Ákváðu að læra spænsku eftir dvöl á Tenerife

Tenerife | 15. janúar 2024

Ákváðu að læra spænsku eftir dvöl á Tenerife

Hjónin Sigríður Hjálmarsdóttir og Halldór Halldórsson hafa á undanförnum árum ferðast reglulega til Tenerife þar sem þau slaka á og njóta sólarinnar. Til þess að fá meira út úr ferðunum ákváðu þau að læra spænsku og hafa sótt tvö spænsku nám skeið hjá Mími.

Ákváðu að læra spænsku eftir dvöl á Tenerife

Tenerife | 15. janúar 2024

Halldór Halldórsson og Sigríður Hjálmarsdóttir á Tenerfie. Spænskan mun nýtast …
Halldór Halldórsson og Sigríður Hjálmarsdóttir á Tenerfie. Spænskan mun nýtast þeim í næstu ferð. Ljósmynd/Aðsend

Hjónin Sigríður Hjálmarsdóttir og Halldór Halldórsson hafa á undanförnum árum ferðast reglulega til Tenerife þar sem þau slaka á og njóta sólarinnar. Til þess að fá meira út úr ferðunum ákváðu þau að læra spænsku og hafa sótt tvö spænsku nám skeið hjá Mími.

Hjónin Sigríður Hjálmarsdóttir og Halldór Halldórsson hafa á undanförnum árum ferðast reglulega til Tenerife þar sem þau slaka á og njóta sólarinnar. Til þess að fá meira út úr ferðunum ákváðu þau að læra spænsku og hafa sótt tvö spænsku nám skeið hjá Mími.

Hugmyndin kom upp þegar við vorum búin að fara tvisvar til Tenerife sama veturinn og okkur fannst rétt að kunna einhver grundvallaratriði,“ segir Sigríður, sem er menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúi Hveragerðisbæjar.

Halldór hennar Sigríðar, eins og Halldór segir fólk gjarnan kalla sig, minnir eiginkonu sína á að nú sé komið nýtt tilefni til þess að halda áfram spænskunáminu. „Það er kominn nýr tengdasonur sem er spænskur. Við erum nýbúin að að kynnast honum, það er eins og þetta hafi verið skrifað í skýin,“ segir Sigríður. Spænski tengdasonurinn býr á Íslandi og talar reyndar ensku en hjónin hafa þó spreytt sig á stöku orði til að athuga hvernig þeim gengur með spænskuna.

Spænskan er aðgengileg

Í dag verður sífellt algengara að framhaldsskólanemar velji spænsku sem þriðja mál en Sigríður lærði bæði þýsku og frönsku þegar hún var í framhaldsskóla. „Spænskan er þægileg. Mér finnst auðveldara að læra hana en þýsku og frönsku. En kannski er það af því að maður er með ákveðna undirstöðu, það getur alveg verið.“

Sigríður og Halldór fóru bæði á grunnnámskeið og framhaldsnámskeið hjá Mími sem Sigrún Björk Friðriksdóttir kenndi. Þau eru sérstaklega ánægð með kennsluna en Sigrún er einnig spænskukennari í Verzlunarskóla Íslands.

„Grunnnámskeiðið er algjör grunnur eins og að segja góðan daginn og að drekka og borða. Það kom mér á óvart hvað maður var fljótur að bæta sig. Það kemur á móti að mér finnst virka vel að nota Duolingo meðfram. Á námskeiðinu getur maður spurt og fengið skýringar á málfræðilegum þáttum og hvernig málið er notað í alvörunni en ekki bara í appi. Svo vorum við með frábæran kennara,“ segir Sigríður.

Halldór er sammála eiginkonu sinni um ágæti kennarans. „Mér fannst þetta mjög vel leyst hjá henni Sigrúnu. Hún er afskaplega skemmtilegur kennari og með nútímalegar kennsluaðferðir. Hún gekk á milli og spurði okkur spurninga. Maður þurfti að vera á tánum og geta svarað. Þannig kom smá æfing í að tjá sig,“ segir Halldór.

Sigríður segir að námið sé undir hverjum og einum komið. Stundum var heimavinna en hún var ekki mikil. „Kennarinn setti inn verkefni á Innu sem var valkvætt að leysa og ef maður hefur tíma er það frábært. Maður lærir enn þá meira af því.“

Spennt að prófa spænskuna á Tenerife

Sigríður segir að það hafi skapast skemmtileg stemning í hópnum. „Það eru allir á svipuðum forsendum, langar að læra grunn sem getur nýst þegar ferðast er. Og líka til þess að kveikja á hausnum í aðrar áttir en maður er venjulega að nota hann.“

Fannstu mun á því að vera í þessu námi og í námi þar sem markmiðið var að ná prófi eða ná sér í gráðu?

„Já algjörlega. Maður er í þessu af áhuga og vill fá eins mikið út úr þessu og maður getur. Það er meðvituð ákvörðun að læra akkúrat þetta,“ segir Sigríður.

Er spænska á Tenerife öðruvísi en á meginlandinu?

„Það var svona eitt af því sem við vorum að velta fyrir okkur, bæði framburði og ákveðnum orðum. Það er meiri munur annars vegar á Spáni og hins vegar Suður-Ameríku. Svo er einhver munur innan Spánar. Við fórum ekki djúpt í það en þetta er allt mjög áhugavert.“

Hafið þið farið til spænskumælandi lands eftir námskeiðin?

„Nei, reyndar ekki. Núna erum við mjög spennt að fara næst og sjá hvað við erum búin að læra. Ég geri ekki ráð fyrir að við séum að fara spjalla mikið við fólk en núna getum við pikkað eitthvað upp. Við erum að horfa á myndbönd og myndir og finnum rosalega mikinn mun,“ segir Sigríður sem segir þau stefna á ferð á árinu.

mbl.is