Ítalska prinsessan á rándýru lúxushóteli í Frakklandi

Kóngafólk | 15. ágúst 2023

Ítalska prinsessan á rándýru lúxushóteli í Frakklandi

Það væsir sannarlega ekki um ítölsku prinsessuna Mariu Chiöru af Bourbon-ætt hinna tveggja Sikileyja þessa dagana, en hún er stödd í suður Frakklandi á glæsilegu hóteli þar sem nóttin kostar allt að 3 þúsund sterlingspund, eða rúmar 500 þúsund krónur á gengi dagsins í dag.

Ítalska prinsessan á rándýru lúxushóteli í Frakklandi

Kóngafólk | 15. ágúst 2023

Það vantar ekki upp á lúxusinn hjá ítölsku prinsessunni Mariu …
Það vantar ekki upp á lúxusinn hjá ítölsku prinsessunni Mariu Chiöru af Bourbon-ætt hinna tveggja Sikileyja. Samsett mynd

Það væsir sannarlega ekki um ítölsku prinsessuna Mariu Chiöru af Bourbon-ætt hinna tveggja Sikileyja þessa dagana, en hún er stödd í suður Frakklandi á glæsilegu hóteli þar sem nóttin kostar allt að 3 þúsund sterlingspund, eða rúmar 500 þúsund krónur á gengi dagsins í dag.

Það væsir sannarlega ekki um ítölsku prinsessuna Mariu Chiöru af Bourbon-ætt hinna tveggja Sikileyja þessa dagana, en hún er stödd í suður Frakklandi á glæsilegu hóteli þar sem nóttin kostar allt að 3 þúsund sterlingspund, eða rúmar 500 þúsund krónur á gengi dagsins í dag.

Prinsessan hefur verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu eftir að orðrómur um meint ástarsamband hennar við Kristján prins af Danmörku fór á flug.

Hótel með merka sögu

Chiara hefur notið sín í sólríku fríi á frönsku riveríunni ásamt systur sinni, Karólínu prinsessu. Hún birti myndaröð af sér á sundlaugarbakka hins glæsilega Château de La Messardière hótels, en nóttin á hótelinu er ekki ódýr og getur kostað allt að 500 þúsund krónur.

Byggingin var upphaflega reist á 19. öld, en þar má finna skjaldamerki frá því um 1660 og merkilega sögu sem teygir sig aftur um nokkrar aldir. Árið 1904 var byggingunni svo breytt í hótel sem hefur verið afar vinsælt, ekki síst vegna fágaðs yfirbragðs sem einkennir hótelið. 

Ljósmynd/airelles.com
Ljósmynd/airelles.com
Ljósmynd/airelles.com
Ljósmynd/airelles.com
mbl.is