Snyrtipenninn

25 Bestu snyrtivörur ársins 2018      

27.12. Blaðamenn Smartlands fá að kynnast megninu af því sem kemur á íslenskan snyrtimarkað á hverju ári og hafa þeir því tekið saman þær 25 snyrti-, húð- og hárvörur sem þóttu, að þeirra mati, skara fram úr á árinu sem er að líða. Þessum lista er ætlað að hjálpa neytendum að finna frábærar snyrtivörur sem eru hverrar krónu virði. Meira »

Snyrtipinnarnir elska þessar jólagjafir

21.12. Það getur verið höfuðverkur að finna gjöf fyrir snyrtipinnann í lífi sínu en að hugsa út fyrir kassann getur komið manni langt. Meira »

Svona finnurðu rétta andlitsmaskann

17.12. Þegar ég stend ráðalaus fyrir framan spegilinn er oft lítið annað í stöðunni en að maka á mig andlitsmaska og vona það besta. Útkoman er yfirleitt sléttari, þéttari og ljómameiri húð en ávinningurinn getur einnig falist í andlegri vellíðan. Meira »

Eldrauð útgáfa frá Chanel

7.11. Í ár mun ég láta hefðbundið jólaskraut eiga sig og líklega mun ég leyfa manninum mínum að hvíla sig það kvöld sem ég ætlaði að senda hann út í skóg að höggva niður jólatré. Meira »

Kraftmeiri herrailmur í haust

5.11. Á haustin færum við okkur gjarnan yfir í dekkri liti og sterkari ilmvötn. Þessar árstíðarbreytingar eru sérlega áberandi í ár þegar kemur að herrailmvötnum en kraftmeiri og þéttari útgáfur af vinsælum herrailmvötnum ráða för á markaðnum nú. Meira »

10 fullkomin haustilmvötn

23.10. Þegar daginn tekur að styttast og kólna fer sækjumst við ósjálfrátt í kraftmeiri og kryddaðri ilmvötn. Af nægu er að taka en þó eru það nokkur ilmvötn sem standa upp úr þessa dagana og eru fullkomin fyrir haustið og veturinn. Meira »

Hvaða andlitshreinsir hentar þér?

17.10. Hrein húð er lykillinn að fallegri húð en það er mikilvægt að ofgera ekki húðinni og gæta þess að hún sé í jafnvægi. Ofhreinsun húðarinnar getur skapað vandamál allt frá þurrki yfir í of mikla olíuframleiðslu því húðin fer að reyna að skapa alla þá húðfitu sem búið er að taka af henni. Meira »

Þetta er alveg skothelt eftir ræktina

15.10. Nýlega tók ég upp þann sið að mæta í ræktina þótt það fari eftir dögum hvort ég taki æfingu á hlaupabrettinu eða í heita pottinum. Ferill minn í líkamsrækt er jafnskrautlegur og á stefnumótamarkaðnum en líklega finnst mér skemmtilegra að velja hvað eigi að vera í íþróttatöskunni heldur en að svitna. Meira »

Snyrtiveskið fyrir skólann

6.10. Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni hefur alltaf lagt metnað í að farða sig fallega. Hér eys hún úr viskubrunni sínum.   Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

21.9. Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Chanel fullkomnar möttu áferðina

9.9. Gabrielle Chanel sagði eitt sinn að fegurðin kæmi fram um leið og við ákvæðum að vera við sjálf og hvetur Chanel okkur til að skapa okkar eigið auðkenni með haustlínu þeirra í ár sem nefnist Apotheosis, Le Mat de Chanel. Eins og nafnið gefur til kynna er línan öll mött en með nýjum formúlum skapar Chanel þó rakagefandi mattar áferðir sem næra húðina í stað þess að maska hana. Meira »

Innblástur frá einni konu til annarrar

6.9. Fyrsta ilmvatn Calvin Klein í þrettán ár ber heitið Women og er jafnframt það fyrsta undir stjórn Raf Simons sem listræns stjórnanda tískuhússins. Meira »

Sólkysst útlit fram eftir hausti

16.8. Þegar við héldum að sumarið væri að líða undir lok kemur Chanel með allt sem við þurfum til að viðhalda sólkysstu útlitinu fram eftir hausti. Éclat Et Transparence De Chanel er förðunarlína sem Lucia Pica hannaði og endurspeglar sýn hennar á þá fegurð sem gegnsæ lög af lit veita andlitinu og sameinast sólkysstri húðinni. Meira »

Þetta þarftu eftir nótt í tjaldi

3.8. Óheppileg staða kom upp í lífi mínu um daginn þegar vonbiðill stakk upp á því að við færum í útilegu um helgina. Sem einhleyp kona á fertugsaldri kann ég að hafa ýkt ágæti mitt við þennan herramann og hugsanlega talið honum trú um að ég væri mikil útivistarmanneskja og fjallageit. Meira »

Ertu að borða varalitinn?

2.8. Veltirðu því fyrir þér hvað varð um varalitinn sem þú settir á í morgun og ert búin að setja hann á þig 8 sinnum síðan þá? Konur innbyrða að jafnaði tvö til fjögur kíló af varalit yfir ævina og þá er nú betra að tryggja að varaliturinn haldist á sínum stað. Hér fyrir neðan eru góð ráð til þess að tryggja betri endingu varalitarins og hvaða vörur eru sniðugar til að nota. Meira »

10 ferskustu sumarilmvötnin

21.5. Sama hvernig viðrar getur ferskur sumarilmur fært okkur sól og hita innra með okkur. Í ár streyma á markaðinn virkilega flott ilmvötn fyrir vor og sumar svo við tókum saman þau 10 ilmvötn sem okkur þykja passa vel við hækkandi hitastig, vonandi. Meira »

Ætlaður konum sem þekkja styrkleika sína

7.5. Þú getur gleymt látlausri skandinavískri hönnun þegar kemur að ítölsku tískuhúsunum og ég var minnt á það þegar djúpblá og gyllt flaskan stóð á borðinu fyrir framan mig en hönnun hennar vísar í gríska goðafræði og tekst það vel. Svo vel reyndar að ég er þegar farin að ímynda mér sjálfa mig í hvítum vafningi hér að skrifa, borðandi vínber sem myndarlegur maður heldur fyrir ofan mig með blómakrans á höfðinu. Meira »

Snyrtipenninn mælir með...

