8 farðar fyrir allar þarfir

Förðunartrix | 20. maí 2023

8 farðar fyrir allar þarfir

Val á farða fyrir stóra daginn getur tekið tíma og miklar kröfur gerðar til formúlunnar, enda þarf farðinn að takast á við regnboga tilfinninganna. Hér eru sumir af bestu förðunum á markaðnum fyrir allar þarfir og lífsstíla til að einfalda leitina.

8 farðar fyrir allar þarfir

Förðunartrix | 20. maí 2023

Ljósmynd/Samsett

Val á farða fyrir stóra daginn getur tekið tíma og miklar kröfur gerðar til formúlunnar, enda þarf farðinn að takast á við regnboga tilfinninganna. Hér eru sumir af bestu förðunum á markaðnum fyrir allar þarfir og lífsstíla til að einfalda leitina.

Val á farða fyrir stóra daginn getur tekið tíma og miklar kröfur gerðar til formúlunnar, enda þarf farðinn að takast á við regnboga tilfinninganna. Hér eru sumir af bestu förðunum á markaðnum fyrir allar þarfir og lífsstíla til að einfalda leitina.

Ef þú vilt rakagefandi farða:

Yves Saint Laurent All Hours Foundation SPF 39 inniheldur rakagefandi hýalúrónsýru auk húðbætandi efna sem veita húðinni raka og mýkt samstundis og til lengri tíma. Farðinn er einstaklega léttur, veitir miðlungs til fulla þekju, endist í allt að 24 klukkustundir á húðinni og á að standast svita og tár. Áferðin sem farðinn veitir húðinni er sérlega falleg en lýsa má henni sem satínkenndri, þar sem þú færð það besta af ljómandi og mattandi eiginleikum. Hentar flestum húðgerðum.

Verð: 8.990 kr. 

Yves Saint Laurent All Hours Foundation SPF 39.
Yves Saint Laurent All Hours Foundation SPF 39.

Ef þú vilt langvarandi farða:

Lancôme Teint Idole Ultra Wear Foundation SPF 35 er líklega einn mest langvarandi farðinn á markaðnum í dag og óhætt er að segja að farðinn haggast ekki á húðinni. Formúlan er einstaklega þunn, nánast strokar út allar misfellur með miðlungs til fullri þekju, blandast fyrirhafnarlaust á húðinni og veitir húðinni náttúrulega matta ásýnd. Endist í allt að 24 klukkustundir á húðinni en þess má geta að æskilegt er að undirbúa húðina vel með rakagefandi húðvörum áður en langvarandi farði er borinn á.

Verð: 7.999 kr.

Lancôme Teint Idole Ultra Wear Foundation SPF 35.
Lancôme Teint Idole Ultra Wear Foundation SPF 35.

Ef þú vilt náttúrulegan farða:

Guerlain Terracotta Le Teint er farði þar sem 95% innihaldsefnanna eru af náttúrulegum uppruna og húðin fær heilbrigðan frískleika. Hér færðu það besta frá fljótandi farða og púðurfarða í formúlu sem er kremkennd snertingar en er sem flauel á húðinni, fislétt og fullkomnandi með miðlungsþekju. Terracotta Le Teint endist í allt að 24 klukkustundir á húðinni en þó farðinn sé langvarandi þá er hann þægilegur á húðinni og rakagefandi með innihaldsefnum á borð við arganolíu. Veitir ljómandi matta ásýnd en formúlan býr yfir „gemtone“-tækni sem er sjálfsaðlögunarhæfur ljómi og hjálpar farðanum að aðlagast þínum húðtóni.

Verð: 9.260 kr.

Guerlain Terracotta Le Teint.
Guerlain Terracotta Le Teint.

Ef þú vilt vegan farða:

ILIA True Skin Serum Foundation er silkikennd formúla þar sem farði og húðumhirða sameinast en formúlan inniheldur m.a. virkt allantóín og níasínamíð til að slétta og mýkja húðina. Farðinn bráðnar inn í húðina, veitir miðlungs þekju og húðin þín verður ljómandi, náttúruleg og heilbrigð ásýndar. Formúlan er vegan, „cruelty-free“ og ilmefnalaus.

Verð: 11.990 kr.

ILIA True Skin Serum Foundation.
ILIA True Skin Serum Foundation.

Ef þú vilt mattandi farða:

Shiseido Synchro Skin Self-Refreshing Foundation SPF 30 er þyngdarlaus farði með „ActiveForce™“-tækni sem vinnur með húðinni til að haldast ferskur á í allt að 24 klukkustundir svo olíu og svita er haldið í skefjum og andlitshreyfingar hafa ekki áhrif á áferðina. Formúlan veitir mjúka matta ásýnd með miðlungs þekju en leiðréttandi púðuragnir fullkomna yfirborðsáferð húðarinnar og tón. Formúlan er ilmefna- og olíulaus.

Verð: 7.990 kr.

Shiseido Synchro Skin Self-Refreshing Foundation SPF 30.
Shiseido Synchro Skin Self-Refreshing Foundation SPF 30.

Ef þú vilt nærandi farða:

Sensai Cellular Performance Cream Foundation SPF 20 er kremkenndur, þéttur og nærandi farði sem bæði veitir miðlungs til fulla þekju og inniheldur aðalefni Sensai; Koishimaru Silk EX. Að auki býr farðinn yfir húðbætandi efnum sem finna má innan Cellular Performance-línu Sensai til að vinna gegn ótímabærum öldrunarmerkjum. Að sjálfsögðu veitir farðinn svo húðinni silkikennda ásýnd sem endist vel yfir daginn.

Verð: 10.990 kr.

Sensai Cellular Performance Cream Foundation SPF 20.
Sensai Cellular Performance Cream Foundation SPF 20.

Ef þú vilt ljómandi farða:

Dior Forever Skin Glow Foundation SPF 20 er ljómandi og rakagefandi farði en grunnur farðans inniheldur 86% af rakagefandi plöntuefnum: þrenningarfjóla veitir raka, havaírós örvar endurnýjun húðfrumna og brunnkarsi og íris veita verndandi eiginleika. Þessi formúla sér því til þess að bæta húðina strax og til lengri tíma. Farðinn er auðveldur ásetningar, sléttir úr húðinni og veitir sérlega fallegan ljóma sem endist í allt að 24 klukkustundir á. Þess má geta að litarefni formúlunnar byggja á steinefnagrunni sem aðlagast náttúrulegum lit húðarinnar.

Verð: 10.699 kr.

Dior Forever Skin Glow Foundation SPF 20.
Dior Forever Skin Glow Foundation SPF 20.

Ef þú vilt lífrænan farða:

RMS Beauty UnCoverup Concealer er 3-í-1 förðunarvara sem nota má sem hyljara, litaleiðréttingu eða sem litað dagkrem. Þessi formúla byggir að mestu á lífrænum olíum, kakósmjöri, býflugnavaxi auk litarefna svo þú færð líklega ekki farða með náttúrulegri innihaldsefnum. UnCoverup Concealer veitir létta þekju sem hægt er að byggja upp í miðlungsþekju en til að láta formúluna endast betur á húðinni er tilvalið að púðra aðeins yfir.

Verð: 8.990 kr.

RMS Beauty UnCoverup Concealer.
RMS Beauty UnCoverup Concealer.
mbl.is