Mött húð gengur í endurnýjun lífdaga á TikTok

Förðunartrix | 16. júní 2023

Mött húð gengur í endurnýjun lífdaga á TikTok

Ljómandi húð hefur átt miklu fylgi að fagna um talsvert langt skeið. Nú hefur framáfólk í snyrtiheiminum hins vegar heillast af nýrri áferð. Um er að ræða ákveðna gerð af mattri húð sem kölluð hefur verið  „cloud skin“. Þar er, eins og geta má, verið að vísa í áferð sem líkist léttum og dúnkenndum skýjum sem fljóta um á himninum. Þó hugtakið hafi fyrst komið fram árið 2021 eru það notendur TikTok sem hafa endurvakið þessa förðunartísku þar sem heilbrigð, hálfmött húð er í forgrunni.

Mött húð gengur í endurnýjun lífdaga á TikTok

Förðunartrix | 16. júní 2023

Ljómandi húð hefur átt miklu fylgi að fagna um talsvert langt skeið. Nú hefur framáfólk í snyrtiheiminum hins vegar heillast af nýrri áferð. Um er að ræða ákveðna gerð af mattri húð sem kölluð hefur verið  „cloud skin“. Þar er, eins og geta má, verið að vísa í áferð sem líkist léttum og dúnkenndum skýjum sem fljóta um á himninum. Þó hugtakið hafi fyrst komið fram árið 2021 eru það notendur TikTok sem hafa endurvakið þessa förðunartísku þar sem heilbrigð, hálfmött húð er í forgrunni.

Ljómandi húð hefur átt miklu fylgi að fagna um talsvert langt skeið. Nú hefur framáfólk í snyrtiheiminum hins vegar heillast af nýrri áferð. Um er að ræða ákveðna gerð af mattri húð sem kölluð hefur verið  „cloud skin“. Þar er, eins og geta má, verið að vísa í áferð sem líkist léttum og dúnkenndum skýjum sem fljóta um á himninum. Þó hugtakið hafi fyrst komið fram árið 2021 eru það notendur TikTok sem hafa endurvakið þessa förðunartísku þar sem heilbrigð, hálfmött húð er í forgrunni.

Þó ljómandi húð sé alltaf falleg þá er kominn tími til að viðurkenna að sumir hafa gengið svo langt í notkun á ljómavörum að erfitt var orðið að greina hvort viðkomandi hafði verið að nota ljómandi förðunarvörur eða hefði löðursvitnað við aðrar athafnir. Það var því sem ferskur blær í snyrtiheiminum þegar notendur TikTok endurlífguðu hugtak Dominic Skinner, alþjóðlegs yfirförðunarfræðings M.A.C., frá árinu 2021 um „cloud skin“ eða hálfmatta förðun. Það er ekki endilega nýtt af nálinni að nota laust púður til að draga úr glansandi áferð á ákveðnum svæðum andlitsins en nú grípa sífellt fleiri í púðrið.

Lancôme Hydra Zen Anti-Stress Glow fljótandi rakakrem, 7.799 kr.
Lancôme Hydra Zen Anti-Stress Glow fljótandi rakakrem, 7.799 kr.
Estée Lauder Futurist Aqua Brilliance, 9.599 kr.
Estée Lauder Futurist Aqua Brilliance, 9.599 kr.

Allt byrjar á húðvörum

Til að fá fullkomna hálfmatta húð er heppilegast að blanda saman ljómandi og mattri áferð og fara þannig hinn fullkomna milliveg, líkt og þú ljómir innan frá en þó með svolítið möttu yfirbragði sem dregur út sýnileika misfellna húðarinnar og svitahola. Grunnurinn að hinni fullkomnu hálfmöttu húð byrjar með því að veita húðinni góðan raka og gera húðina þannig þrýstnari og sléttari. Þar koma gott rakavatn og rakakrem sér vel sem fyrstu skrefin. Prófaðu til dæmis Moisture Surge Hydro-Infused Lotion, sem er einfaldlega ofurrakavatn, og á eftir er tilvalið að nota hið nærandi en þó létta Hydra Zen Anti-Stress Glow Liquid Moisturizer frá Lancôme.

Shiseido Synchro Skin Self Refreshing hyljari, 5.699 kr.
Shiseido Synchro Skin Self Refreshing hyljari, 5.699 kr.

Þunn lög skipta máli

Þegar þú ferð yfir í förðunarvörurnar er mikilvægt að tileinka sér að bera hverja förðunarvöru á í þunnu lagi til að hafa áferðina sem fallegasta. Byrjaðu á farðagrunni sem býr yfir náttúrulegum ljóma, til dæmis Futurist Aqua Brilliance frá Estée Lauder, og berðu svo þunnt lag af farða sem býr yfir satínkenndri eða ljómandi-mattri áferð, til dæmis Terracotta Le Teint frá Guerlain eða All Hours Foundation frá Yves Saint Laurent. Þú getur svo byggt upp þekjuna á þeim svæðum andlitsins sem þess þurfa. Að lokum geturðu notað hyljara til að fela bauga eða misfellur og er þá Synchro Skin Self Refreshing Concealer frá Shiseido frábær kostur, enda er sá hyljari með hálfmattri, skýjakenndri áferð.

Guerlain Terracotta Le Teint, 9.299 kr.
Guerlain Terracotta Le Teint, 9.299 kr.

Púðrið yfir lyklaborðið

Notirðu kinnalit og brúnku í kremformi skaltu bera þær vörur á húðina áður en þú notar púður, reyndu að nota krem sem búa yfir náttúrulegri áferð – ekki of ljómandi. Þú þarft í raun ekki að nota sérstakan ljóma þar sem grunnurinn er þegar ljómandi og kemur fram betur yfir daginn. Rétta púðrið er lykilatriði til að framkalla þessa léttu hálfmöttu áferð á húðina. Í því skyni er heppilegt að nota gegnsætt púður sem er afar fínlegt, til dæmis Studio Fix Pro Set+Blur Weightless Loose Powder frá M.A.C.. Notaðu fíngerðan bursta til að setja púðrið á andlitið á nákvæman hátt. Einblíndu á innri augnkróka, svæðið sitt hvorum megin við nefið og meðfram hár- og kjálkalínu en forðastu hæstu punkta andlitsins til að stroka ekki allan ljóma út. Ef T-svæðið þitt verður olíukennt geturðu bætt við smávegis púðri þar. Með þessari aðferð mattarðu ekki allt andlitið, heldur fær náttúrulegur ljómi annarra förðunarvara að blandast saman við matta áferð púðursins. Úr verður einstaklega falleg áferð sem veitir fágun og mjúka áferð húðarinnar sem myndast einstaklega vel.

Clinique Moisture Surge Hydro-Infused rakakrem, 7.199 kr.
Clinique Moisture Surge Hydro-Infused rakakrem, 7.199 kr.
Laust púður: M.A.C. Studio Fix Pro Set+Blur Weightless Loose Powder, …
Laust púður: M.A.C. Studio Fix Pro Set+Blur Weightless Loose Powder, 7.490 kr.
mbl.is