10 hlutir sem þú vissir ekki að þú þyrftir í sumar

Garðurinn | 25. apríl 2024

10 hlutir sem þú vissir ekki að þú þyrftir í sumar

Íslenska sumarið er formlega hafið! Við erum byrjuð að sjá tveggja stafa hitatölur, sú gula er í kortunum og við getum farið að hlakka til þess að ferðast, stunda útivist og njóta alls þess besta sem landið okkar hefur upp á að bjóða.

10 hlutir sem þú vissir ekki að þú þyrftir í sumar

Garðurinn | 25. apríl 2024

Óskalisti vikunnar er sumarlegur!
Óskalisti vikunnar er sumarlegur! Samsett mynd

Íslenska sumarið er formlega hafið! Við erum byrjuð að sjá tveggja stafa hitatölur, sú gula er í kortunum og við getum farið að hlakka til þess að ferðast, stunda útivist og njóta alls þess besta sem landið okkar hefur upp á að bjóða.

Íslenska sumarið er formlega hafið! Við erum byrjuð að sjá tveggja stafa hitatölur, sú gula er í kortunum og við getum farið að hlakka til þess að ferðast, stunda útivist og njóta alls þess besta sem landið okkar hefur upp á að bjóða.

Núna er fullkominn tími til að laga aðeins til í garðinum, á pallinum eða svölunum og gera útisvæðið extra notalegt fyrir sumarið. Á óskalista vikunnar finnur þú því tíu hluti sem munu gleðja þig og þína í sumar!

Vökvaðu garðinn með stæl!

Það getur stungið í stúf að vera með ljóta garðslöngu í vel hirtum og fallegum garði. Þá kemur sér vel að geta splæst í lúxusgarðslöngu í fallegum lit sem mun ekki bara gera vinnuna í garðinum skemmtilegri heldur einnig fegra svæðið!

Falleg garðslanga frá Garden Glory fæst hjá RVK Living og …
Falleg garðslanga frá Garden Glory fæst hjá RVK Living og kostar 24.900 krónur. Ljósmynd/Rvkliving.is

Njóttu útiverunnar!

Ef það er eitthvað eitt sem mun nýtast okkur sem erum búsett á klakanum sérstaklega vel þá er það fallegur og góður hitalampi. Njóttu þess að geta setið langt fram eftir nóttu úti í garði, á pallinum eða svölunum með þessum stílhreina hitalampa frá IKOHS. 

Hitalampi með infrarauðum hitagjafa fæst hjá Pipar og salt og …
Hitalampi með infrarauðum hitagjafa fæst hjá Pipar og salt og kostar 128.000 krónur. Ljósmynd/Piparogsalt.is

Gæði og fegurð!

Hverjum hefði getað dottið það í hug að plöntuskæri gætu verið falleg? Danska hönnunarhúsið Audo Copenhagen gaf nýverið út samstarfslínu með spænska verkfæraframleiðandanum Pallarés  þar sem gæði og fegurð mætast. 

Plöntuskæri frá Audo Copenhagen fást hjá Epal og kosta 16.900 …
Plöntuskæri frá Audo Copenhagen fást hjá Epal og kosta 16.900 krónur. Ljósmynd/Epal.is

Notalegheit!

Auðveldasta leiðin til þess að skapa notalega stemningu með lítilli fyrirhöfn er líklegast að festa kaup á fallegu hengirúmi – það er eitthvað svo kósí við það!

Hengirúm fæst hjá Söstrene Grene og kostar 6.440 krónur.
Hengirúm fæst hjá Söstrene Grene og kostar 6.440 krónur. Ljósmynd/Sostrenegrene.is

Fyrir græna fingur!

Það þurfa allir að eiga fallega garðhanska til að nota í garðinum, en þessir ættu að falla vel í kramið hjá fagurkerum landsins.

Garðhanskar fást hjá Söstrene Grene og kosta 795 krónur.
Garðhanskar fást hjá Söstrene Grene og kosta 795 krónur. Ljósmynd/Sostrenegrene.is

Draumastóllinn!

Það þarf varla að útskýra hvers vegna þessi stóll er ofarlega á óskalista margra fagurkera – hönnunin segir allt sem segja þarf!

Stólar frá EcoFurn fást hjá Eftirtekt og kosta frá 36.500 …
Stólar frá EcoFurn fást hjá Eftirtekt og kosta frá 36.500 til 46.500 krónur. Ljósmynd/Folkinteriors.co.uk

Salat eða bolla?

Það er fátt betra en að borða góðan mat undir berum himni á fallegum sumardegi. Þá er gott að eiga góða salatskál eins og þessa, en hún er gerð úr akrýl plasti þó hún líti út fyrir að vera úr gleri. Skálin er létt og þolir mun meira en þessar hefðbundnu salatskálar sem flestir eiga upp í skáp. Svo er líka hægt að blanda í hana góðan sumardrykk eða jafnvel bollu!

Stór skál frá Sagaform fæst hjá Ramba Store og kostar …
Stór skál frá Sagaform fæst hjá Ramba Store og kostar 5.490 krónur. Ljósmynd/Sagaform.com

Settu punktinn yfir i-ið!

Ef þú vilt gera pallinn eða svalirnar extra kósí og flottar þá hittir þessi fallega motta beint í mark!

Útimotta fæst hjá Ilvu og kostar 49.900 krónur.
Útimotta fæst hjá Ilvu og kostar 49.900 krónur. Ljósmynd/Ilva.is

Smart og sniðugt!

Þetta flotta skilrúm frá IKEA er fullkomið til að stúka af ákveðin svæði og skapa notalega stemningu.

Skilrúm fæst hjá Ikea og kostar 14.950 krónur.
Skilrúm fæst hjá Ikea og kostar 14.950 krónur. Ljósmynd/Ikea.is

Stílhreint!

Það er ómissandi að vera með fallegar plöntur á útisvæðinu. Það er hins vegar enn betra ef þær eru í fallegum pottum!

Blómapottasett frá DBKD fæst hjá Dimm, en sett með tveimur …
Blómapottasett frá DBKD fæst hjá Dimm, en sett með tveimur pottum kostar 19.990 krónur. Ljósmynd/Dimm.is
mbl.is