Náði loksins tökum á rósroðanum

Snyrtipenninn | 16. ágúst 2020

Náði loksins tökum á rósroðanum

Upphaflegur tilgangur heimsóknar minnar á Húðlæknastöðinni var að taka viðtal við Jennu Huld Eysteinsdóttur, húðlækni, um nýjar húðvörur sem voru að koma í sölu hjá þeim. Ekki vissi ég að á þessum tímapunkti myndi opnast fyrir mér nýr heimur af lausnum fyrir mig, með húð sem aldrei hefur látið af stjórn. 

Náði loksins tökum á rósroðanum

Snyrtipenninn | 16. ágúst 2020

Redness Neutralizer frá SkinCeuticals er andlitskrem sem sérstaklega var þróað …
Redness Neutralizer frá SkinCeuticals er andlitskrem sem sérstaklega var þróað fyrir viðkvæma húð og þá sem fá roða í húðina.

Upphaflegur tilgangur heimsóknar minnar á Húðlæknastöðinni var að taka viðtal við Jennu Huld Eysteinsdóttur, húðlækni, um nýjar húðvörur sem voru að koma í sölu hjá þeim. Ekki vissi ég að á þessum tímapunkti myndi opnast fyrir mér nýr heimur af lausnum fyrir mig, með húð sem aldrei hefur látið af stjórn. 

Upphaflegur tilgangur heimsóknar minnar á Húðlæknastöðinni var að taka viðtal við Jennu Huld Eysteinsdóttur, húðlækni, um nýjar húðvörur sem voru að koma í sölu hjá þeim. Ekki vissi ég að á þessum tímapunkti myndi opnast fyrir mér nýr heimur af lausnum fyrir mig, með húð sem aldrei hefur látið af stjórn. 

Húðin mín hefur alltaf verið mjög viðkvæm og á síðari árum hefur rósroðinn ágerst. Það þarf ekki meira til en kaffibolla eða rauðvínsglas til að húðin byrji að hitna og roðna. Svitaholur og gróf áferð húðarinnar virðist einnig verða meira áberandi með aldrinum. Nú hef ég skrifað um snyrti- og húðvörur í átta ár og hef því prófað flest allt undir sólinni, en aldrei komst húðin í langþráð jafnvægi. Eftir að hafa kynnst húðlæknunum á Húðlæknastöðinni fann ég fyrir létti, mér leið eins og það væri hægt að ná stjórn á húðinni. Núna fimm mánuðum eftir yfirhalningu á húðumhirðunni finnst mér ég vera komin með nægilega reynslu til að vera fullviss um hvað virkaði fyrir mig og vonandi hjálpa þessar vörur og meðferðir öðrum „viðkvæmum blómum“.

„Þú virðist vera með blöndu af öllum húðgerðum“

Fyrsta skrefið í meðferðinni við rósroðanum var að prófa sýklalyf og lyfseðilsskylda rósroðakremið Soolantra. Hvorugt fór vel í mig svo fátt annað var í stöðunni en að setja upp sértæka, milda og einfalda húðumhirðurútínu til að fylgja og róa húðina niður. Ég var svo heppin að sérfræðingur frá SkinCeuticals var að koma til landsins og ég fékk tækifæri til að hitta hann og fá nákvæma greiningu á því hvað húðin mín þyrfti en til þess var sérstakt greiningartæki notað. Eftir greininguna horfði sérfræðingurinn á mig og sagði að ég væri í raun með blöndu af öllum húðgerðum. Það væri mikið af fitukirtlum á T-svæðinu en samt væri ég með yfirborðsþurrk, viðkvæmni og svo rósroða í bland við það. Sérfræðingurinn setti saman húðrútínu fyrir mig og treysti ég ráðleggingum hans vel þar sem SkinCeuticals er með klínískar rannsóknir á bak við staðhæfingar sínar.  

