11 ráð til að bæta húðina fyrir stóra daginn

Snyrtipenninn | 28. júní 2023

11 ráð til að bæta húðina fyrir stóra daginn

Það þarf ekki að vera flókið að koma húðinni í sitt besta stand fyrir brúðkaupið. Einfaldar breytingar nægja. Hollt fæði, hófleg streita og einföld húðumhirða kemur þér langt í átt að því markmiði að húðin verði ljómandi og heilbrigð. 

11 ráð til að bæta húðina fyrir stóra daginn

Snyrtipenninn | 28. júní 2023

Getty Images/Unsplash

Það þarf ekki að vera flókið að koma húðinni í sitt besta stand fyrir brúðkaupið. Einfaldar breytingar nægja. Hollt fæði, hófleg streita og einföld húðumhirða kemur þér langt í átt að því markmiði að húðin verði ljómandi og heilbrigð. 

Það þarf ekki að vera flókið að koma húðinni í sitt besta stand fyrir brúðkaupið. Einfaldar breytingar nægja. Hollt fæði, hófleg streita og einföld húðumhirða kemur þér langt í átt að því markmiði að húðin verði ljómandi og heilbrigð. 

1. Grunnurinn að fallegri húð er lagður innanfrá. Við höfum öll séð húðina okkar ljóma þegar við borðum hollt. Tileinkaðu þér hreint fæði, auktu vatnsdrykkjuna og gættu þess að næra bæði líkama og sál – því streita sést sannarlega á húðinni. Ein glæsilegasta kona landsins sagði eitt sinn að chia-fræ væru hennar náttúrulega bótox og getur blaðamaður staðfest jákvæð áhrif þeirra á húðina. Það sakar því ekki að koma chia-fræjum að í morgunmatnum.

Skin Regimen Enzymatic Powder, 9.370 kr.
Skin Regimen Enzymatic Powder, 9.370 kr.

2. Farðu í húðgreiningu Ef þú ert ekki viss um það hvers konar húð þú ert með, pantaðu þá tíma hjá snyrtifræðingi til að komast að því. Það auðveldar þér að velja réttar húðvörur, þú veist betur hvað húðin þín þarf og sparar þannig peninga í leiðinni. Ef þú ert með einhvers konar húðvandamál er réttast að hitta húðlækni og fá viðeigandi aðstoð til að takast á við það og setja upp meðferðaráætlun.

3. Fjarlægðu dauðar húðfrumur reglulega Einu sinni til tvisvar í viku skaltu nota sýrur eða ensím til að leysa upp dauðar húðfrumur af yfirborði húðarinnar svo húðin verði áferðarfallegri og ljómi. Það er óhætt að segja að Dr. Dennis Gross sé einna þekktastur fyrir sýruskífur sínar en þær koma í þremur mismunandi styrkleikum sem henta bæði viðkvæmum húðgerðum og þeim sem þola meira. Ef húðin þín þolir almennt ekki sýrur getur verið tilvalið að prófa ensím frekar en það vinnur meira á yfirborðinu og fer ekki jafndjúpt og sýrurnar. Prófaðu Enzymatic Powder frá Skin Regimen en þetta er frábær vara sem hentar flestum húðgerðum.

Dr. Dennis Gross Alpha Beta Universal Daily Peel, 3.920 kr. …
Dr. Dennis Gross Alpha Beta Universal Daily Peel, 3.920 kr. (5 stk.)

4. Bættu rakavatni í húðrútínuna Rakavatn er gjarnan vanmetin húðvara en í þurra loftinu hér á landi þá eru allar gerðir af raka boðnar velkomnar. Kvölds og morgna, eftir húðhreinsun, er tilvalið að setja aðeins af rakavatni í lófana og þrýsta létt inn í húðina. Bæði fær húðin aukaskammt af raka en hún verður einnig betur búin undir þær húðvörur sem á eftir fylgja. Prófaðu Botanical Kinetics Hydrating Treatment Lotion rakavatnið frá Aveda. Það er sérlega rakagefandi, í því eru næringarríkir þörungar og húðin verður mýkri strax eftir fyrstu notkun.

Aveda Botanical Kinetics Treatment Lotion, 4.200 kr.
Aveda Botanical Kinetics Treatment Lotion, 4.200 kr.

5. Notaðu serum til að færa húðina upp á næsta stig Sumir eiga fjölmörg serum en aðrir vita ekki almennilega hvað serum er. Serum er einfaldlega öflug blanda innihaldsefna sem ætlað er að mæta þörfum húðar þinnar. Best er að nota það á undan andlitskremi til að fá aukna virkni. Vinsælt er að nota serum með til dæmis C-vítamíni eða hýalúrónsýru en svo geturðu prófað alhliða serum á borð við Double Serum frá Clarins sem uppfyllir allar þarfir húðarinnar. Þessi tvöfalda formúla byggist á 21 plöntukjarna sem veitir húðinni raka, næringu, vernd og endurnýjun svo húðin verður ljómandi og þéttari auk þess sem fínar línur og hrukkur verða minna áberandi.

