Taktu ferskleikann með inn í haustið

Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen er yfirleitt sólkysst og frískleg að sjá.
Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen er yfirleitt sólkysst og frískleg að sjá.

Þegar hausta tekur er ágætt að eiga nokkrar vörur sem hjálpa til við að halda frísklega sumarútlitinu við. 

Sólkysst með nýjum brúnkuvörum

Nýverið komu á markað nýjar brúnkuvörur frá Nip+Fab. Af nægu er að taka en Faux Tan Bronzing Oil fangaði athygli blaðamanns en þetta er nærandi húðolía sem veitir húðinni fallegan lit. Formúlan inniheldur m.a. argan- og avókadó-olíu, húðbætandi B3-vítamín og rakagefandi glýserín.

Nip+Fab Faux Tan Bronzing Oil.
Nip+Fab Faux Tan Bronzing Oil.

Hin vinsæla Faux Tan Express Mousse frá Nip+Fab kemur núna í litnum Ultra Dark. Froðan inniheldur Aloe Vera, sem gefur góðan raka og róar húðina, ásamt glýkólsýru en hún fjarlægir dauðar húðfrumur og jafnar þannig brúnkuna. Best er að bera brúnkufroðuna á húðina í löngum strokum með hanska og skola hana svo af með volgu vatni eftir um eina til þrjár klukkustundir. 

Brúnkuvörurnar frá Nip+Fab hafa notið mikilla vinsælda síðastliðið ár og …
Brúnkuvörurnar frá Nip+Fab hafa notið mikilla vinsælda síðastliðið ár og eru á hagstæðu verði. Nú eru komnar spennandi nýjungar frá merkinu.

Ilmur af sumri

Óhætt er að segja að Light Blue-ilmurinn frá Dolce & Gabbana minni marga á gleði sumarsins. Nú eru komin líkamssprey fyrir dömur og herra innan Light Blue-fjölskyldunnar og nú hægt að baða sig í sítrus- og viðarkennda ferskleikanum. Það er einnig óhætt fyrir dömurnar að spreyja ilminum í hárið og skapa þannig skemmtilegan ilmslóða. 

Dolce & Gabbana Light Blue Body & Hair Spray fyrir …
Dolce & Gabbana Light Blue Body & Hair Spray fyrir dömur og Light Blue Body Spray fyrir herra.

Glossaðar og mjúkar varir

Hinkrum aðeins með matta varalitinn, það er ekki komið haust strax. Glossuð áferð á vörunum minnir á léttleika sumarsins en fátt gerir varirnar jafn þokkafullar og Lip Maximizer frá Dior. Formúlan veitir vörunum langvarandi raka og gerir þær strax fyllri ásýndar. 

Dior Lip Glow og Dior Lip Maximizer eru báðar frábærar …
Dior Lip Glow og Dior Lip Maximizer eru báðar frábærar vörur til að fá mýkri og fyllri varir.

Náttúrulegar og þykkari augabrúnir 

Toppaðu ferskleikann í haust með fallega mótuðum og náttúrulegum augabrúnum. Mad Eyes Brow Framer frá Guerlain er eitt mest spennandi augabrúnagel sem sést hefur síðustu árin, ekki síst vegna burstans sem er sérlega nýstárlegur. Hann greiðir vel í gegnum augabrúnirnar og skapar ásýnd fleiri hára. Augabrúnargelið sjálft inniheldur trefjar sem gefa brúnunum náttúrulega fyllingu ásamt því að móta þær. Formúlan inniheldur býflugnavax og bómullar-extrakt sem örvar hárvöxt með hverri notkun, líkt og serum. Mad Eyes Brow Framer er fáanlegt í þremur litum: Blonde, Brown og Brunette.

Guerlain Mad Eyes Brow Tamer er sérstakt augabrúnagel og spilar …
Guerlain Mad Eyes Brow Tamer er sérstakt augabrúnagel og spilar burstinn stórt hlutverk.
Mad Eyes Brow Tamer frá Guerlain er hluti af Mad …
Mad Eyes Brow Tamer frá Guerlain er hluti af Mad Eyes-línu merkisins sem inniheldur einnig maskara, augnskuggastifti og augnlínufarða.


Litur og ljómi

Að sjálfsögðu þarf samspil af sólarpúðri, ljóma og kinnalit til að skapa sólkyssta útlitið og þar kemur Stay Naked Threesome frá Urban Decay sterkt til leiks. Þetta er hentug snyrtivara og er púðrið mjúkt og auðvelt í ásetningu. Formúlan endist í allt að fjórtán klukkustundir á andlitinu og er ilmefnalaus og vegan. 

Urban Decay Stay Naked Threesome er blanda af sólarpúðri, ljóma …
Urban Decay Stay Naked Threesome er blanda af sólarpúðri, ljóma og kinnalit. 

mbl.is