Hallgrímur tanar á Tene

Spánn | 26. júní 2023

Hallgrímur tanar á Tene

Leikarinn Hallgrímur Ólafsson sem hlaut nýverið Grímuverðlaunin sem leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í sýningunni Íslandsklukkunni er nú staddur á Tenerife í verðskulduðu fríi ásamt fjölskyldu sinni. 

Hallgrímur tanar á Tene

Spánn | 26. júní 2023

Hallgrímur Ólafsson nýtur lífsins ásamt fjölskyldunni á Tenerife.
Hallgrímur Ólafsson nýtur lífsins ásamt fjölskyldunni á Tenerife. Samsett mynd

Leikarinn Hallgrímur Ólafsson sem hlaut nýverið Grímuverðlaunin sem leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í sýningunni Íslandsklukkunni er nú staddur á Tenerife í verðskulduðu fríi ásamt fjölskyldu sinni. 

Leikarinn Hallgrímur Ólafsson sem hlaut nýverið Grímuverðlaunin sem leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í sýningunni Íslandsklukkunni er nú staddur á Tenerife í verðskulduðu fríi ásamt fjölskyldu sinni. 

Hallgrímur hefur verið duglegur að deila fallegum myndum frá ferðalagi fjölskyldunnar um þessa fjölmennustu eyju Spánar síðastliðna daga, en þau hafa notið veðurblíðunnar til hins ýtrasta. 

„Af öllu hjarta þakka ég fyrir allar afmælis- og Grímukveðjur sem mér hafa borist undanfarna daga. Mikið hafa þær glatt mig. Ég nýt lífsins þessa dagana á fallegri eyju undan ströndum Afríku ásamt drengjunum mínum og eiginkonu. Ást og friður, Halli,“ skrifaði leikarinn við myndaseríu á Instagram.

Hallgrímur fagnaði 46 ára afmæli sínu hinn 19. júní síðastliðinn og því mörgu góðu að fagna um þessar mundir. 

mbl.is