáni.

Lærdómsríkt að ferðast í bíl

„Það er skemmtilegt að ferðast í bíl því það gefur annað sjónarhorn. Fyrir okkur Íslendingana er áhugavert að keyra um Mið-Evrópu þar sem nánast hver fermetri er nýttur undir mannvirki eða landbúnað. Við reyndum að ferðast ekki einungis á hraðbrautunum heldur velja líka minni vegi þar sem er meira að sjá. En á hraðbrautunum er alveg rosalegt að sjá halarófuna af flutningabílum og allt magnið af varningi sem er verið að ferja út og suður. Áður en við lögðum af stað höfðum við áhyggjur af hitabylgjunni, en það var gaman að sjá að Spánverjarnir kunna vel að takast á við slíkt ástand. Nú skiljum við síestuna mun betur, maður á ekkert að vera á ferðinni þegar sólin er hæst á lofti.“

Aðspurð út í kostnaðinn við svona Evrópuferð þá segir Snæfríður að stærsti kostnaðurinn hafi legið í ferjunum tveimur, frá Íslands til Danmerkur og frá Spáni til Tenerife, eða tæpar 600.000 þúsund krónur. Þá fóru um 80 þúsund krónur í eldsneyti á bílinn. Hins vegar var gistikostnaður ferðarinnar aðeins 38 þúsund krónur þar sem fjölskyldan nýtti sér íbúðaskipti í París, Antwerpen, San Sebastian og Valencia.

Ástin sigrar allt.
Ástin sigrar allt.

Hús á Tenerife í niðurníðslu

Þó 4115 km eru nú að baki er ferðalag fjölskyldunnar bara rétt að hefjast.

„Já, aðal ferðalagið er rétt að byrja en það felst í því að koma niðurníddu húsi hér á Tenerife í íbúðarhæft ástand. Við vitum ekkert hvernig það á eftir að ganga. Þetta hús er í mjög hrörlegu ástandi og við þekkjum ekkert inn á kerfið hérna svo þetta verður örugglega mikið ævintýri,“ segir Snæfríður.

Hægt er að fylgjast með ævintýrum Snæfríðar og fjölskyldu á Instagram: 

mbl.is