Engin ilmefni og ekkert alkóhól

Fyrsta skrefið í að ná tökum á húðinni var að hætta notkun á vörum sem innihéldu ilmefni og alkóhól, en ég hef fundið í gegnum tíðina að húðin mín þolir illa slík efni. Sömuleiðis þolir húðin illa fitu á borð við kókosolíu svo ég losaði mig við vörur sem innihéldu eitthvað tengt blessuðu kókoshnetunni. Kvölds og morgna hreinsaði ég húðina með Simply Clean Gel-andlitshreinsinn frá SkinCeuticals en ef ég var með farða á húðinni hreinsaði ég hana tvisvar sinnum. Þessi formúla er án parabena-, súlfat-, alkóhól-, ilm- og litarefni.  

SkinCeuticals Simply Clean Gel Cleanser, 4.710 kr. Fæst hjá Húðlæknastöðinni.
SkinCeuticals Simply Clean Gel Cleanser, 4.710 kr. Fæst hjá Húðlæknastöðinni.

Næst bar ég á húðina eitt af bestu andlitskremum sem ég hef notað en það er Redness Neutralizer frá SkinCeuticals. Þetta andlitskrem er sérstaklega þróað fyrir viðkvæma húð og þá sem glíma við rósroða en það styrkir ysta lag húðarinnar, dregur úr ertingu og hefur verndandi áhrif. Kremið er frekar þykkt, að mínu mati, svo ég set tvær pumpur af því í lófann, þynni það með nokkrum vatnsdropum og ber það yfir húðina. Þetta krem er mjög nærandi og ég sannarlega finn fyrir því að það róar húðina. Það er olíulaust en inniheldur þó Shea-smjör. Almennt er Shea-smjör ekki talið stífla húðina en það gerir það þó hjá sumum svo það er vert að taka þetta fram. Þessi formúla er án ilm- og litarefna, parabena, sílikona og alkóhóls. 

SkinCeuticals Redness Neutralizer, 13.728 kr. Fæst hjá Húðlæknastöðinni.
SkinCeuticals Redness Neutralizer, 13.728 kr. Fæst hjá Húðlæknastöðinni.

Annað andlitskrem sem hefur hentað húð minni mjög vel er Moisture Surge 72-Hour Auto-Replenishing Hydrator frá Clinique en þetta létta olíulausa rakagel hefur kælandi áhrif á húðina, inniheldur aloe vera og eykur rakastig húðarinnar um allt að 152%. Þetta er einnig eitt af fáum andlitskremum sem hefur ekki stíflað húðina mína svo eflaust hentar það einnig vel þeim sem eru gjarnir á að fá fílapensla eða bólur. Þess má geta að Moisture Surge-línan frá Clinique hefur í heild sinni hentað húð minni vel svo ég mæli hiklaust með henni. Þessi formúla er án ilmefna og parabena. 

Clinique Moisture Surge 72-Hour Auto-Replenishing Hydrator, 4.020 kr. (Beautybox.is)
Clinique Moisture Surge 72-Hour Auto-Replenishing Hydrator, 4.020 kr. (Beautybox.is)

Að lokum bar ég á húðina sólarvörn með SPF 50 þegar um morgunrútínu var að ræða. Mineral Radiance UV Defence SPF 50 frá SkinCeuticals er klárlega ein besta sólarvörnin sem ég hef prófað fyrir andlit. Hún notar eingöngu sólarvörn unna úr steinefnum, í þessu tilfelli titanium dioxide, en ég kýs slíkar sólarvarnir fram yfir þær kemísku. Formúlan er þunnfljótandi og með lit svo bæði fæ ég vörn, finn ekki mikið fyrir henni á húðinni og húðliturinn virkar jafnari. Eftir að ég fór að temja mér þann sið að bera á mig sólarvörn alla morgna þá virtist húðin byrja að gera við sig. Sólarvörnin gaf húðinni pásu fá stöðugri geislun og áferð húðarinnar fór að lagast og litamisfellur minnkuðu. Þessi sólarvörn er án ilmefna, parabena og er vatnsþolin.

SkinCeuticals Mineral Radiance Defense SPF 50, 6.688 kr. Fæst hjá …
SkinCeuticals Mineral Radiance Defense SPF 50, 6.688 kr. Fæst hjá Húðlæknastöðinni.