27.4. Lilja Ósk Sigurðardóttir, snyrtipenni Smartlands, hefur tekið saman lista yfir þær snyrtivörur sem henni finnst skora hæst í apríl. Hún segir nauðsynlegt að vinna vel í húðinni og setja á sig örlitla brúnku til að mæta sumrinu á frísklegri hátt. Meira »

Snyrtipenninn mælir með þessu í mars

18.3. Lilja Ósk Sigurðardóttir, snyrtipenni Smartlands, tók saman lista yfir áhugaverðar og öðruvísi snyritvörur sem hún mælir með í mars. Meira »

Augnkremin sem bjarga þér daginn eftir

26.2. Sefur barnið ekki? Nýi elskhuginn heldur fyrir þér vöku? Þynnka? Kæling, raki og ljómi eru lykilorðin til að hressa upp á augnsvæðið og hér eru nokkur af þeim augnkremum sem eiga það sameiginlegt að hressa nær samstundis upp á útlitið. Meira »

Stærsta palletta Chanel til þessa

31.1. „Þegar ég loka augunum og hugsa um Napólí eru þetta litirnir sem ég sé,“ sagði Lucia Pica um vorlínu Chanel í ár en hún sótti innblástur til Napólí við listræna sköpun og hönnun förðunarlínunnar. Þar var hún komin aftur á æskuslóðir. Meira »

Hvernig brúnkuvara hentar þér?

25.1. Nú er tíminn þar sem margir grípa í brúnkuvörur til að hressa upp á útlitið með misjöfnum árangri. Ógrynni af brúnkuvörum eru til á markaðnum og er þetta sem frumskógur fyrir óreynda leikmenn eins og mig. Því ákvað ég að taka saman helstu gerðir af brúnkuvörum til að einfalda leitina að hinni fullkomnu brúnkuvöru til að framkalla sólkyssta útlitið yfir vetrarmánuðina. Meira »

Sjö ráð til að feika ferskleikann

16.1.2018 Ertu búin að liggja í flensu, horfa á Netflix fram eftir nóttu eða einfaldlega buguð í skammdeginu? Vissulega er sniðugt að drekka meira vatn, koma sér í ræktina og fara snemma að sofa en stundum þurfum við að framkalla ferskleikann á augabragði og hér eru nokkur ráð og vörur sem hjálpa þér á ögurstundu. Meira »

Flottust jólagjafirnar fyrir snyrtipinnana

16.12.2017 Gefðu eftirminnilega og nothæfa jólagjöf í ár en sjaldan hefur verið jafn mikið úrval af vönduðum snyrtivörum á íslenskum markaði. Hér er samankomið brot af því besta. Meira »

Förðun sem gefst ekki upp

1.12.2017 „Þó andlega hliðin sé kannski korteri frá uppgjöf í þessu brjálæði er ágætt að vita að förðunarvörurnar gefast ekki upp. Ég ákvað því að kíkja til Berglindar Stellu Benediktsdóttur, förðunarfræðings Urban Decay, og hún sýndi mér hvernig hægt er að framkalla skothelda förðun með sérlega langvarandi förðunarvörum,“ segir Lilja Ósk Meira »

Dýrasti farði á Íslandi prófaður

6.11.2017 „Hann inniheldur demantapúður og vanilla planifolia-vatn og er dýrasti farðinn á íslenskum snyrtivörumarkaði en farðinn kostar 18.199 krónur. Með honum fylgir þó farðabursti sem réttlætir eitthvað af verðmiðanum en virkar þessi dýrasti farði Íslands betur en aðrir sem kosta helmingi minna?“ Meira »

Leyndarmál flugfreyjunnar

31.10.2017 „Það virðist vera ráðgáta í hugum margra hvernig flugfreyjum tekst að koma ferskar út úr álrörinu eftir margra tíma flug, með bros á vör, hárið vel greitt og förðunin virðist óhreyfð. Persónulega hef ég reynt að vera þessi týpa en samt tekist að vakna með koddafar við lendingu, stundum sleftaum út á kinn og hárið eins og eftir villta nótt þó ég hafi setið á sama staðnum allan tímann.“ Meira »

Bestu snyrtivörurnar úr haustlínunum

12.10.2017 „Haustin eru eins og árshátíð snyrtibransans, við fáum flugeldasýningu af nýjungum og haustlínurnar eru ávallt veglegar og innihalda gjarnan nothæfari vörur en vor- og sumarlínurnar því litirnir eru jarðbundnari.“ Meira »

Heitustu haustilmvötnin í ár

4.10.2017 „Þegar rökkva tekur með haustinu færist gjarnan yfir okkur löngun í hlýrri og dýpri ilmvötn. Það er ávallt spennandi á sjá haustilmvötnin koma á markað og þetta eru þau ilmvötn sem standa upp úr í ár,“ segir Lilja Ósk Sigurðardóttir. Meira »

Lilja prófar ódýrasta farðann á Íslandi

27.9.2017 Snyrtipenninn, Lilja Ósk Sigurðardóttir, gerði tilraun og fann ódýrasta farðann á markaðnum og prófaði hann. Hvað haldið þið að hafi gerst? Meira »