Keypti fyrstu lituðu eyeliner-pallettuna 21 árs

Snyrtibuddan | 3. mars 2024

Keypti fyrstu lituðu eyeliner-pallettuna 21 árs

Svanhildi Ósk Halldórsdóttur förðunarfræðingi finnst gaman að fara út fyrir kassann í förðun og leika sér með liti. Hún segist hafa byrjað að mála sig seint, en áhuginn kviknaði fyrir alvöru þegar hún keypti fyrstu lituðu eyeliner-pallettuna 21 árs.

Keypti fyrstu lituðu eyeliner-pallettuna 21 árs

Snyrtibuddan | 3. mars 2024

Svanhildur Ósk Halldórsdóttir Svanhildi Ósk Halldórs- dóttur finnst skemmtilegt að …
Svanhildur Ósk Halldórsdóttir Svanhildi Ósk Halldórs- dóttur finnst skemmtilegt að nota augnblýanta í mörgum litum. Árni Sæberg

Svanhildi Ósk Halldórsdóttur förðunarfræðingi finnst gaman að fara út fyrir kassann í förðun og leika sér með liti. Hún segist hafa byrjað að mála sig seint, en áhuginn kviknaði fyrir alvöru þegar hún keypti fyrstu lituðu eyeliner-pallettuna 21 árs.

Svanhildi Ósk Halldórsdóttur förðunarfræðingi finnst gaman að fara út fyrir kassann í förðun og leika sér með liti. Hún segist hafa byrjað að mála sig seint, en áhuginn kviknaði fyrir alvöru þegar hún keypti fyrstu lituðu eyeliner-pallettuna 21 árs.

Svanhildur ákvað að læra förðunarfræði til þess að læra meira, bæta við sig nýjum aðferðum og ekki síst langaði hana að starfa við fagið.

„Námið var mjög skemmtilegt, ég lærði margt nýtt og vildi óska þess að það hefði verið lengra en átta vikur,“ segir hún.

Hvers konar förðun finnst þér skemmtilegast að gera?

„Mér finnst langskemmtilegast að gera editoral-farðanir og draggfarðarnir. Að gera eitthvað sem er utan við kassann. Mér finnst voða skemmtilegt að leika mér með liti.“

Hvað finnst þér vera í tísku núna þegar kemur að förðun?

„Kaldir litir eru að koma sterkir inn núna, silfurlitaðir og bláir augnskuggar.“

Er eitthvað að detta úr tísku?

„Mér finnst í rauninni fátt detta úr tísku þegar kemur að förðun, um að gera að prófa sig áfram í bæði nýjum og gömlum aðferðum.“

Svanhildur Ósk Halldórsdóttir
Svanhildur Ósk Halldórsdóttir Árni Sæberg

Hvernig hugsar þú um húðina?

„Ég þríf húðina öll kvöld og síðan létt á morgnana. Tek farðann af með Camomile balm frá Body Shop og þríf hana vel með Foaming Cleanser frá CeraVe. Svo nota ég glycolic acid toner frá The Ordinary og rakakremið frá Kiehl’s. Á morgnana skola ég andlitið og þurrka, ber á mig sólarvörn og svo rakakrem.“

Vinsælustu sápurnar, alls konar áburður og skemmtilegheit fengust í Body …
Vinsælustu sápurnar, alls konar áburður og skemmtilegheit fengust í Body Shop. Svanhildur er ein af þeim sem treysta á ndlitshreinsi frá merkinu.
Stór brúsi merktur CeraVe er möst á öll baðherbergi. Svanhildur …
Stór brúsi merktur CeraVe er möst á öll baðherbergi. Svanhildur notar hreinsifroðu frá merkinu.

Hvernig málar þú þig dags daglega?

„Í hversdagsförðun nota ég alltaf CC-kremið frá It Cosmetics, það hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér í nokkur ár. Það veitir góða þekju og hefur svo fallega áferð. Svo nota ég Shape Tape-hyljarann og skyggingarstiftið frá Tarte Cosmetics. Ég nota kinnalitapallettuna frá Plouise og skyggi aðeins yfir með Nyx bronzer. Translucent-púðrið frá Huda Beauty er ómissandi, ég set það undir augu og á t-svæðið. Ég er oftast með augnháralengingar en þegar ég er án þeirra gríp ég alltaf í Telescopic-maskarann frá L'Oréal.“

Áður en Svanhildur fer út í hversdaginn finnst henni gott …
Áður en Svanhildur fer út í hversdaginn finnst henni gott að vera búin að bera á sig CC-kremið frá It Cosmetics.
Hyljarinn sem Svanhildur treystir á er frá bandaríska snyrtivörumerkinu Tarte.
Hyljarinn sem Svanhildur treystir á er frá bandaríska snyrtivörumerkinu Tarte.
Það er gott að grípa í Telescopic maskarann frá L'Oréal. …
Það er gott að grípa í Telescopic maskarann frá L'Oréal. Svanhildur gerir það þegar hún er ekki með augnháralengingar.
Bronzerinn frá NYX er í snyrtibuddu Svanhildar.
Bronzerinn frá NYX er í snyrtibuddu Svanhildar.


En þegar þú ferð eitthvert fínt?

„Þegar ég mála mig fínt hef ég verið að nota Nars Light Reflecting Foundation. Annars nota ég sömu vörur og í hversdagsförðuninni en ég gef mér meiri tíma þegar kemur að augunum. Mér finnst svo skemmtilegt að prófa mig áfram í grafískum eyeliner og því litríkara, því betra.“

Svanhildur notar farða frá Nars þegar hún ákveður að bregða …
Svanhildur notar farða frá Nars þegar hún ákveður að bregða undir sig betri fætinum og lyftir sér upp.

Áttu uppáhaldssnyrtivöru?

„Já, eyeliner-arnir frá Glisten Cosmetics eru í miklu uppáhaldi. Þeir eru þægilegir í notkun og auðvelt að vinna með þá.“

Hressandi eyelinerar frá Glisten Cosmetics.
Hressandi eyelinerar frá Glisten Cosmetics.

Hvaða þrjár vörur eru ómissandi í snyrtibudduna?

„Ég myndi klárlega segja púðrið frá Huda Beauty, augabrúnagel og fix+ spreyið frá Mac.“

Púðrið frá Huda Beauty er ómissandi að sögn Svanhildar.
Púðrið frá Huda Beauty er ómissandi að sögn Svanhildar.

Hvaða mistök gera konur oft þegar þær mála sig?

„Það er ekkert sérstakt sem mér dettur í hug þegar kemur að mistökum sem fólk gerir, nema að ég hef tekið eftir að sumar blanda farðanum ekki nógu vel saman við skyggingu og kinnalitinn.“

Hvaða snyrtivara er á óskalistanum?

„Mig langar að prófa nýja bronzerinn frá Chilli In June.“

Á óskalistanum er skyggingarlitur frá íslenska skvísumerkinu Chilli in June.
Á óskalistanum er skyggingarlitur frá íslenska skvísumerkinu Chilli in June.
mbl.is