Fella niður skólahald á Tenerife

Tenerife | 10. október 2023

Fella niður skólahald á Tenerife

Skólahald verður fellt niður á miðvikudag og föstudag á Kanaríeyjum vegna hitabylgju sem þar geisar. Almennur frídagur er á fimmtudag á Spáni. Því munu skólabörn á Kanaríeyjum ekki fara í skólann út vikuna. 

Fella niður skólahald á Tenerife

Tenerife | 10. október 2023

Skólahald hefur verið fellt niður út vikuna vegna hita.
Skólahald hefur verið fellt niður út vikuna vegna hita. mbl.is/sisi

Skólahald verður fellt niður á miðvikudag og föstudag á Kanaríeyjum vegna hitabylgju sem þar geisar. Almennur frídagur er á fimmtudag á Spáni. Því munu skólabörn á Kanaríeyjum ekki fara í skólann út vikuna. 

Skólahald verður fellt niður á miðvikudag og föstudag á Kanaríeyjum vegna hitabylgju sem þar geisar. Almennur frídagur er á fimmtudag á Spáni. Því munu skólabörn á Kanaríeyjum ekki fara í skólann út vikuna. 

Hitamet hafa fallið á Tenerife í vikunni er heitir vindar frá Afríku blása nú yfir eyjarnar. Hiti náði 38,5 gráðum á Adeje í gær mánudag og 37,8 gráða hiti mældist á Arucas, nágrannaeyju Gran Canaria. 

Nýtt líf í gróðureldum

Líkt og mbl.is greindi frá í gær náði hiti allt að 43 stigum í gær og segja Íslendingar búsettir á Tenerife aldrei hafa séð svona tölur í október áður.

Ekki er útlit fyrir því að hiti lækki fyrr en eftir næstu helgi. 

Gróðureldar brenna nú á Tenerife en vindurinn úr austri blés nýju lífi í þá. Áður höfðu 15 þúsund hektarar af landi brunnið á Tenerife í sumar. 

mbl.is