10 hlutir sem koma þér í gírinn fyrir vorið

Heimili | 29. febrúar 2024

10 hlutir sem koma þér í gírinn fyrir vorið

Göturnar á höfuðborgarsvæðinu eru að verða auðar þar sem mesti snjórinn er farinn og það er sól í kortunum – það er ekki svo galið að upplifa smá vorfiðring þótt það sé bara febrúar. 

10 hlutir sem koma þér í gírinn fyrir vorið

Heimili | 29. febrúar 2024

Óskalisti vikunnar er í vorfíling!
Óskalisti vikunnar er í vorfíling! Samsett mynd

Göturnar á höfuðborgarsvæðinu eru að verða auðar þar sem mesti snjórinn er farinn og það er sól í kortunum – það er ekki svo galið að upplifa smá vorfiðring þótt það sé bara febrúar. 

Göturnar á höfuðborgarsvæðinu eru að verða auðar þar sem mesti snjórinn er farinn og það er sól í kortunum – það er ekki svo galið að upplifa smá vorfiðring þótt það sé bara febrúar. 

Á óskalista vikunnar finnur þú tíu hluti sem munu hjálpa þér að komast í rétta gírinn fyrir vorið, því eins og svo oft áður má búast við því að veturinn breytist í vor á einni nóttu og um leið gleymum við hve kaldur og dimmur veturinn var. Það má því alveg fara að undirbúa sig!

Vorskyrtan!

Það verður að vera að minnsta kosti ein góð gallaskyrta í öllum fataskápum í vor. Þessi fallega skyrta er eftir hönnuðinn Halldóru Sif og hittir beint í mark, en hún passar líka vel inn í kúrekatískuna sem hefur verið að gera allt vitlaust um allan heim. 

Gallaskyrta fæst hjá Sif Benedicta og kostar 48.327 kr.
Gallaskyrta fæst hjá Sif Benedicta og kostar 48.327 kr. Ljósmynd/Sifbenedicta.com

Mikilvæg skipting!

Það er tilhlökkunarefni hjá mörgum að uppfæra fataskápinn í takt við hækkandi hitatölur. Það eru ákveðin tímamót þegar derhúfan er tekin upp og hlýja ullarhúfan tekin niður, en það er þó mikilvægt að geyma hana ekkert allt of langt í burtu – við búum ennþá á Íslandi þó það sé sól!

Derhúfa frá Opéra Sport fæst í Húrra og kostar 10.990 …
Derhúfa frá Opéra Sport fæst í Húrra og kostar 10.990 kr. Ljósmynd/Hurrareykjavik.is

Fullkominn í sundlaugina!

Það er eitthvað ótrúlega notalegt við að skella sér í sund á vorin og leyfa sólinni að skína á kroppinn í hlýju vatninu. Flottur sundbolur gerir upplifunina enn betri! Þessi sundbolur er í geggjuðu sniði og með fallegum smáatriðum – svo er liturinn líka trylltur!

Sundbolur frá Underprodection fæst hjá Fou22 og kostar 16.900 kr.
Sundbolur frá Underprodection fæst hjá Fou22 og kostar 16.900 kr. Ljósmynd/Fou22.is

Trylltir draumahælar!

Um mánaðarmótin febrúar/mars fer að verða þreytt að henda sér í sömu kuldaskónna í þúsundasta skipti í röð. Góðu fréttirnar eru samt að það styttist óðum í hlýrri daga og þegar þeir koma er um að gera að nýta þá til fulls og skella sér í tryllta hæla!

Hælaskór frá Billi Bi fást hjá GS Skóm og kosta …
Hælaskór frá Billi Bi fást hjá GS Skóm og kosta 35.995 kr. Ljósmynd/Ntc.is

Fyrir heimilið!

Heimilið má líka fá uppfærslu fyrir vorið – til dæmis með þessari fallegu blómamynd eftir íslensku hönnunar- og prentstofuna Brotið blað. 

Prentverk eftir hönnunar- og prentstofuna Brotið blað fæst í Mikado …
Prentverk eftir hönnunar- og prentstofuna Brotið blað fæst í Mikado og kostar 6.990 kr. Ljósmynd/Mikado.store

Barbí-bleikur og ómótstæðilegur!

Þessi jakki er fullkominn fyrir vorið – hann er hvorki of sumarlegur né vetrarlegur en hentar þó allan ársins hring. Er hægt að biðja um eitthvað meira?

Kápa frá Jakke fæst hjá Hildi Yeoman og kostar 64.900 …
Kápa frá Jakke fæst hjá Hildi Yeoman og kostar 64.900 kr. Ljósmynd/Hilduryeoman.com

Silkimjúkur vorfílingur!

Það er vorfílingur í þessum dásamlega líkamsskrúbb frá Keihl's, en hann gerir húðina silkimjúka en er samt sem áður mildur og hentar því öllum húðgerðum – líka viðkvæmri húð!

Gently Exfoliating Body Scrub frá Kiehl's fæst í Hagkaup og …
Gently Exfoliating Body Scrub frá Kiehl's fæst í Hagkaup og kostar 6.999 kr. Ljósmynd/Hagkaup.is

Blómadýrð!

Þessi guðdómlegi kjóll frá Stine Goya tikkar í svo mörg box – sniðið er flott, blómamynstrið er fallegt, litirnir tóna vel saman og svo er hann opinn í bakið sem setur án efa punktinn yfir i-ið!

Kjóll frá Stine Goya fæst hjá Andrá og kostar 45.900 …
Kjóll frá Stine Goya fæst hjá Andrá og kostar 45.900 kr. Ljósmynd/Andrareykjavik.com

Töffaralegar og þægilegar!

Þú veist að það er komið vor þegar hún dregur ljósu buxurnar fram í auknu mæli, en þessar cargo-buxur eru bæði töffaralegar og þægilegar og því fullkomnar fyrir vorið!

Buxur frá Oval Square fást í Gallerí 17 og kosta …
Buxur frá Oval Square fást í Gallerí 17 og kosta 24.995 kr. Ljósmynd/Ntc.is
mbl.is