Graham líkt við Ursulu Andress

Frægir ferðast | 9. mars 2024

Graham líkt við Ursulu Andress

Svo virðist vera sem bandaríska leikkonan Heather Graham hafi fundið æskubrunninn, en hún virðist ekkert hafa elst undanfarna áratugi. 

Graham líkt við Ursulu Andress

Frægir ferðast | 9. mars 2024

Heather Graham kann að stilla sér upp.
Heather Graham kann að stilla sér upp. Samsett mynd

Svo virðist vera sem bandaríska leikkonan Heather Graham hafi fundið æskubrunninn, en hún virðist ekkert hafa elst undanfarna áratugi. 

Svo virðist vera sem bandaríska leikkonan Heather Graham hafi fundið æskubrunninn, en hún virðist ekkert hafa elst undanfarna áratugi. 

Graham, sem er 54 ára gömul, hefur verið iðin við að deila sjóðheitum bikinímyndum af sér á Instagram-síðu sinni undanfarin ár. Myndirnar vekja ávallt mikla lukku hjá fylgjendum leikkonunnar. 

Á fimmtudag birti Graham myndaröð frá sólríku fríi sínu í Mexíkó. Graham er stödd í sérstakri jóga- og slökunarferð ásamt vinum sínum. Myndirnar sýna leikkonuna meðal annars flatmaga á ströndinni og að taka þátt í jógatímum. 

Graham birti einnig þokkafullar myndir af sér að vaða í sjónum. Þær myndir minntu marga fylgjendur Graham á kvikmyndasenu úr James Bond-kvikmyndinni, Dr. No, eða þegar leikkonan Ursula Andress steig upp úr sjónum. 

mbl.is