Færir þú í nektarsiglingu?

Sjóferðir | 22. mars 2024

Færir þú í nektarsiglingu?

Það dreymir eflaust marga um að flýja hversdagslífið og fara í siglingu með skemmtiferðaskipi. Sigling með skemmtiferðaskipi er einstök og ævintýraleg upplifun og einnig frábær leið til að njóta afslöppunar í fallegu umhverfi.

Færir þú í nektarsiglingu?

Sjóferðir | 22. mars 2024

Já, það er eitthvað í boði fyrir alla!
Já, það er eitthvað í boði fyrir alla! Samsett mynd

Það dreymir eflaust marga um að flýja hversdagslífið og fara í siglingu með skemmtiferðaskipi. Sigling með skemmtiferðaskipi er einstök og ævintýraleg upplifun og einnig frábær leið til að njóta afslöppunar í fallegu umhverfi.

Það dreymir eflaust marga um að flýja hversdagslífið og fara í siglingu með skemmtiferðaskipi. Sigling með skemmtiferðaskipi er einstök og ævintýraleg upplifun og einnig frábær leið til að njóta afslöppunar í fallegu umhverfi.

Slíkur ferðamáti nýtur vaxandi vinsælda, enda um margt að velja og eru þemasiglingar orðnar mjög eftirsóttar og fjölsóttar.

Margir hafa eflaust heyrt minnst á skemmtiferðaskipið Disney Magic, sem er sannkallað ævintýri á sjó. Færri hafa ef til vill heyrt um skemmtiferðaskip með Star Trek-þema, nektarþema, kattarþema og bardagaþema, en öll eru þau á siglingu um heimsins höf. 

Meow Meow Cruise

Meow Meow-siglingin er upplögð fyrir alla þá sem elska ketti, en kettir eru að vísu bannaðir með öllu um borð. Kattaeigendur þurfa því að finna pössun fyrir heimiliskettina áður en þeir stíga um borð. 

Siglingin er ætluð þeim sem elska ketti, eiga ketti og vilja gjarnan deila myndum, sögum og fróðleik af köttunum sínum með öðru kattaáhugafólki. 

Að sjálfsögðu er Kötturinn með höttinn um borð.
Að sjálfsögðu er Kötturinn með höttinn um borð. Skjáskot/MeowMeowCruise

The Nude Cruise

Farþegar þessa skemmtiferðaskips þurfa ekki að hafa miklar áhyggjur af farangri og fötum til skiptanna, enda er þetta hálfgerð nektarströnd með dísilvél, matsal og skipstjóra. 

Núdistarnir um borð þurfa að framfylgja ákveðnum reglum til þess að njóta alls þess besta sem skemmtisiglingin hefur upp á að bjóða, en þeim er ekki heimilt að klæðast kynþokkafullum undirfatnaði né fetish-klæðnaði og allir farþegar þurfa að hafa handklæði við höndina öllum stundum. Er það til að halda skipinu sýklalausu og hreinu. 

Um borð eru allir sáttir í eigin skinni.
Um borð eru allir sáttir í eigin skinni. Skjáskot/Cruisebare

The Ultimate Disco Cruise

Hver vill ekki dansa undir diskókúlu, rifja upp draumadaga áttunda áratugarins og hrista rykið af útvíðu buxunum, glimmer-kjólunum og kögrinu?

Skemmtiferðaskipið The Norwegian Pearl býður farþegum sínum að ferðast aftur í tímann og upplifa töfratíma diskósins. 

Manstu sporin úr Saturday Night Fever?
Manstu sporin úr Saturday Night Fever? Skjáskot/TheUltimateDiscoCruise

Star Trek Cruise

Aðdáendur vísindaskáldskapar eiga eftir að skemmta sér konunglega um borð Explorer of the Seas. Þessi sjö daga sigling býður upp á Star Trek-sýningar og ýmis konar leiki, spil og partí, þá er einnig líklegt að leikarar úr Star Trek-heiminum láti sjá sig. 

Þemað er tekið alla leið!
Þemað er tekið alla leið! Skjáskot/StarTrektheCruise

Chris Jericho's Rock'N'Wrestling Rager at Sea

Kanadíski bardagakappinn býður farþegum upp á ákveðið andrúmsloft og upplifun. Í skemmtisiglingunni fá farþegar tækifæri til að berjast við helstu goðsagnir úr bardagaheiminum, horfa á hetjurnar sínar í bardagahringnum og hlusta á „hardcore“ þungarokk. 

Um borð er vel tekið á því!
Um borð er vel tekið á því! Skjáskot/ChrisJerichoCruise
mbl.is