Patrik verður erlendis um jólin

Vetraríþróttir | 10. nóvember 2023

Patrik verður erlendis um jólin

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, virðist vera kominn í jólaskap ef marka má nýtt jólalag sem hann gaf út í dag.

Patrik verður erlendis um jólin

Vetraríþróttir | 10. nóvember 2023

Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, ætlar að vera erlendis …
Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, ætlar að vera erlendis yfir hátíðirnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, virðist vera kominn í jólaskap ef marka má nýtt jólalag sem hann gaf út í dag.

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, virðist vera kominn í jólaskap ef marka má nýtt jólalag sem hann gaf út í dag.

Yfir hátíðirnar ætlar Patrik hins vegar að leggja land undir fót ásamt fjölskyldu sinni og halda bæði upp á jólin og áramótin erlendis, en þó á sitthvorum staðnum. 

Hvít jól og sólrík áramót

Patrik prýðir forsíðu jólagjafahandbókar Viðskiptablaðsins sem kom út á dögunum, en í viðtali við blaðið greindi hann frá áformum sínum yfir hátíðirnar. Hann segir stórfjölskylduna alltaf halda jólin saman og að annað hvert ár reyni þau að fara til útlanda í skíðaferð.

Í ár er stefnan tekin á Frakkland þar sem þau verða 20 saman í húsi og ætla að njóta þess að skíða, en Patrik segir skíðaferðir með fjölskyldunni vera skemmtilegustu frí sem hægt er að komast í.

Eftir skíðagleðina í Frakklandi ætlar Patrik þó að fljúga beint yfir til Tenerife á Spáni og eyða áramótunum í sólinni og hlaða batteríin fyrir nýja árið. 

mbl.is