Dreymir þig um dvöl í Kjarvalsstofu í París?

Gisting | 12. desember 2023

Dreymir þig um dvöl í Kjarvalsstofu í París?

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um dvöl í Kjarvalsstofu í París. Kjarvalsstofa er stúdíóíbúð/vinnustofa sem listamenn á Íslandi geta sótt um að fá leigða í afmarkaðan tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 

Dreymir þig um dvöl í Kjarvalsstofu í París?

Gisting | 12. desember 2023

Spennandi tækifæri fyrir listamenn á Íslandi!
Spennandi tækifæri fyrir listamenn á Íslandi! Ljósmynd/Unsplash/Alexander Kegan

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um dvöl í Kjarvalsstofu í París. Kjarvalsstofa er stúdíóíbúð/vinnustofa sem listamenn á Íslandi geta sótt um að fá leigða í afmarkaðan tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um dvöl í Kjarvalsstofu í París. Kjarvalsstofa er stúdíóíbúð/vinnustofa sem listamenn á Íslandi geta sótt um að fá leigða í afmarkaðan tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 

Stúdíóið er 40 fm að stærð og er hluti af alþjóðlegu listamannamiðstöðinni Cité internationale des arts sem hýsir yfir 300 listamenn víðs vegar að út heiminum á hverju ári. Íbúðin er staðsett í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni.

Áhugasamir geta sent inn umsókn á vef Reykjavíkurborgar til 12. janúar næstkomandi, en þar skal tilgreina markmið með dvölinni, hvaða verkefni umsækjandi hyggst vinna að og hvort verkefnið hafi sérstök tengsl við París eða Frakkland, í formi tengslamyndunar eða rannsókna. 

mbl.is