Rúrik í tökum með BMW á Coachella-tónlistarhátíðinni

Frægir ferðast | 15. apríl 2024

Rúrik í tökum með BMW á Coachella-tónlistarhátíðinni

Síðastliðin helgi var viðburðarrík hjá fyrrverandi knattspyrnumanninum og IceGuys-stjörnunni Rúrik Gíslasyni, en hann var staddur á tónlistarhátíðinni Coachella í Palm Springs í Kaliforníu. 

Rúrik í tökum með BMW á Coachella-tónlistarhátíðinni

Frægir ferðast | 15. apríl 2024

Rúrik Gíslason átti viðburðarríka helgi í hinni sólríku Kaliforníu.
Rúrik Gíslason átti viðburðarríka helgi í hinni sólríku Kaliforníu. Samsett mynd

Síðastliðin helgi var viðburðarrík hjá fyrrverandi knattspyrnumanninum og IceGuys-stjörnunni Rúrik Gíslasyni, en hann var staddur á tónlistarhátíðinni Coachella í Palm Springs í Kaliforníu. 

Síðastliðin helgi var viðburðarrík hjá fyrrverandi knattspyrnumanninum og IceGuys-stjörnunni Rúrik Gíslasyni, en hann var staddur á tónlistarhátíðinni Coachella í Palm Springs í Kaliforníu. 

Rúrik var ekki bara á hátíðinni til að hlusta á góða tónlist heldur var hann einnig í tökum fyrir þýska bílaframleiðandann BMW. 

Rúrik var í tökum fyrir BMW á tónlistarhátíðinni.
Rúrik var í tökum fyrir BMW á tónlistarhátíðinni. Skjáskot/Instagram

Stjörnurnar elska Coachella-tónlistarhátíðina

Coachella-tónlistarhátíðin hefur verið haldin árlega frá árinu 1999, að undanskildum 2020 og 2021 vegna kórónuveirufaraldursins. Á hátíðinni stígur fremsta tónlistarfólk heims á svið, en í ár komu Lana Del Rey, Billie Eilish, Shakira, Doja Cat og Tyler the Creator meðal annars fram. 

Tónlistarhátíðin er afar vinsæl meðal fræga og ríka fólksins, en Rúrik hefur verið duglegur að skemmta sér með stórstjörnum að undanförnu. Meðal gesta á tónlistarhátíðinni voru Megan Fox, Taylor Swift, Travis Kelce, Justin og Hailey Bieber, Emma Roberts, Will og Jada Pinkett Smith, Alessandra Ambrosio, Alix Earle, Barry Keoghan og Paris Hilton. 

mbl.is