10 hlutir sem eru ómissandi fyrir árshátíðina

Snyrtibuddan | 14. mars 2024

10 hlutir sem eru ómissandi fyrir árshátíðina

Það hefur verið létt yfir landsmönnum að undanförnu sem hafa notið hvers sólargeisla til hins ýtrasta og vilja sumir meina að nú sé vorið komið. Það er margt skemmtilegt sem kemur með vorinu, þar á meðal eru árshátíðir skóla og fyrirtækja.

10 hlutir sem eru ómissandi fyrir árshátíðina

Snyrtibuddan | 14. mars 2024

Óskalisti vikunnar er í sparibúningi!
Óskalisti vikunnar er í sparibúningi! Samsett mynd

Það hefur verið létt yfir landsmönnum að undanförnu sem hafa notið hvers sólargeisla til hins ýtrasta og vilja sumir meina að nú sé vorið komið. Það er margt skemmtilegt sem kemur með vorinu, þar á meðal eru árshátíðir skóla og fyrirtækja.

Það hefur verið létt yfir landsmönnum að undanförnu sem hafa notið hvers sólargeisla til hins ýtrasta og vilja sumir meina að nú sé vorið komið. Það er margt skemmtilegt sem kemur með vorinu, þar á meðal eru árshátíðir skóla og fyrirtækja.

Á óskalista vikunnar finnur þú því allt það heitasta fyrir árshátíðina – allt frá glæsilegum síðkjól og ofurskvísuskóm yfir í hinn fullkomna kinnalit og tímalaust skart!

Klassískur og tímalaus!

Þessi glæsilegi síðkjóll á heima í öllum fataskápum. Hann er í senn klassískur og tímalaus með heillandi sniði og opnu baki sem setur punktinn yfir i-ið.

Síðkjóll með opnu baki frá Entire Studios. Fæst hjá Nebraska …
Síðkjóll með opnu baki frá Entire Studios. Fæst hjá Nebraska og kostar 64.990 kr. Ljósmynd/Entirestudios.com

Lúxus kinnalitur!

Lúxus kinnaliturinn frá Sisley Paris er fullkominn fyrir árshátíðarförðunina. Hann uppfyllir allar óskir fyrir kvöldið og gefur kinnunum þetta heilbrigða og ljómandi yfirbrað sem alla dreymir um!

Ljómandi kinnalitur frá Sisley Paris fæst hjá Beautybox og kostar …
Ljómandi kinnalitur frá Sisley Paris fæst hjá Beautybox og kostar 17.070 kr. Ljósmynd/Beautybox.is

Blúndustemning!

Blúndan hefur verið að gera allt gjörsamlega vitlaust í tískuheiminum að undanförnu – hvernig hljómar að taka dressið einu skrefi lengra og mæta í trylltum blazer-jakka úr blúnduefni á árshátíðina?

Blazer-jakki fæst hjá Zara og kostar 13.995 kr.
Blazer-jakki fæst hjá Zara og kostar 13.995 kr. Ljósmynd/Zara.com

Einfaldur en eftirtektarverður!

Þessi fallegi hringur er hönnun eftir Trine Tuxen sem hreinlega klikkar ekki. Hringurinn er einfaldur en á sama tíma eftirtektarverður!

Hringur frá Trine Tuxen fæst hjá Fou22 og kostar 19.900 …
Hringur frá Trine Tuxen fæst hjá Fou22 og kostar 19.900 kr. Ljósmynd/Fou22.is

Alvöru skvísuskór!

Ef þig langar að vera alvöru skvísa á árshátíðinni þá skaltu veðja á þessa skó frá íslenska merkinu Kalda. Þeir eru engu líkir og munu án efa taka árshátíðardressið upp á næsta „level“!

Hælaskór fást hjá Kalda og kosta 59.100 kr.
Hælaskór fást hjá Kalda og kosta 59.100 kr. Ljósmynd/Kalda.com

Öll smáatriðin!

Það eru öll fallegu smáatriðin, og auðvitað liturinn, sem gera þennan satín samfesting frá Hugo svo flottann – allt frá fallegu V-hálsmáli yfir í skemmtilega klauf á buxnarskálmunum.

Bleikur samfestingur frá Hugo fæst hjá Mathilda og kostar 49.990 …
Bleikur samfestingur frá Hugo fæst hjá Mathilda og kostar 49.990 kr. Ljósmynd/Mathilda.is

Partítaska!

Það getur verið flókið að finna góða partítösku. Hún þarf að vera nógu stór fyrir það allra nauðsynlegasta, en hún má samt ekki vera of stór því þá fer maður að taka með sér allskonar óþarfa dót og taskan verður óþægilega þung. Þessi er hins vegar fullkomin í partíið!

Veski fæst hjá Gina Tricot og kostar 5.595 kr.
Veski fæst hjá Gina Tricot og kostar 5.595 kr. Ljósmynd/Ginatricot.is

Fyrir þá sem eru í vorfíling!

Þetta er árshátíðarkjóllinn fyrir þá sem eru komnir í vorfíling! Undurfagrir litatónar og flott snið með sumarlegu yfirbragði einkenna kjólinn.

Kjóll fæst hjá Zara og kostar 7.995 kr.
Kjóll fæst hjá Zara og kostar 7.995 kr. Ljósmynd/Zara.com

Töffaralegar og fínar!

Það er lítið mál að dressa þessar flottu buxur upp fyrir árshátíðina. Þær eru í skemmtilegu sniði og úr fallegu efni sem passar við allt!

Buxur frá Herskind fást hjá Fou22 og kosta 29.900 kr.
Buxur frá Herskind fást hjá Fou22 og kosta 29.900 kr. Ljósmynd/Fou22.is

Punkturinn yfir i-ið!

Árshátíðin er svolítið eins og áramótin – því meira glimmer, því betra! Á þessu kvöldi er fullkomið að draga fram uppáhaldsglimmerið og setja á augnlokin, en þetta glimmer frá NYX má hins vegar líka nota á aðra hluta andlitsins og á líkamann!

Face & Body Glitter frá NYX fæst hjá Hagkaup og …
Face & Body Glitter frá NYX fæst hjá Hagkaup og kostar 1.695 kr. Ljósmynd/Hagkaup.is
mbl.is