Svona hressirðu upp á augnsvæðið

Augnsvæðið getur sagt mikið til um lífsstíl og svefnvenjur.
Augnsvæðið getur sagt mikið til um lífsstíl og svefnvenjur. Skjáskot/Instagram

Augun eru spegill sálarinnar en húðin í kringum þau segir gjarnan til um það hvort við fáum nægilegan svefn, borðum næringarríkan mat eða hvort við þurfum á syndaaflausn að halda. Þegar nóg er að gera getur það reynst vel að grípa í öflugar húðvörur sem halda augnsvæðinu í sínu besta formi. Ef það dugar ekki til er kominn tími á snyrtivörurnar sem láta líta út fyrir að þú fáir nægilegan svefn. 

Augnkrem

Fyrsta skrefið í að huga að húðinni í kringum augum er augnkrem. Þegar þú berð á þig augnkremið skaltu ekki smyrja því út um allt heldur notaðu baugfingur til að þrýsta því létt inn í húðina undir augunum. Prófaðu BrightEyes-augnkremið frá GlamGlow en formúlan inniheldur m.a. koffín sem örvar húðina, rakagefandi hýalúrónsýru og peptíð sem minnka ásýnd fínna lína í kringum augun. BrightEyes-augnkremið býr einnig yfir ljómaögnum sem birta yfir augnsvæðinu. 

GlamGlow BrightEyes Illuminating Anti-Fatigue Eye Cream, 7.434 kr.
GlamGlow BrightEyes Illuminating Anti-Fatigue Eye Cream, 7.434 kr.

Augnmaski

Þegar mikið liggur við er gott að eiga kælandi augnmaska sem dregur úr þrota og bólgum við augun ásamt því að veita húðinni aukinn raka. Le Lift Flash Eye Revitalizer frá Chanel er tveggja skrefa ferli sem samstundis kælir augnsvæðið og eykur ljóma þess. Fyrst rúllarðu öflugri serumformúlunni undir augun og leggur svo gelskífurnar yfir. Formúlan er sérlega virk og dregur sjáanlega úr þrota, baugum og fínum línum.

Chanel Le Lift Flash Eye Revitalizer, 21.799 kr. (10 skífupör)
Chanel Le Lift Flash Eye Revitalizer, 21.799 kr. (10 skífupör)

Advanced Génifique Light Pearl Eye Mask frá Lancôme er einnig góður kostur en kælandi gelgríman nær undir og yfir augun. Formúlan hefur róandi áhrif, dregur úr þrota, fínum línum og gerir augnsvæðið sléttara. 

Lancôme Génifique Light Pearl Hydrogel Melting Eye Mask, 1.712 kr. …
Lancôme Génifique Light Pearl Hydrogel Melting Eye Mask, 1.712 kr. (1 stk.)

Litaleiðrétting

Förðunardrottningin Bobbi Brown sá til þess að allar konur vissu um litaleiðréttingu undir augnsvæðinu áður en hyljari var var settur yfir baugana. Með því að nota formúlu með bleikum tón hlutleysirðu blámann í baugunum og bleiki tónninn gerir augnsvæðið einnig bjartara ásýndar. Creamy Corrector frá Bobbi Brown er fullþekjandi og langvarandi formúla sem hylur bauga og þreytumerki sérlega vel. 

Bobbi Brown Creamy Corrector, 5.480 kr.
Bobbi Brown Creamy Corrector, 5.480 kr.

Augnskuggagrunnur

Fyrir augnförðun er oft gott að nota augnskuggagrunn svo augnförðunin haldist betur. Prófaðu Eyeshadow Primer Potion Anti-Aging frá Urban Decay en þessi formúla heldur ekki bara augnförðuninni á sínum stað. Hún fyllir upp í fínar línur, dregur úr roða og litamisfellum og veitir húðinni náttúrulegan ljóma. Þennan augnskuggagrunn má einnig nota undir augun á undan hyljara. 

Urban Decay Eyeshadow Primer Potion Anti-Aging, 4.399 kr.
Urban Decay Eyeshadow Primer Potion Anti-Aging, 4.399 kr.

Hyljari fyrir augnsvæðið

Leynivopn margra, til að líta aðeins betur út, er eflaust hyljari. Ef þú velur of þurran hyljara eru þó líkur á að hann ýti undir allt sem þú ert að reyna að hylja. Þegar kemur að hyljara fyrir augnsvæðið er mikilvægt að kremkennd og mjúk formúla verði fyrir valinu sem helst þó á sínum stað.

Ef þú vilt mikla þekju og langvarandi formúlu er Studio Skin Flawless 24 Hour Concealer frá Smashbox mjög góður kostur. Formúlan inniheldur einnig koffín og rakagefandi hýalúrónsýru sem eru góð innihaldsefni fyrir augnsvæðið.

Smashbox Studio Skin 24HR Concealer, 4.630 kr.
Smashbox Studio Skin 24HR Concealer, 4.630 kr.

Fyrir miðlungsþekju er Synchro Skin Correcting GelStick Concealer frá Shiseido tilvalinn. Formúlan byggir á þremur gerðum af geli sem vernda húðina, mýkja og sjá til þess að hann renni ekki í línur.

Shiseido Synchro Skin Correcting Gel Stick Concealer, 5.499 kr.
Shiseido Synchro Skin Correcting Gel Stick Concealer, 5.499 kr.

Highlighting Concealer frá Sensai er þægilegur í notkun og hentar vel til daglegrar notkunar. Formúlan veitir eykur raka í húðinni og veitir létta þekju.

Sensai Highlighting Concealer, 4.900 kr.
Sensai Highlighting Concealer, 4.900 kr.


 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »