Orrahríð tekin upp á lúxushóteli á Tenerife

Gisting | 4. október 2023

Orrahríð tekin upp á lúxushóteli á Tenerife

Breska þáttaröðin Orrahríð eða Crossfire nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir á RÚV. Söguþráðurinn er ekki bara spennandi heldur er hótelið í þáttunum líka gullfallegt. Hótelið er til í alvörunni en það er staðsett á uppáhaldsáfangastað Íslendinga, sólareyjunni Tenerife.

Orrahríð tekin upp á lúxushóteli á Tenerife

Gisting | 4. október 2023

Crossfire gerist á spænskri eyju. Hótel á Tenerife var notað …
Crossfire gerist á spænskri eyju. Hótel á Tenerife var notað undir tökur. Samsett mynd

Breska þáttaröðin Orrahríð eða Crossfire nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir á RÚV. Söguþráðurinn er ekki bara spennandi heldur er hótelið í þáttunum líka gullfallegt. Hótelið er til í alvörunni en það er staðsett á uppáhaldsáfangastað Íslendinga, sólareyjunni Tenerife.

Breska þáttaröðin Orrahríð eða Crossfire nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir á RÚV. Söguþráðurinn er ekki bara spennandi heldur er hótelið í þáttunum líka gullfallegt. Hótelið er til í alvörunni en það er staðsett á uppáhaldsáfangastað Íslendinga, sólareyjunni Tenerife.

Hótelið heitir Barceló Tenerife. Vanir Tenerife-farar sem ekki hafa gist á hótelinu þekkja hótelið líklega en hótelið sker sig úr í rauðum lit. Þegar gengið er meðfram strandlengjunni fer hótelið ekki á milli mála en það er í nágrenni við golfvöllinn Golf de Sur. Góðkunningjar hótelsins kannast kannski við hótelið undir nafninu San Blas en nú hefur verið skipt um nafn. 

Hótelið er sérlega glæsilegt og öðruvísi.
Hótelið er sérlega glæsilegt og öðruvísi. Ljósmynd/Barceló Hotels

Eiga ekki að gerast á Tenerife

Þættirnir eiga þó ekki að gerast á Tenerife heldur minni og fámennari eyju sem mætti líkja við Fuerteventura að því fram kemur á vef Hello. Með því að staðsetja þættina á minni og afskekktari eyju var hægt búa til meiri dramatík. 

Aðalleikkonan Keeley Hawes bjó á hótelinu í tökunum. Þrátt fyrir að hótelið sé fimm stjörnu lúxushótel var það aðeins of mikið af því góða fyrir hana. „Svefnherbergið mitt var í rauninni herbergi Jo, það var mjög óvenjulegt og ég hef aldrei upplifað svona áður. Það er ekki eitthvað sem ég mæli með. Það var svolítið eins og í fangelsi en sem betur fer kom öllum vel saman,“ sagði Hawes.  

Skemmtileg stemning í hótelgarðinum.
Skemmtileg stemning í hótelgarðinum. Ljósmynd/Barceló Hotels
mbl.is