Það dónalegasta sem flugfreyjur hafa lent í

Flugfreyjur lenda í ýmsum uppákomum.
Flugfreyjur lenda í ýmsum uppákomum. Ljósmynd/Colourbox

Það eru ekki allir flugfarþegar almennilegir. Flugbloggararnir Twoguysonaplane komust að þessu þegar þeir spurðu flugfreyjur og flugþjóna hvað væri það dónalegasta sem starfstéttin hefði upplifað í vinnunni. Fólk á það til að sýna sínar verstu hliðar í háloftunum. 

Hér má lesa brot af því versta. 

Togaði í taglið!

„Ég lenti í því að fullorðinn maður togaði í taglið til þess að ná athygli minni til þess að fá snakk.“

Líkti starfinu við sjálfsala!

„Ég var kölluð sjálfsali með of há laun af því ég færði honum ekki meiri bjór.“

Alvöru vinna!

„Fáðu þér alvöru vinnu.“

Hráka!

„Það var hrækt á mig. Þau voru handtekin.“

Fékk samlokuna í andlitið!

„Samloku var hent í andlitið á mér og mér var sagt að fara til andskotans.“

Fékk að heyra það!

„Ég fékk að heyra að ég væri algjörlega óhæf þar sem ég gat ekki hringt í annað flugfélag í loftinu.“

Það eru ekki allir farþegar almennilegir.
Það eru ekki allir farþegar almennilegir. Ljósmynd/Colourbox

Fékk tösku í sig!

„Það var ekkert pláss fyrir handfarangurstösku, bauðst til þess að innrita farangurinn frítt. Þá kastaði hann töskunni í mig.“

Talaði illa um starfið við barnið!

„Farþegi sagði barni að ef hún hegðaði sér ekki myndi hún enda eins og ég – ég er með háskólagráðu.“

Fékk tyggjó í hendurnar!

„Spurði hvort hann mætti láta mig fá eitthvað svo ég opnaði lófann og þá lét hann mig hafa tyggjóið sitt.“

Ferðalög
Ferðalög Ljósmynd/Colourbox

Pissaði á gólfið!

„Salernin voru læst af því við vorum að taka eldsneyti. Maðurinn ákvað að pissa á miðjan ganginn.“

Vildi fá mat starfsmannsins

„Þegar ég var að borða mat sem ég hafði borgað fyrir, sögðu þau að ég hefði átt að bjóða þeim matinn.“

Verður ekki falleg eftir tíu ár

„Að tilefnislausu: „Þú ert falleg kona en verður það ekki eftir tíu ár“.“

Piss í flösku

„Lét mig fá flösku fulla af þvagi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert