Lærðu að farða þig með haustlitum ársins

Snyrtibuddan | 4. nóvember 2023

Lærðu að farða þig með haustlitum ársins

„Við ákváðum að tvinna saman heitustu tískustrauma haustsins og gera fallega förðun sem hentar vel fyrir hátíðarnar sem eru handan við hornið,“ segir Dýrleif Sveinsdóttir förðunarfræðingur sem hefur starfað við fagið í tíu ár. Hún segir að förðunartískan í ár sé sótt í tíunda áratuginn og að brúnir tónar séu allsráðandi. Brúni liturinn á ekki bara að fara á augnlokin heldur einnig á varir og kinnar. Dýrleif farðaði Ragnheiði Júlíusdóttur með þessar hugmyndir á bak við eyrað.

Lærðu að farða þig með haustlitum ársins

Snyrtibuddan | 4. nóvember 2023

Ragnheiður Júlíusdóttir var förðuð með brúnum litatónum sem eru móðins …
Ragnheiður Júlíusdóttir var förðuð með brúnum litatónum sem eru móðins núna.

„Við ákváðum að tvinna saman heitustu tískustrauma haustsins og gera fallega förðun sem hentar vel fyrir hátíðarnar sem eru handan við hornið,“ segir Dýrleif Sveinsdóttir förðunarfræðingur sem hefur starfað við fagið í tíu ár. Hún segir að förðunartískan í ár sé sótt í tíunda áratuginn og að brúnir tónar séu allsráðandi. Brúni liturinn á ekki bara að fara á augnlokin heldur einnig á varir og kinnar. Dýrleif farðaði Ragnheiði Júlíusdóttur með þessar hugmyndir á bak við eyrað.

„Við ákváðum að tvinna saman heitustu tískustrauma haustsins og gera fallega förðun sem hentar vel fyrir hátíðarnar sem eru handan við hornið,“ segir Dýrleif Sveinsdóttir förðunarfræðingur sem hefur starfað við fagið í tíu ár. Hún segir að förðunartískan í ár sé sótt í tíunda áratuginn og að brúnir tónar séu allsráðandi. Brúni liturinn á ekki bara að fara á augnlokin heldur einnig á varir og kinnar. Dýrleif farðaði Ragnheiði Júlíusdóttur með þessar hugmyndir á bak við eyrað.

„Það sem mörgum þótti gaman að sjá aftur á tískupöllunum í sumar voru fallegu, klassísku, brúnu tónarnir. Einn sanseraður og súkkulaðibrúnn litur á augnlokið og mattur ljósbeigelitaður undir augabrún og annars sanseraður í augnkrókinn. Þessi tegund af förðun hefur verið kölluð Latte-förðun. Hún nýtur vinsælda um þessar mundir og verður mun innihaldsríkari þegar líður á veturinn. Þá verður hún svolítið eins og kryddað graskers-latte,“ segir Dýrleif og meinar að rauðir tónar og appelsínubrúnir komi sterkir inn þegar vetra tekur.

Dýrleif Sveinsdóttir farðaði Ragnheiði Júlíusdóttur með brúnum tónum.
Dýrleif Sveinsdóttir farðaði Ragnheiði Júlíusdóttur með brúnum tónum. Samsett mynd

Brúnn augnblýantur – GuerlainTheIntenseColourEyePencil

„Með því að nota blýant fyrst tryggjum við að förðunin endist vel og augnskuggarnir sem á eftir koma nái meiri dýpt. Ég notaði brúnan augnblýant frá Guerlain og gerði ófullkomna línu yfir augnlokið og dró hana aðeins út til að búa til væng. Mér finnst best að nota lítinn þéttan augnskuggabursta til að renna yfir línuna og fór fram og til baka og þannig náði ég að jafna hana út,“ segir Dýrleif.

Guerlain Eyeshadow Pallette – Wild nudes er með fjórum litum …
Guerlain Eyeshadow Pallette – Wild nudes er með fjórum litum sem hægt er að leika sér með endalaust. Guerlain Noir G-maskarinn þykkir og lengir og augnblýandurinn er vatnsheldur.

Guerlain Eyeshadow Pallette – Wild nudes & Noir G-maskari

Dýrleif vildi að augnförðunin yrði einföld og án tilgerðar. Hún notaði brúna sanseraða litinn á augnlokið. Þó mest í ytri hlutann og blandaði inn að miðju. Þá tók hún hreinan bursta og blandaði yfir allt augnlokið til að fá fallega blöndu.

„Svo tók ég dekksta litinn og setti yfir blýantslínuna til að framkalla meiri dýpt. Ég setti blýantinn undir augun í ytri krókinn og blandaði sanseraða augnskugganum yfir. Mér finnst alltaf fallegt að nota sanseraða tóna til að kalla fram ljóma undir augunum,“ segir hún.

Shiseido-varablýantur – Bare

Dýrleif setur alltaf fyrst primer á varirnar og gætir þess að setja hann aðeins út fyrir varalínuna og svo setur hún varalitablýantinn yfir. Þannig tryggir hún að blýanturinn haldist vel á og smitist ekki í útlínur. Hún segir að þetta sé mjög mikill næntís-fílingur og því brúnni sem varalitablýanturinn er því betri sé hann.

Ragheiður Júlíusdóttir er með milda haustförðun.
Ragheiður Júlíusdóttir er með milda haustförðun. Samsett mynd

Clarins Lip Perfector nr. 19

„Formúlan í þessum varalit er einstök. Rauðar varir verða móðins í vetur,“ segir hún.

mbl.is