Þetta verða heitustu förðunartrendin 2024

Förðunartrix | 16. febrúar 2024

Þetta verða heitustu förðunartrendin 2024

Árið 2024 stefnir í að verða afar spennandi innan förðunarheimsins. Við megum búast við aukinni litagleði í augnförðun, frísklegri og náttúrulegri húð, vörum sem gefa andlitinu fallegan ljóma og vel rjóðum kinnum. 

Þetta verða heitustu förðunartrendin 2024

Förðunartrix | 16. febrúar 2024

Árið 2024 verður spennandi í förðunarheiminum!
Árið 2024 verður spennandi í förðunarheiminum! Samsett mynd

Árið 2024 stefnir í að verða afar spennandi innan förðunarheimsins. Við megum búast við aukinni litagleði í augnförðun, frísklegri og náttúrulegri húð, vörum sem gefa andlitinu fallegan ljóma og vel rjóðum kinnum. 

Árið 2024 stefnir í að verða afar spennandi innan förðunarheimsins. Við megum búast við aukinni litagleði í augnförðun, frísklegri og náttúrulegri húð, vörum sem gefa andlitinu fallegan ljóma og vel rjóðum kinnum. 

Upp á síðkastið hafa óvænt förðunartrend einnig verið með skemmtilega endurkomu og munum við því sjá meira af einlita förðun í anda tíunda áratugarins og dökkri smokey-augnförðun. 

Litagleði

Litagleðin er að koma sterk inn í förðunarheiminn og þá sérstaklega í augnförðun. Blái liturinn stefnir í að vera sá allra heitasti í ár, bæði í augnskuggum, augnblýöntum og möskurum. 

Blái liturinn verður áberandi í augnförðun í ár.
Blái liturinn verður áberandi í augnförðun í ár. Skjáskot/Instagram
Poppaðu lúkkið upp með fagurbláum blautum eyeliner frá NYX. Hann …
Poppaðu lúkkið upp með fagurbláum blautum eyeliner frá NYX. Hann fæst í Hagkaup og kostar 2.595 kr. Ljósmynd/Hagkaup.is

Kinnalitaást

Kinnalitaástin sem hefur verið allsráðandi að undanförnu virðist komin til að vera. Kremkinnalitir eru það allra heitasta um þessar mundir enda gefa þeir húðinni frísklegt lúkk. Það hefur líka verið vinsælt að nota kremkinnalitina sem augnskugga og jafnvel varagloss. 

Rjóðar kinnar verða áfram vinsælar.
Rjóðar kinnar verða áfram vinsælar. Skjáskot/Instagram
Mattur kremkinnalitur frá Gosh gefur húðinni frísklegt lúkk. Hann fæst …
Mattur kremkinnalitur frá Gosh gefur húðinni frísklegt lúkk. Hann fæst í Hagkaup og kostar 2.999 kr. Ljósmynd/Hagkaup.is

Minimalísk húð

Náttúruleg, ljómandi og minimalísk húð verður áberandi í förðun árið 2024. Nú þegar hafa stjörnurnar í Hollywood sést í auknu mæli á rauða dreglinum með einfalda augnförðun þar sem áhersla er lögð á náttúrulega og frísklega húð. 

Frískleg, ljómandi og náttúruleg húð mun áfram vera áberandi í …
Frískleg, ljómandi og náttúruleg húð mun áfram vera áberandi í förðunarheiminum. Skjáskot/Instagram
Teint Idole Ultre Wear Care & Glow Serum-hyljarinn frá Lancôme …
Teint Idole Ultre Wear Care & Glow Serum-hyljarinn frá Lancôme gefur húðinni náttúrulegan og heilbrigðan ljóma um leið og hann felur dökka bauga. Hann fæst í Hagkaup og kostar 5.799 kr. Ljósmynd/Hagkaup.is
Þessi kremaða ljómavara frá Sensai gefur húðinni náttúrulegan og frísklegan …
Þessi kremaða ljómavara frá Sensai gefur húðinni náttúrulegan og frísklegan ljóma á örfáum sekúndum. Hann fæst í Hagkaup og kostar 5.899 kr. Ljósmynd/Hagkaup.is

Gljáandi varir

Í ár verða varaglossar með miklum glans og jafnvel smá glimmeri í öllum snyrtibuddum, enda vara sem er einföld í notkun og getur gert mikið fyrir lúkkið. 

Gljáandi varir verða án efa vinsælar í ár.
Gljáandi varir verða án efa vinsælar í ár. Skjáskot/Instagram
Shimmer GelGloss frá Shiseido er með háglans áferð og fallegum …
Shimmer GelGloss frá Shiseido er með háglans áferð og fallegum perluljóma sem gerir mikið fyrir varirnar. Hann fæst í Hagkaup og kostar 4.499 kr. Ljósmynd/Hagkaup.is

Eintóna lúkk

Fyrirsætan Hailey Bieber kom svokallaðri Latte-förðun á förðunartrendlista um allan heim, en förðunin snýst um það að nota sama brúnlita tóninn yfir allt andlitið. Þessi tíska er í anda tíunda áratugarins sem hefur verið að teygja sig í auknu mæli yfir í förðunar- og tískuheiminn að undanförnu. 

Eintóna lúkk hafa komið sterk inn í förðunarheiminn að undanförnu.
Eintóna lúkk hafa komið sterk inn í förðunarheiminn að undanförnu. Skjáskot/Instagram
Augnskuggi frá Mac í litnum Sandstone er fullkomin í Latte-förðun. …
Augnskuggi frá Mac í litnum Sandstone er fullkomin í Latte-förðun. Hann fæst í Hagkaup og kostar 5.190 kr. Ljósmynd/Hagkaup.is
Silkimjúki varaliturinn frá Yves Saint Laurent í litnum Chestnut Cor …
Silkimjúki varaliturinn frá Yves Saint Laurent í litnum Chestnut Cor setur punktinn yfir i-ið í Latte-förðuninni. Hann fæst í Hagkaup og kostar 6.999 kr. Ljósmynd/Hagkaup.is

Smokey-augu

Dökk smokey-augnförðun hefur verið með óvænta endurkomu í janúar eftir miklar vinsældir á samfélagsmiðlinum TikTok. Þá hafa stök augnhár einnig notið aukinna vinsælda, en með þeim getur þú raðað saman þínum draumagerviaugnhárum. 

Smokey-förðun hefur notið mikilla vinsælda á TikTok.
Smokey-förðun hefur notið mikilla vinsælda á TikTok. Skjáskot/Instagram
Þessi augnskuggapalletta frá Lancôme er með allt sem þú þarft …
Þessi augnskuggapalletta frá Lancôme er með allt sem þú þarft í smokey-augnförðun. Hún fæst í Hagkaup og kostar 8.999 kr. Ljósmynd/Hagkaup.is
Stök gerviaugnhár frá Eylure eru frábær viðbót í snyrtibudduna. Þau …
Stök gerviaugnhár frá Eylure eru frábær viðbót í snyrtibudduna. Þau gera þér kleift að raða saman draumagerviaugnhárunum þínum, en í settinu eru stutt og miðlungslöng augnhár sem koma í pörum og þrennum. Ljósmynd/Hagkaup.is
mbl.is