Flugfreyjufréttirnar sem slógu í gegn á árinu

Ferðaráð | 31. desember 2023

Flugfreyjufréttirnar sem slógu í gegn á árinu

Flugfreyjur eru miklir sérfræðingar þegar kemur að því hvað má og hvað má ekki gera um borð í flugvél. Reglulega birta þær góð ráð fyrir ferðalanga, en eftirfarandi fimm flugfreyjufréttir vöktu mesta lukku á ferðavef mbl.is árið 2023.

Flugfreyjufréttirnar sem slógu í gegn á árinu

Ferðaráð | 31. desember 2023

Þetta eru mest lesnu flugfreyjufréttirnar á ferðavef mbl.is árið 2023!
Þetta eru mest lesnu flugfreyjufréttirnar á ferðavef mbl.is árið 2023! Samsett mynd

Flugfreyjur eru miklir sérfræðingar þegar kemur að því hvað má og hvað má ekki gera um borð í flugvél. Reglulega birta þær góð ráð fyrir ferðalanga, en eftirfarandi fimm flugfreyjufréttir vöktu mesta lukku á ferðavef mbl.is árið 2023.

Flugfreyjur eru miklir sérfræðingar þegar kemur að því hvað má og hvað má ekki gera um borð í flugvél. Reglulega birta þær góð ráð fyrir ferðalanga, en eftirfarandi fimm flugfreyjufréttir vöktu mesta lukku á ferðavef mbl.is árið 2023.

Það sem flugfreyjur borða og drekka ekki

Listi yfir það sem flugfreyjur borða og drekka ekki í háloftunum vakti hve mesta athygli lesenda ferðavefs mbl.is árið 2023. Hér var þrennt nefnt sem boðið er upp á um borð í flestum flugvélum sem flugfreyjur forðast.

Dónar um borð

Flugfreyjur lenda í ýmsum uppákomum í háloftunum, en það voru margir forvitnir að vita hvað væri það dónalegasta sem flugfreyjur hafa lent í.

Mistök farþega

Lesendur ferðavefs mbl.is höfðu einnig mikinn áhuga á að vita hvaða algengu mistök farþegar gera sem pirra flugfreyjur hve mest.

Æfing íslensku flugfreyjunnar í stoppi

Flugfreyjan og þjálfarinn Sara Davíðsdóttir deildi skotheldri æfingu sem auðvelt er að taka á ferðalagi eða í stoppi. Æfingin vakti mikla lukku meðal lesenda.

Fjölskyldustund hjá Icelandair

Í september birti Icelandair færslu á Facebook-síðu sinni þar sem þau fögnuðu íslenskri fjölskyldu sem starfar hjá fyrirtækinu. Feðgin­in Al­dís Lilja Örn­ólfs­dótt­ir og Örn­ólf­ur Jóns­son starfa bæði sem flug­menn hjá Icelanda­ir á meðan Sigrún Hild­ur Kristjáns­dótt­ir, móðir Al­dís­ar og eig­in­kona Örn­ólfs, starfar sem flug­freyja hjá fyr­ir­tæk­inu. Þá er eig­inmaður Al­dís­ar einnig flugmaður á meðan bróðir henn­ar er að læra að verða flug­um­ferðastjóri.

mbl.is