Hvernig á að tala við börn um veikindi

Kóngafólk í fjölmiðlum | 6. apríl 2024

Hvernig á að tala við börn um veikindi

Eitt erfiðasta samtal sem foreldri getur átt við barn sitt er þegar útskýra þarf fyrir þeim alvarleg veikindi á borð við krabbamein.

Hvernig á að tala við börn um veikindi

Kóngafólk í fjölmiðlum | 6. apríl 2024

Katrín prinsessa fékk mikið lof fyrir yfirlýsingu sína.
Katrín prinsessa fékk mikið lof fyrir yfirlýsingu sína. Skjáskot/Instagram

Eitt erfiðasta samtal sem foreldri getur átt við barn sitt er þegar útskýra þarf fyrir þeim alvarleg veikindi á borð við krabbamein.

Eitt erfiðasta samtal sem foreldri getur átt við barn sitt er þegar útskýra þarf fyrir þeim alvarleg veikindi á borð við krabbamein.

Katrín prinsessa af Wales opnaði sig um þá reynslu á dögunum þegar hún varð knúin til þess að upplýsa fólk um að hún gengi nú undir fyrirbyggjandi lyfjameðferð vegna krabbameins.

„Það hefur tekið okkur tíma að útskýra allt fyrir Georgi, Karlottu og Loðvík á þann hátt sem er viðeigandi fyrir þau og fullvissa þau um að ég nái heilsu,“ sagði Katrín prinsessa í myndbandi og eyddi um leið allar getgátur um afdrif hennar síðustu vikur og mánuði.

Hreinskilni skiptir máli

Sérfræðingar segja að það sé nauðsynlegt fyrir foreldra að vera eins hreinskilin og hægt er en veita um leið öryggiskennd. Þá hafa rannsóknir sýnt að foreldrar hafi mestar áhyggjur af því hvernig fréttirnar hafa áhrif á fjölskyldumeðlimi.

„Þegar þú færð greininguna þá hefurðu kannski áhyggjur af því hvernig þú segir börnunum frá þessu. Það að þurfa að ræða við þau um jafnalvarlegt málefni gæti komið þér úr jafnvægi,“ segir Sheryl Ziegler sálfræðingur í viðtali við Today.com.

„Það er eðlilegt að þér finnist þetta óþægilegt umræðuefni og vitir ekki hversu miklu þú átt að deila með börnunum. Sérstaklega ef þetta eru ung börn. Þú segir kannski að þú ætlir að berjast eins vel og þú getur. Sért hraustur og hafir frábæra lækna.“

Koma tilfinningum í orð

„Ef tilfinningar bera þig ofurliði þá er gott að koma því í orð. Ef ekki, ef þú skýlir andlitinu og labbar út úr herberginu þá halda börnin kannski að þú sért ekki að segja allan sannleikann og að hlutirnir séu verri en þeir eru. Það er í lagi að segjast vera áhyggjufullur.“

Ziegler bendir á að hvert samtal sé ólíkt innan hverrar fjölskyldu og gott geti verið að kortleggja hvernig lífið muni líta út næstu mánuði. 

„Þú gætir sagt að þú þurfir að fara oft til læknis og það verði skrítið fyrst um sinn. Þetta er svo að börnin skilji að takturinn verði öðru vísi en þau eru vön.“

„Ef batahorfur eru slæmar þá þarf að gera börnunum það ljóst að þau séu elskuð og að vel verði séð um þau.“

Ef börn eru of ung til að skilja

Ef börnin eru of ung til þess að skilja veikindi á borð við krabbamein þá er gott að velta fyrir sér spurningum sem þessum:

„Mun barnið taka eftir því ef ég er veik, ekki til staðar eða stöðugt í læknaheimsóknum. Barn á leikskólaaldri gæti tekið eftir breytingum á rútínunni en yngri börn ekki.“

Börn gætu upplifað óöryggi og valdleysi gagnvart aðstæðunum. Það að biðja þau um hjálp við einföld verkefni gæti fengið þau til þess að líða líkt og þau séu að hjálpa til. 

„Það sem var frábært við yfirlýsingu Katrínar prinsessu var það að hún minntist á það hvernig hún talaði um veikindi sín við börnin. Það að setja þau í forgang og sýna upplifun þeirra skilning er bæði erfitt og hetjulegt,“ segir Dr. Richard Barakat. Hann leggur áherslu á að foreldrar haldi í jákvæðnina.

„Við ætlum að gera allt sem við getum til þess að mamma nái heilsu,“ eru góð skilaboð fyrir börn. Þá ættu foreldrar að reyna eftir bestu getu að viðhalda rútínu barnanna. Það sé mikilvægt fyrir bæði börn og fullorðna. Leyfum börnum að sjá eins eðlilegt líf og hægt er.“

Margir vilja vernda börn með því að segja sem minnst en sérfræðingar segja að það sé ekki rétt. „Það er mikilvægt að segja sannleikann og það er hægt að vera heiðarlegur á viðeigandi hátt miðað við aldur barnanna. Þá er líka hægt að segjast ekki vita og að þú ætlir að hugsa málið og gefa svar seinna.“

mbl.is