Örlítið hressilegri svipur inn í nýja árstíð

Snyrtibuddan | 13. september 2023

Örlítið hressilegri svipur inn í nýja árstíð

Það haustar snemma í ár hjá franska tískuhúsinu Chanel. Í förðunarlínunni sem var að lenda hérlendis er að finna augnskugga í duftformi sem hægt er að leika sér með og búa til stóra og mikla skyggingu. En það er líka hægt að nota bara nokkur korn og setja á augnlokið til að fá örlítið hressilegri svip. Þá er betra að nota hefðbundinn förðunarbursta sem er sérstaklega ætlaður fyrir augnförðun. 

Örlítið hressilegri svipur inn í nýja árstíð

Snyrtibuddan | 13. september 2023

Samsett mynd

Það haustar snemma í ár hjá franska tískuhúsinu Chanel. Í förðunarlínunni sem var að lenda hérlendis er að finna augnskugga í duftformi sem hægt er að leika sér með og búa til stóra og mikla skyggingu. En það er líka hægt að nota bara nokkur korn og setja á augnlokið til að fá örlítið hressilegri svip. Þá er betra að nota hefðbundinn förðunarbursta sem er sérstaklega ætlaður fyrir augnförðun. 

Það haustar snemma í ár hjá franska tískuhúsinu Chanel. Í förðunarlínunni sem var að lenda hérlendis er að finna augnskugga í duftformi sem hægt er að leika sér með og búa til stóra og mikla skyggingu. En það er líka hægt að nota bara nokkur korn og setja á augnlokið til að fá örlítið hressilegri svip. Þá er betra að nota hefðbundinn förðunarbursta sem er sérstaklega ætlaður fyrir augnförðun. 

Dökk augu og litríkar varir. Má það? Auðvitað.
Dökk augu og litríkar varir. Má það? Auðvitað.

Förðun gegnir sama hlutverki og klæðnaður. Þegar búið er að setja farða á andlitið, örlítinn kinnalit, augnskugga, varalit og maskara þá breytir það um svip. Það sem er skemmtilegt í haustlínu Chanel er hvernig áhersla er bæði á augu og munn. Það er einhver hressileg tilbreyting við það. Augnskuggarnir koma í nokkrum litum. Ombre Premiére Libre kallast augnskuggalínan og eru litirnir flokkaðir með númerum. Liturinn 406 gefur til dæmis bronslitaða áferð sem er með appelsínugulum undirtóni. Þetta er ekta litur til að setja á augnlokið á venjulegum mánudegi.

Ombre Premiére Libre augnskuggarnir í línunni eru í duftformi sem …
Ombre Premiére Libre augnskuggarnir í línunni eru í duftformi sem auðvelt er að vinna með.

Litur 402 gefur brúngyllta áferð og gefur þar af leiðandi meiri svip. Svo er það 412 sem gefur plómulitaða áferð og fer sérlega vel við dökk augu og dökkt hár. Það fylgir sérstakur bursti með augnskuggunum og hægt er að bera þá á með honum. Ég myndi þó helst ekki gera það nema vera með annan hreinan augnskuggabursta með til þess að dusta hann til. Mér fannst miklu betra að setja örlítinn augnskugga á handarbakið og nota hefðbundinn augnaskuggapensil á. Það fer eftir andlitsfalli og smekk hvernig augnskugginn er borinn á.

Mér finnst koma best út að setja hann á augnlokið sjálft og dreifa úr honum í kantana þannig að línurnar verði ekki of skarpar. Það virkar vel á fyrirsætum að hafa augnskugga langt upp á augnbeinið og út á kinn – en kannski virkar það ekki eins vel í raunveruleikanum. Þegar augnskugginn er kominn á augnlokið kemur alltaf vel út að setja örlítinn vatnsheldan blýant inn í efri vatnslínuna. Svo er engin augnförðun fullkomnuð nema maskarinn sé kominn á augnhárin.

Douceur D'equinoxe sólarpúðrið gefur fallegan ljóma.
Douceur D'equinoxe sólarpúðrið gefur fallegan ljóma.

Varir með mjúkri línu

Í línunni er lögð áhersla á dökkar varir en til þess að það gangi upp að vera með dökkan augnskugga og dökkar varir þá þarf lína varanna að vera mjúk. Það er gert með því að setja varalitinn á varirnar og taka svo eyrnapinna eða eitthvert álíka apparat og þurrka varalitalínu þannig að hún verði óskýr. Rouge Coco Bloom varalitirnir eru léttir og alls ekki krefjandi. Litur 152 er tilvalinn fyrir þá einstaklinga sem vilja vera með örlítinn lit á vörunum en þó alls ekki of áberandi. Þær sem þrá dramatískara útlit myndu alla daga velja litinn 160 en hann er dökkplómulitaður.

Þetta er ekta litur fyrir þær sem elska svört föt og eru með svartan húmor. Svo er það þessi rauði sem er alltaf klassískur, en hann er númer 158.

Smá litur í kinnarnar!

Flaggskipið í haustlínunni er án efa sólarpúðrið sem er með hinu eftirsótta Chanel-merki. Best er að bera það á sig með kinnalitabursta og bera létt í kinnarnar og strjúka upp. Einnig er gott að klára úr burstanum með því að bursta létt meðfram hárlínunni og niður á háls. Þegar sólarpúðrið er komið á hárréttan stað er bara eitt eftir og það er að naglalakka sig. Það eru tveir áberandi og flottir litir í Le Vernis-línunni. Appelsínuguli liturinn er númer 163 og er ferlega smart og svo er það þessi brúni númer 165. Hann breytir heildarmyndinni á augabragði og passar vel við litapallettu haustsins þegar kemur að klæðnaði.

mbl.is