Er jarðarberjaförðun Hailey Bieber nýjasta förðunartrendið?

Förðunartrix | 9. ágúst 2023

Er jarðarberjaförðun Hailey Bieber nýjasta förðunartrendið?

Hailey Bieber er þekkt fyrir látlaus förðunarráð sín og vekja förðunarmyndbönd hennar á samfélagsmiðlum ávallt mikla athygli. Nýjasta förðunarráðið kallar Bieber jarðarberjaförðun og fer eins og eldur um sinu netheima.

Er jarðarberjaförðun Hailey Bieber nýjasta förðunartrendið?

Förðunartrix | 9. ágúst 2023

Hailey Bieber sést yfirleitt með látlausa og fallega förðun.
Hailey Bieber sést yfirleitt með látlausa og fallega förðun. AFP/Kena Betancur

Hailey Bieber er þekkt fyrir látlaus förðunarráð sín og vekja förðunarmyndbönd hennar á samfélagsmiðlum ávallt mikla athygli. Nýjasta förðunarráðið kallar Bieber jarðarberjaförðun og fer eins og eldur um sinu netheima.

Hailey Bieber er þekkt fyrir látlaus förðunarráð sín og vekja förðunarmyndbönd hennar á samfélagsmiðlum ávallt mikla athygli. Nýjasta förðunarráðið kallar Bieber jarðarberjaförðun og fer eins og eldur um sinu netheima.

Bieber byrjar förðunina á því að bursta augabrúnirnar og setja kremsólarpúður á kinnbeinin, gagnaugað og ennið. Síðan setur hún hyljara á þau svæði sem þurfa á slíkum að halda. Þegar hún hefur lokið við grunnförðunina taka gómsætu jarðarberin við.

Jarðarberjahlutinn af förðuninni er allur á kinnunum. Bieber lýsir því að hún noti tvo litatóna af bleikum kremkinnalit, sem hún svo blandar saman á kinnbeinunum.

Bieber klárar förðunina með ferskjulituðum highlighter efst á kinnbeinin, sólarpúðri á augnlokin, augnblýanti og maskara.

Til að setja punktinn yfir i-ið notar hún augnblýant til að líkja eftir freknum á nefinu og rétt inn á kinnarnar.

Útkoman er látlaust en frísklegt útlit þar sem bleikar kinnarnar eru hápunkturinn.

@haileybieber

Everday Strawberry Makeup 🍓💋

♬ Echos in My Mind (Lofi) - Muspace Lofi
mbl.is