Íslensk flugfreyja deilir skotheldri förðunarrútínu

Förðunartrix | 1. nóvember 2023

Íslensk flugfreyja deilir skotheldri förðunarrútínu

Förðunarfræðingurinn og flugfreyjan Andrea Una Ferreira deildi á dögunum förðunarrútínu sinni fyrir flug á TikTok, en hún var á heimleið eftir stutt stopp í Baltimore í Bandaríkjunum. 

Íslensk flugfreyja deilir skotheldri förðunarrútínu

Förðunartrix | 1. nóvember 2023

Förðunarfræðingurinn og flugfreyjan Andrea Una Ferreira deildi á dögunum förðunarrútínu sinni fyrir flug á TikTok, en hún var á heimleið eftir stutt stopp í Baltimore í Bandaríkjunum. 

Förðunarfræðingurinn og flugfreyjan Andrea Una Ferreira deildi á dögunum förðunarrútínu sinni fyrir flug á TikTok, en hún var á heimleið eftir stutt stopp í Baltimore í Bandaríkjunum. 

Andrea byrjar á því að nota Lait Créme Concentré-dagkremið frá Embryolisse og Ultra Sheer-serum frá Neutrogena með sólarvörn yfir allt andlitið og niður hálsinn. Eins og flestir vita er mikilvægt að huga vel að húðinni í háloftunum og gefa henni góðan raka.

Því næst notar hún farðagrunn áður en hún setur Sheer Glow-farðann frá Nars yfir andlitið. Þegar hún hefur blandað farðanum vel og vandlega notar hún Born this Way-hyljarann frá Too Faced, en hún hefur hyljarann nokkrum tónum ljósari en farðann og notar hann því bæði til að hylja og birta ákveðin svæði á andlitinu.

Geggjað „vara-kombó“ setur punktinn yfir i-ið

Að því loknu notar hún HD Pro-hyljarann frá L.A. Girl í dökkum tón til að skyggja andlitið og blandar vörunni svo vandlega með bursta. Því næst notar hún púður undir augu til að tryggja að hyljarinn haldist á sínum stað allt flugið og grípur svo sólarpúður og kinnalit. 

Andrea fyllir inn í augabrúnirnar og mótar þær með brúnum lit, setur á sig maskara og endar svo á því að nota varablýant, varalit og varagloss sem setja punktinn yfir i-ið. 

mbl.is