Þorrablót á Tenerife eins og Þjóðhátíð

Hverjir voru hvar | 31. janúar 2024

Þorrablót á Tenerife eins og Þjóðhátíð

Það var sérstaklega mikil stemning á meðal Íslendinga á Tenerife um helgina en þá var íslenski barinn Nostalgía með þorrablót. Það seldist upp á þorrablótið. Voru 67 manns í mat og um 150 skemmtu sér saman seinna um kvöldið. 

Þorrablót á Tenerife eins og Þjóðhátíð

Hverjir voru hvar | 31. janúar 2024

Það var mikið stuð á barnum Nostalgíu á Tenerife.
Það var mikið stuð á barnum Nostalgíu á Tenerife. Samsett mynd

Það var sérstaklega mikil stemning á meðal Íslendinga á Tenerife um helgina en þá var íslenski barinn Nostalgía með þorrablót. Það seldist upp á þorrablótið. Voru 67 manns í mat og um 150 skemmtu sér saman seinna um kvöldið. 

Það var sérstaklega mikil stemning á meðal Íslendinga á Tenerife um helgina en þá var íslenski barinn Nostalgía með þorrablót. Það seldist upp á þorrablótið. Voru 67 manns í mat og um 150 skemmtu sér saman seinna um kvöldið. 

Her­dís Árna­dótt­ir og Sæv­ar Lúðvíks­son á Nostalgíu lögðu mikið á sig til að gera vel við Íslendinga á suðrænum slóðum. 

„Allur þorramaturinn kom frá Íslandi, síldina fékk ég hér í skandinavísku búðinni. Flatkökurnar og rúgbrauðið bökuðum við sjálf. Það er mikið vesen að koma matnum út en með hjálp vina og ættingja þá komst allur matur út. Fiskikóngurinn reddaði mér svo súra hvalnum,“ sagði Herdís og bætir við að boðið verður upp á afganginn á fiskihlaðborðinu þeirra á föstudaginn, 2. febrúar. 

Trúbadorinn Hlynur Snær og dóttir hans Sæbjörg Eva Hlynsdóttir sáu um að halda uppi stuðinu. „Sögðu Vestamannaeyingar að þetta væri eins og vera komin á Þjóðhátíð,“ sagði Herdís. 

Dóra frá Ungverjalandi. Steini Gunn, Erna, Kiddi og Aldís.
Dóra frá Ungverjalandi. Steini Gunn, Erna, Kiddi og Aldís. Ljósmynd/Aðsend
Kristinn Hornfirðingur.
Kristinn Hornfirðingur.
Eyjamenn áttu sína fulltrúa á þorrablótinu á Tenerife.
Eyjamenn áttu sína fulltrúa á þorrablótinu á Tenerife. Ljósmynd/Aðsend
Íslenski fáninn var á borðum.
Íslenski fáninn var á borðum. Ljósmynd/Aðsend
Hér má sjá hinn íslenska Eggert og vini hans frá …
Hér má sjá hinn íslenska Eggert og vini hans frá Venesúela. Auk þess að koma á þorrablótið komu þau á í skötuveisluna og líkaði vel.
Margrét Aronsdóttir og Sigrún Ingvarsdóttir.
Margrét Aronsdóttir og Sigrún Ingvarsdóttir.
Stefanía Helgadóttir og Gunnar Guðjónsson.
Stefanía Helgadóttir og Gunnar Guðjónsson.
Sæbjörg Eva Hlynsdóttir og Hlynur Snær.
Sæbjörg Eva Hlynsdóttir og Hlynur Snær. Ljósmynd/Aðsend
Kolbrún, Sverrir, Hafþor og Vilborg.
Kolbrún, Sverrir, Hafþor og Vilborg.
Víkingarnir frá Venesúela.
Víkingarnir frá Venesúela. Ljósmynd/Aðsend
Þorrablót á Nostalgíu Tenerife 2024.
Þorrablót á Nostalgíu Tenerife 2024. Ljósmynd/Aðsend
Þorrablót á Nostalgíu Tenerife 2024.
Þorrablót á Nostalgíu Tenerife 2024. Ljósmynd/Aðsend
Fólk var ánægt með veitingarnar.
Fólk var ánægt með veitingarnar. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is