Efnið sem endurlífgar húðina

Húðvörur með C-vítamíni hafa aldrei verið vinsælli en hefur C-vítamín …
Húðvörur með C-vítamíni hafa aldrei verið vinsælli en hefur C-vítamín sannaða virki á bak við sig. Skjáskot/Instagram

Er húðliturinn ójafn? Er áferð húðarinnar gróf og fínar línur áberandi? Finnst þér húðin almennt líflaus? Þá er líklegt að húðvörur með C-vítamíni kunni að henta þér til að bæta ástandið.

Hvað er C-vítamín?

C-vítamín er öflugt andoxunarefni sem hlutleysir skaðleg sindurefni en dæmi um slík efni eru til dæmis mengun og geislar af völdum sólar eða jafnvel af tölvu- og símaskjám. Sindurefnin eyðileggja lifandi húðfrumur og koma áhrif þessarar eyðileggingar fram í öldrunarmerkjum húðarinnar. Andoxunarefni, á borð við C-vítamín, koma þá sterk inn til að vernda húðfrumurnar og hægja á þróun öldrunarmerkja. C-vítamín er það innihaldsefni í húðvörum sem hefur hvað flestar rannsóknir á bak við sig sem sannar virkni þess svo það kemur fáum á óvart að þetta er eitt eftirsóttasta innihaldsefnið í húðvörum í dag.

Hvað gerir C-vítamín fyrir húðina?

Með því að verja húðfrumurnar gegn eyðileggingu af völdum sindurefna þá hægir á þróun öldrunarmerkja á húðinni. C-vítamín hefur einnig reynst græðandi því það örvar húðina til að byrja að gera við sjálfa sig með því að örva framleiðslu hennar á kollageni og elastíni. Eiginleikar C-vítamíns eru ekki þar með upptaldir því það getur hindrað framleiðslu húðarinnar á melaníni, sem skapar dökka bletti á húðinni. Þannig byrja litamisfellur að lýsast upp með reglulegri notkun á húðvöru með C-vítamíni og dökkir blettir myndast síður á húðinni til að byrja með.

Húðvaran sem breytti leiknum

Bandaríski húðlæknirinn dr. Sheldon Pinnel var frumkvöðull á sviði rannsókna á andoxunaráhrifum C-vítamíns á húðina en húðvörur SkinCeuticals byggja á vísindarannsóknum hans. Árið 2005 komu á markað C E Ferulic-droparnir frá SkinCeuticals og er óhætt að segja að droparnir hafi verið upphafið á notkun C-vítamíns í húðvörum. Formúlan er einkaleyfisvarin en þar koma saman 15% C-vítamín í bland við 1% E-vítamín og 0.5% ferúlik-sýru. Síðarnefndu andoxunarefnin, E-vítamín og ferúlik-sýra, styðja enn frekar við virkni C-vítamíns á húðina. Það sem gerir C E Ferulic-dropana einstaka er sýrustig formúlunnar sem hámarkar virkni hennar. Fæst hjá Húðlæknastöðinni eða í vefverslun Húðlæknastöðvarinnar. 

SkinCeuticals C E Ferulic, 24.406 kr. Fæst hjá Húðlæknastöðinni eða …
SkinCeuticals C E Ferulic, 24.406 kr. Fæst hjá Húðlæknastöðinni eða í vefverslun Húðlæknastöðvarinnar á vefslóðinni hudlaeknastodin.is.

Hugaðu að umbúðunum

Þar sem ljós og súrefni brjóta niður C-vítamín og draga þannig úr virkni þess er það góð regla að kaupa slíkar formúlur í loftþéttum umbúðum þar sem ljósi er haldið frá. Leitaðu að formúlum sem koma með pumpu eða pípettu og í umbúðum sem halda frá sólarljósi, til dæmis dökku gleri eða þar sem umbúðirnar eru þaktar dökkri filmu.

Húðmeðferðir með C-vítamíni

Áhrifaríkasta leiðin til að hámarka virkni C-vítamíns er að nota serum-formúlur sem fá að liggja á húðinni yfir dag eða nótt. Þó margar húðmeðferðir séu hannaðar til að nota að kvöldi til er það ekki raunin með C-vítamínformúlur þar sem þær hjálpa til við að hlutleysa skaðsemi sólargeisla. Því er tilvalið að nota húðvörur með C-vítamíni einnig á morgnana. Til að ná fram tilætluðum árangri er ágætt að miða við að styrkleiki C-vítamíns í húðvörunni sé á bilinu 5-20%, en ef húðin þín er viðkvæm skaltu byrja á vægum styrkleika og sjá hvernig varan þolist. Eftir húðhreinsun berðu á þig húðmeðferð með C-vítamíni og þar á eftir kemur rakakrem og sólarvörn, ef um morgun er að ræða. Sem fyrr segir eru það C E Ferulic-droparnir frá SkinCeuticals sem hafa rutt brautina í þessum efnum en undanfarið hafa komið á markað áhugaverðar og öflugar formúlur sem byggja á C-vítamíni.

