Glæsibústaður með einkasundlaug við Hellu

Gisting | 10. febrúar 2024

Glæsibústaður með einkasundlaug við Hellu

Í Rangárþingi ytra er að finna fallega hannaðan sumarbústað. Þó hönnun hússins að innan og utan gleðji sannarlega augað er það þó stór náttúrulaug við húsið sem setur punktinn yfir i-ið. 

Glæsibústaður með einkasundlaug við Hellu

Gisting | 10. febrúar 2024

Glæsilegur bústaður í nágrenni við Hellu!
Glæsilegur bústaður í nágrenni við Hellu! Samsett mynd

Í Rangárþingi ytra er að finna fallega hannaðan sumarbústað. Þó hönnun hússins að innan og utan gleðji sannarlega augað er það þó stór náttúrulaug við húsið sem setur punktinn yfir i-ið. 

Í Rangárþingi ytra er að finna fallega hannaðan sumarbústað. Þó hönnun hússins að innan og utan gleðji sannarlega augað er það þó stór náttúrulaug við húsið sem setur punktinn yfir i-ið. 

Húsið er á tveimur hæðum en eigendurnir hafa sett neðri hæðina á leigu á bókunarvef Airbnb. Þar kemur fram að húsið sé á hestabúgarðinum Sumarliðabæ, en gestir fá aðgengi að náttúrulauginni ásamt snyrtilegri aðstöðu til fataskipta og glæsilegri saunu. 

Sumarbústaðurinn hefur verið innréttaður á nútímalegan og stílhreinan máta þar sem náttúruleg litapalletta ræður för. Í eldhúsinu er falleg ljósgrá innrétting með viðarborðplötu, en í stað efri skápa hefur langri hillu verið komið fyrir sem skapar léttari stemningu í rýminu. 

Nóttin á tæpar 60 þúsund krónur

Gólfsíðir gluggar prýða alrýmið sem samanstendur af eldhúsi, stofu og borðstofu, en á hæðinni eru einnig tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi sem rúma allt að fimm næturgesti hverju sinni. 

Um miðjan júní kostar nóttin í sumarbústaðnum 431 bandaríkjadali, eða sem nemur tæplega 60 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. Gestir þurfa að bóka að minnsta kosti tvær nætur í húsinu, en tvær nætur auk þjónustugjalds Airbnb kosta því 1.012 bandaríkjadali, eða rúmlega 140 þúsund krónur. 

Hönnunin hússins er afar sjarmerandi.
Hönnunin hússins er afar sjarmerandi. Ljósmynd/Airbnb.com
Sundlaugin setur án efa punktinn yfir i-ið, en þaðan er …
Sundlaugin setur án efa punktinn yfir i-ið, en þaðan er guðdómlegt útsýni yfir náttúruna í kring. Ljósmynd/Airbnb.com
Sundlaugin er ekki af verri gerðinni!
Sundlaugin er ekki af verri gerðinni! Ljósmynd/Airbnb.com
... og ekki útsýnið heldur!
... og ekki útsýnið heldur! Ljósmynd/Airbnb.com
Bústaðurinn hefur verið innréttaður á stílhreinan máta.
Bústaðurinn hefur verið innréttaður á stílhreinan máta. Ljósmynd/Airbnb.com
Alrýmið er bjart með góðum gluggum.
Alrýmið er bjart með góðum gluggum. Ljósmynd/Airbnb.com
Fallegir munir prýða húsið.
Fallegir munir prýða húsið. Ljósmynd/Airbnb.com
Í húsinu eru tvö svefnherbergi og pláss fyrir allt að …
Í húsinu eru tvö svefnherbergi og pláss fyrir allt að fimm gesti. Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is