Lúðvík prins fagnar sex árum

Kóngafólk í fjölmiðlum | 23. apríl 2024

Lúðvík prins fagnar sex árum

Lúðvík prins fagnar sex ára afmæli sínu. Í tilefni af því birtu Katrín prinsessa og Vilhjálmur prins nýja mynd af drengnum á samfélagsmiðlum. 

Lúðvík prins fagnar sex árum

Kóngafólk í fjölmiðlum | 23. apríl 2024

Lúðvík prins er orðinn sex ára.
Lúðvík prins er orðinn sex ára. Skjáskot/Instagram

Lúðvík prins fagnar sex ára afmæli sínu. Í tilefni af því birtu Katrín prinsessa og Vilhjálmur prins nýja mynd af drengnum á samfélagsmiðlum. 

Lúðvík prins fagnar sex ára afmæli sínu. Í tilefni af því birtu Katrín prinsessa og Vilhjálmur prins nýja mynd af drengnum á samfélagsmiðlum. 

Það hefur tíðkast hjá fjölskyldunni að Katrín taki oftast afmælismyndir af börnunum enda er hún mikill áhugamaður um ljósmyndun og þykir mjög fær. Hún hefur þó undanfarið sætt mikilli gagnrýni fyrir að breyta myndunum með þar til gerðum myndvinnsluforritum og því voru margir spenntir að vita hvort vikið yrði frá hefðinni að þessu sinni og annar látinn um að ljósmynda. Svo reyndist þó ekki vera og Katrín hefur haldið sig við hefðina.

Katrín gengur nú í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð en heimildir herma að hún hafi ætlað að halda uppteknum hætti og baka afmælisköku fyrir prinsinn eins og hún er vön að gera fyrir börnin sín þrjú.

Lúðvík prins fimm ára.
Lúðvík prins fimm ára. Ljósmynd/Millie Pilkington
Lúðvík fjögurra ára en Katrín tók þessa mynd af honum …
Lúðvík fjögurra ára en Katrín tók þessa mynd af honum í tilefni af afmælinu. AFP
Katrín hertogaynja tók afmælismynd af Lúðvík prins þegar hann varð …
Katrín hertogaynja tók afmælismynd af Lúðvík prins þegar hann varð þriggja ára. AFP
Katrín tók þessa fallegu mynd af Lúðvíki þegar hann varð …
Katrín tók þessa fallegu mynd af Lúðvíki þegar hann varð tveggja ára. Skjáskot/Instagram
Lúðvík eins árs.
Lúðvík eins árs. mbl.is/AFP / KENSINGTON PALACE / DUCHESS OF CAMBRIDGE
mbl.is