Serumið sem virkaði strax

Fylgifiskur rósroða er gjarnan gróf áferð á húðinni og áberandi svitaholur. Hinsvegar er ekki hlaupið að því að nota sýrur eða retinól á viðkvæma húð. Sérfræðingur SkinCeuticals vildi því að ég myndi nota húðdropa sem nefnast Discoloration Defense frá SkinCeuticals. Þessi formúla er til þess fallin að lýsa upp litamisfellur og gera húðina bjartari ásýndar. 

Discoloration Defense-serumið inniheldur:

  • 5% níasín (B3-vítamín)
  • 5% HEPES (næsta kynslóð efna gegn litamisfellum)
  • 3% tranexamic-sýru
  • 1% kojic-sýru
SkinCeuticals Discoloration Defense. Fæst hjá Húðlæknastöðinni.
SkinCeuticals Discoloration Defense. Fæst hjá Húðlæknastöðinni.

Eftir fjóra daga tók ég eftir mjög léttri húðflögnun en það sem mér fannst magnað var að sjá hvernig áferð húðarinnar breyttist. Ásýnd svitahola minnkaði og húðin virtist sléttari. Með reglulegri notkun hef ég svo einnig séð litamisfellur dofna en ég man að ég hugsaði með mér, að þetta væri eitt áhrifaríkasta serum sem ég hef prófað. Það er sjaldan sem maður tekur eftir árangri á nokkrum dögum. Þessi formúla er án ilmefna, parabena og sílikona.

Spennt fyrir framhaldinu

Núna er ég komin á mun betri stað, hvað húðina mína varðar. Vissulega er þetta langvinnt verkefni en ég hef allavega loksins fundið vörur sem mér finnst virka vel fyrir mína húð. Ég er ánægð með vörurnar frá SkinCeuticals, eins og greinilega má sjá á skrifum mínum, en auðvitað er það þannig með öll merki að sumar vörur virka fyrir mann og aðrar ekki. Af þeim átta vörum sem ég hef prófað frá merkinu virkuðu fjórar þeirra mjög vel fyrir mig. Það telst mjög gott, þar sem húðinni minni líkar illa við flest, en ekki eru allar vörur SkinCeuticals lausar við ilmefni og alkóhól (þó flestar séu það) svo slíkar vörur hef ég ekki geta notað. Ég er spennt að prófa fleiri vörur og mun eflaust fjárfesta einn daginn í hinum goðsagnarkenndu C-vítamín-dropum frá þeim. 

Aquagold-meðferðin umbreytti húðinni

Á Húðlæknastöðinni eru einnig framkvæmdar lýtahúðlækningar en það eru meðferðir með mjög öflugri virkni en þó ekki eins róttækar og skurðaðgerðir. Fyrir mánuði síðan prófaði ég húðmeðferð í þeim flokki sem nefnist Aquagold og hafði ég ekki hugmynd að hægt væri að umbreyta húðinni algjörlega með einu skipti. Blöndu af virkum efnum á borð við hýalúrónsýru og toxíni er komið ofan í húðina með sérstökum „stimpli“ en framan á honum eru örfínar nálar húðaðar 24-karata gulli. Gullið er ekki eins ertandi og aðrir málmar en nálarnar eru 0,6mm að lengd og ná því að leðurhúðinni. Örnálarnar sjálfar örva kollagen nýmyndun og með þeirra hjálp er hægt að koma virkum efnum á þann stað í húðina þar sem þau hafa hvað mest áhrif.

Ég var vissulega rauð eftir meðferðina en það jafnaði sig á nokkrum klukkustundum en árangurinn var slíkur að ég gat ekki hætt að horfa í spegil. Húðin varð svo slétt, þrýstin og áferðarfalleg og ég hafði ekki séð hana svona síðan ég var á þrítugsaldri. Það mætti segja að árangurinn hafi verið eins og að Instagram-filter hafi verið settur yfir andlitið mitt en hann hvarf ekki í raunveruleikanum.

Þrátt fyrir að vera með ofurviðkvæma húð þoldist þessi meðferð mjög vel og er þarna kominn nýr valmöguleiki fyrir fólk með viðkvæma húð og/eða rósroða til að vinna gegn ásýnd þroskamerkja á húðinni. Ég hvet lesendur eindregið til þess að kynna sér Aquagold-meðferðina nánar því árangurinn fer ekki á milli mála og endist í um þrjá mánuði. 


mbl.is