Nýjasta C-vítamín formúlan á markaðnum er Vitamin C 2 Phase Serum frá Pestle & Mortar en formúlan inniheldur 3 gerðir af C-vítamíni í samtals 16% styrkleika. Umbúðirnar eru tvískiptar því öðru megin er formúla byggð á vatnsgrunni og hinu megin er formúla byggð á nærandi olíugrunni. Þegar þú pumpar seruminu upp blandast formúlurnar saman. Þetta er eftirtektarverð húðvara sem er án allra óæskilegra aukaefna og full af húðbætandi innihaldsefnum.

Pestle & Mortar Vitamin C 2 Phase Serum, 15.990 kr. …
Pestle & Mortar Vitamin C 2 Phase Serum, 15.990 kr. (Verslunin Nola)

15.0 Vit C Booster frá Skin Regimen sem býr yfir C-vítamíni í 15% styrkleika. C-vítamínið kemur í duftformi sem blandað er við formúluna við fyrstu notkun. Þannig er ferskleiki formúlunnar tryggður. Eitt af auðkennum húðvara Skin Regimen er hinn svokallaði „Longevity Complex“ en húðvörurnar eru auðgaðar náttúrulegum húðbætandi innihaldsefnum á borð við lífrænt spínat, Maqui-ber og blálitku.

Skin Regimen 15.0 Vit C Booster, 16.130 kr. (SkinRegimen.is)
Skin Regimen 15.0 Vit C Booster, 16.130 kr. (SkinRegimen.is)

Visionnaire Skin Solutions Vitamin C Correcting Concentrate frá Lancôme inniheldur 15% C-vítamín ásamt rakagefandi hýalúrónsýru til að gera húðina þéttari ásýndar. Til að tryggja ferskleika formúlunna koma tvenn glös í pakkanum og þú byrjar á öðru og opnar hitt þegar hið fyrra klárast. 

Lancôme Visionnaire Skin Solutions Vitamin C Serum, 10.999 kr.
Lancôme Visionnaire Skin Solutions Vitamin C Serum, 10.999 kr.

Vitamin C Ceramide Capsules frá Elizabeth Arden er góður kostur en þar sem serumið kemur í hylkjaformi helst C-vítamínið ferskara lengur og inniheldur þessi formúla einnig seramíð sem styrkja húðina enn frekar.

Elizabeth Arden Vitamin C Ceramide Capsules, 6.299 kr.
Elizabeth Arden Vitamin C Ceramide Capsules, 6.299 kr.

Vitamin C-húðvörulínan frá Nip+Fab er á sérlega góðu verði og hafa C-vítamín skífurnar verið vinsælar. Þú strýkur þeim yfir andlit og háls kvölds og morgna eftir hreinsun og áður en þú berð á þig andlitskrem. Formúlan veitir húðinni aukna orku og ljóma. 

Nip+Fab Vitamin C Brightening Pads, 2.190 kr.
Nip+Fab Vitamin C Brightening Pads, 2.190 kr.

Fleiri leiðir til að bæta C-vítamíni í lífið

Fyrir utan notkun á húðmeðferð með C-vítamíni geturðu gefið húðinni auka skot af andoxunarvirkni með því að nota fleiri húð- og förðunarvörur sem innihalda C-vítamín. Prófaðu að nota augnkrem með C-vítamíni til að draga úr dökkum baugum og fínum línum. Force-C Eye Mask & Daily Care frá Helenu Rubinstein inniheldur 10% C-vítamín og styrkir húðina á augnsvæðinu. Þessa formúlu má bæði nota sem augnkrem eða augnmaska tvisvar í viku.

Helena Rubinstein Force-C Eye Mask & Daily Care, 9.999 kr.
Helena Rubinstein Force-C Eye Mask & Daily Care, 9.999 kr.

Til að undirbúa húðina fyrir farða er Photo Finish Vitamin Glow Primer frá Smashbox frábær formúla sem inniheldur C-, B- og E-vítamín. Þessi einstaki farðagrunnur endurlífgar húðina, gerir hana bjartari, rakameiri og ljómandi.

Smashbox Photo Finish Vitamin Glow Primer, 6.449 kr.
Smashbox Photo Finish Vitamin Glow Primer, 6.449 kr.

Að lokum er tilvalið að nota Lightful C + Coral Grass Tinted Cream SPF 30 frá MAC en þetta litaða dagkrem kemur í nokkrum litatónum og jafnar húðlitinn með léttri þekju. Húðin verður jafnari, roði og ásýnd svitahola minnkar ásamt því að húðin fær aukinn raka og ljóma.

MAC Lightful C + Coral Grass Tinted Cream SPF 30, …
MAC Lightful C + Coral Grass Tinted Cream SPF 30, 6.990 kr.

Vertu með á Instagram:

@Snyrtipenninn

mbl.is