Handáburðurinn sem setti TikTok á hliðina

Förðunartrix | 9. febrúar 2024

Handáburðurinn sem setti TikTok á hliðina

Samfélagsmiðillinn TikTok hefur tröllriðið öllu síðustu ár og haft gríðarleg áhrif á förðunarheiminn. Það mætti lýsa miðlinum sem sannkallaðri gullnámu til að uppgötva nýjar og spennandi vörur, en nýjasta TikTok-æðið er handáburður frá L'Occitane. 

Handáburðurinn sem setti TikTok á hliðina

Förðunartrix | 9. febrúar 2024

Hefur þú prófað vinsælasta handáburðinn á TikTok?
Hefur þú prófað vinsælasta handáburðinn á TikTok? Samsett mynd

Samfélagsmiðillinn TikTok hefur tröllriðið öllu síðustu ár og haft gríðarleg áhrif á förðunarheiminn. Það mætti lýsa miðlinum sem sannkallaðri gullnámu til að uppgötva nýjar og spennandi vörur, en nýjasta TikTok-æðið er handáburður frá L'Occitane. 

Samfélagsmiðillinn TikTok hefur tröllriðið öllu síðustu ár og haft gríðarleg áhrif á förðunarheiminn. Það mætti lýsa miðlinum sem sannkallaðri gullnámu til að uppgötva nýjar og spennandi vörur, en nýjasta TikTok-æðið er handáburður frá L'Occitane. 

Handáburðurinn sem um ræðir er Shea Butter-handáburðurinn, en hann er að gera allt vitlaust á miðlinum um þessar mundir. Handáburðurinn vakti fyrst athygli á miðlinum þegar TikTok-stjarnan Kenna McClellan var í leit að besta handáburðinum á markaðinum og bjó til myndbönd þar sem hún bar saman handáburði frá mismunandi merkjum. Hún vildi finna handáburð sem væri þykkur, lyktaði vel og mýkti hendurnar. 

@kennarwood

MOISTURIZER TEST! PSA for my girls with dry skin, this stuff makes my hands feel sooo much better especially now that it’s getting cold & I live in the very dry climate of Utah 😅

♬ original sound - Kenna McClellan

Hefur verið vinsælastur í mörg ár

Í dag hafa myndbönd um Shea Butter-handáburðinn fengið milljónir áhorfa á miðlinum, en það sem virðist heilla notendur er þykk áferð vörunnar. Eins og nafnið gefur til kynna inniheldur handáburðurinn svokallað shea smjör sem er þekkt fyrir að endurbyggja varnarlag húðarinnar og gera hana mýkri. 

Þó svo handáburðurinn sé að slá í gegn á TikTok núna er hann ekki nýr á markaðinn, en hann hefur verið vinsælasti handáburðurinn hjá L'Occitane í mörg ár. Árið 2022 þá seldist Shea Butter-handáburður á þriggja sekúndú fresti í heiminum, en nú hafa vinsældir hans þó náð nýjum hæðum þökk sé TikTok. 

mbl.is