Clarins Double Serum, 20.599 kr
Clarins Double Serum, 20.599 kr

6. Ekki ofgera húðinni með sterkum efnum Eftir að öflug efni á borð við retínól urðu mun aðgengilegri hafa margir farið offari í notkun þeirra og ætlað sér að fá sléttari húð á korteri með þeim afleiðingum að húðin getur orðið þurr og viðkvæm. Það tekur talsverðan tíma að venja húðina við svo sterk efni og hér gildir að sígandi lukka er best. Ef þú hefur takmarkaða þolinmæði, en vilt þó öfluga meðferð gegn ótímabærum öldrunarmerkjum, er tilvalið að prófa bakuchiol í stað retínóls. Bakuchiol er gjarnan sagt vera náttúrulegur staðgengill retínóls en er þó mun mildara efni og dregur úr sýnileika fínna lína og hrukkna. Prófaðu Bakuchiol Retinol Alternative Serum frá Herbivore Botanicals en þessi fjólublái vökvi er 100% náttúruleg meðferð til að bæta áferð húðarinnar, draga úr fínum línum og hrukkum og auka raka.

Herbivore Botanicals Bakuchiol Retinol Alternative Serum, 12.990 kr.
Herbivore Botanicals Bakuchiol Retinol Alternative Serum, 12.990 kr.
Guerlain Abeille Royale Double R Renew & Repair Eye Serum, …
Guerlain Abeille Royale Double R Renew & Repair Eye Serum, 20.999 kr.

7. Hugaðu að augnsvæðinu Það sem er í gangi í lífinu virðist oft koma fyrst fram á augnsvæðinu. Stundum dugar einfaldlega að nota rakakrem eða augnkrem til að halda viðkvæmri húð augnsvæðisins í góðu ástandi en ef þú þarft aðeins meiri aðstoð, svo augnsvæðið virki eins og þú hafir stjórn á tilfinningum þínum og sért úthvíld, þá er tilvalið að prófa augnserum. Prófaðu Abeille Royale Double R Renew & Repair Eye Serum frá Guerlain en þessi tvöfalda formúla endurmótar augnsvæðið; gerir það bjartara ásýndar, dregur úr baugum og þrota, sléttir úr fínum línum og hrukkum og lætur augnhárin meira að segja virka þéttari.

Clinqiue Mineral Sunscreen For Face, 5.699 kr.
Clinqiue Mineral Sunscreen For Face, 5.699 kr.

8. Sólarvörnin er besti vinur húðar þinnar Kannski ertu orðin þreytt á því að vera minnt stöðugt á sólarvörn í öllum greinum en hér kemur enn ein áminningin. Sólarvörn er ein besta forvörnin gegn ótímabærri öldrun húðarinnar og veitir húðinni að auki svigrúm til viðgerðar án þess að þurfa stöðugt að berjast við útfjólubláa geisla. Notaðu að minnsta kosti SPF 30 og helst SPF 50 fyrir andlitið. Sértu með viðkvæma húð er oft mælt með sólarvörn sem byggist á steinefnum. Prófaðu Mineral Sunscreen For Face frá Clinique en þessi létta og ilmefnalausa sólarvörn hentar flestum húðgerðum.

Sisley Paris Velvet Sleeping Mask, 20.940 kr.
Sisley Paris Velvet Sleeping Mask, 20.940 kr.

9. Ekki vera í tilraunastarfsemi fyrir brúðkaupsdaginn Um fjórum til sex vikum fyrir brúðkaupsdaginn skaltu ekki prófa þig áfram með nýjar húðvörur því það gæti reynst dýrkeypt ef húðin þín þolir þær illa. Haltu þig við þær vörur sem þú veist að hjálpa húð þinni og einblíndu á að halda rútínu þegar kemur að húðumhirðu. Sömuleiðis er gott að fara tímanlega í prufuförðun til að sjá hvort förðunarfræðingurinn ætli að nota á þig eitthvað sem húðin þín þolir ekki, ef þú ætlar ekki að nota snyrtivörur sem þú þekkir til.

10. Raki, raki, raki Viku fyrir brúðkaupsdaginn skaltu sleppa öllum ertandi efnum og einblína á að nota rakagefandi og nærandi húðvörur, enda geturðu oft látið fínar línur grynnka með því að veita húðinni öfluga rakagjöf. Daginn fyrir brúðkaupið skaltu nota rakagefandi andlitsmaska, helst næturmaska, svo þú vaknir með eins rakafyllta húð og mögulegt er. Prófaðu Velvet Sleeping Mask frá Sisley Paris en þessi endurnærandi og róandi andlitsmaski hjálpar húðinni að endurheimta styrk sinn, sefar ertingu og eykur vellíðan.

Sensai Body Firming Emulsion,12.400 kr.
Sensai Body Firming Emulsion,12.400 kr.

11. Hugaðu að allri húðinni Þó flestir einblíni á andlitið þegar kemur að húðumhirðu er mikilvægt að bera húðvörurnar einnig á háls og bringu. Ef kjóllinn þinn er ermalaus eða önnur svæði líkamans eru ber, þá er gott að bera nærandi líkamskrem eða olíur á líkamann eftir sturtu svo húðin ljómi alls staðar á brúðkaupsdaginn.

mbl.is