Katrín sást meðal almennings með Vilhjálmi

Kóngafólk í fjölmiðlum | 18. mars 2024

Katrín sást meðal almennings með Vilhjálmi

Katrín prinsessa er sögð hafa sést meðal almennings með Vilhjálmi Bretaprins um helgina. Hjónin fóru á sveitamarkað nálægt heimili sínu í Windsor á Englandi og leit Katrín út fyrir að vera „hamingjusöm, afslöppuð og heilbrigð“.

Katrín sást meðal almennings með Vilhjálmi

Kóngafólk í fjölmiðlum | 18. mars 2024

Vilhjálmur og Katrín búa í ensku sveitinni.
Vilhjálmur og Katrín búa í ensku sveitinni. AFP

Katrín prinsessa er sögð hafa sést meðal almennings með Vilhjálmi Bretaprins um helgina. Hjónin fóru á sveitamarkað nálægt heimili sínu í Windsor á Englandi og leit Katrín út fyrir að vera „hamingjusöm, afslöppuð og heilbrigð“.

Katrín prinsessa er sögð hafa sést meðal almennings með Vilhjálmi Bretaprins um helgina. Hjónin fóru á sveitamarkað nálægt heimili sínu í Windsor á Englandi og leit Katrín út fyrir að vera „hamingjusöm, afslöppuð og heilbrigð“.

„Eftir allt slúðrið kom mér á óvart að sjá þau þarna,“ sagði sjónarvottur við götublaðið The Sun en ekki birtist myndir af ferð þeirra um helgina. „Katrín var að versla með Vilhjálmi og hún leit út fyrir að vera hamingjusöm og leit vel út.“

Börnin voru ekki með í búðinni en The Sun greinir frá því að fyrr um daginn hafi hjónin horft á þau stunda íþróttir. 

Hefur lítið sést síðan um jólin

Mikið hefur verið fjallað um fjarveru Katrínar en hún hefur ekki sést opinberlega síðan um jólin. Hún fór í stóra aðgerð á kviðarholi í janúar. Konungsfjölskyldan hefur ekki útskýrt aðgerðina en búist er við að Katrín mæti til starfa eftir páska. Hafa þeir alla svartsýnustu talið Katrínu vera mjög veika eða hjónin vera að skilja. Svo virtist þó ekki vera um helgina. 

Allt varð vitlaust í síðustu viku þegar konungsfjölskyldan afturkallaði mynd af prinsessunni og börnum hennar. Katrín neyddist til að biðjast afsökunar á því að hafa átt við myndina. 

mbl.is