Létt og falleg förðun fyrir dóttur og móður

Brúðkaup | 20. maí 2023

Létt og falleg förðun fyrir dóttur og móður

Sóley Þorsteinsdóttir hyggst ganga í hjónaband síðar á þessu ári. Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir förðunarfræðingur farðaði hana og móðir brúðarinnar, Stella Guðmundsdóttir, var förðuð af Söru Eiríksdóttur. 

Létt og falleg förðun fyrir dóttur og móður

Brúðkaup | 20. maí 2023

Mæðgurnar Stella Guðmundsdóttir og Sóley Þorsteinsdóttir. Sú síðarnefnda hyggst ganga …
Mæðgurnar Stella Guðmundsdóttir og Sóley Þorsteinsdóttir. Sú síðarnefnda hyggst ganga í hjónaband síðar á þessu ári. Hér má sjá þær í sínu fínasta pússi eftir förðun. Ljósmynd/Samsett

Sóley Þorsteinsdóttir hyggst ganga í hjónaband síðar á þessu ári. Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir förðunarfræðingur farðaði hana og móðir brúðarinnar, Stella Guðmundsdóttir, var förðuð af Söru Eiríksdóttur. 

Sóley Þorsteinsdóttir hyggst ganga í hjónaband síðar á þessu ári. Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir förðunarfræðingur farðaði hana og móðir brúðarinnar, Stella Guðmundsdóttir, var förðuð af Söru Eiríksdóttur. 

Förðunarfræðingarnir Sara Eiríksdóttir og Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir segja að það skipti máli að vera með fallega förðun á brúðkaupsdaginn og það færist í vöxt að mæður brúða landins láti einnig farða sig fyrir stóra daginn. Förðunarfræðingarnir segja að það skipti máli að undirbúa húðina vel fyrir stóra daginn og það sé lykilatriði að prófa ekki splunkunýjar húð- eða förðunarvörur stuttu fyrir giftinguna því húðin getur brugðist illa við.

Sóley Þorsteinsdóttir er hér með fallega brúðarförðun. Það má segja …
Sóley Þorsteinsdóttir er hér með fallega brúðarförðun. Það má segja að hún hafi æft sig með því að sitja fyrir því sjálf ætlar hún að ganga í hjónaband á þessu ári mbl.is/Kristinn Magnússon

Förðun Sóleyjar

Sigurlín lagði áherslu á að förðun Sóleyjar væri í hefðbundnum brúðarstíl með áherslu á ljómandi og endingargóðan farða, milda augnförðun og léttan varalit. Sigurlín segir að það skipti mjög miklu máli að brúðir fari í prufuförðun svo allt gangi eins og í sögu á stóra daginn. Hún nefnir að mikilvægt sé að taka til allar förðunarvörur sem á að nota svo það vanti örugglega ekki neitt.

Sigurlín byrjaði á því að setja létt rakakrem frá YSL á húðina. Hún blandaði nokkrum ljómadropum frá Lancôme út í rakakremið til þess að fá enn þá bjartara og meira geislandi yfirbragð. Til þess að kremið gengi vel inn í húðina byrjaði hún á því að farða augun á Sóleyju. Fyrst dró hún fram dökkbrúna augnblýantinn Drama Liquid frá Lancôme og rammaði augun inn með því að bera hann þétt á augnlínuna. Hún teygði litinn upp frá ytri augnkrók til að mynda smá væng og gefa augnsvæðinu lyftingu. Eftir það fór hún að huga að húðinni á ný, enda kremblandan búin að smjúga vel inn í húðina og hún orðin rakafyllt og frískleg. Sigurlín notaði All Hours-farða frá YSL sem gefur fallega áferð en einn af kostum farðans er að hann endist í sólarhring. Hún setti Teint Idole Ultra Wear-hyljara frá Lancôme undir augun en hann er kremaður og léttur og skilar sínu. Til þess að húðin yrði sérlega fersk notaði Sigurlín kinnalit og sólarpúður og endaði á því að setja Bye Bye pores-púðrið frá IT Cosmetics en það festir förðunina og fyllir upp í opnar húðholur og fínar línur án þess að hafa þurrkandi áhrif. Til þess að setja punktinn yfir i-ið setti Sigurlín ljósbrúnan varablýant í kringum varirnar og notaði mildan Absolu Rouge-varalit frá Lancôme í lit 250.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Ef förðun brúðarinnar á að endast lon og don

•Settu augnskuggagrunninn Eye Shadow Primer Potion frá Urban Decay á augnlokið. Hann er vatnsheldur og endist í allt að sólarhring.

•Settu farðagrunninn Touche Éclat Blur Primer frá YSL á húðina því hann eyðir ójöfnum, gefur birtu og ljóma og eykur endingu.

•Notaðu vatnsheldan maskara sem er smitfrír svo brúðurin verði ekki með maskaraklessur í kringum augun. Lash Idôle-maskarinn frá Lancôme gefur mikla þykkingu, greiðir vel og heldur sveigju augnháranna.

•Notaðu „Setting Spray“ en það virkar þannig að því er úðað yfir andlitið þegar förðunin er tilbúin. Úðinn gerir það að verkum að förðunin þolir alls konar knús, kjass og faðmlög. All Nighter Setting Spray frá Urban Decay er alltaf góð hugmynd en hann endist í 16 klukkutíma.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Góð ráð fyrir stóra daginn – hvað á að gera og hvað ekki

•Fara í prufuförðun. Vertu tilbúin með hugmyndir um hverju þú vilt ná fram.

•Vera búin að fara í allar meðferðir fyrir prufuförðun eins og til dæmis brúnkusprautun og gerviaugnhár.

•Ekki lita augabrúnir degi fyrir brúðkaupsdaginn eða samdægurs.

•Ekki setja brúnkukrem á húðina samdægurs og passaðu að setja ekki brúnku á innanverða handleggi sem geta smitað í brúðarkjólinn.

•Ekki prófa nýjar húðvörur stuttu fyrir brúðkaupsdaginn.

•Gott er að velja svipaða litapallettu og í förðun brúðarinnar fyrir móðurina.

•Vertu með snyrtitösku sem inniheldur varalit, hyljara og eyrnapinna ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis.

•Feldu eyrnapinna í brúðarvendinum svo auðvelt sé að þerra tár eða lagfæra förðun ef tilfinningarnar bera þig ofurliði.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Móðir brúðarinnar þarf líka að ljóma

Sara farðaði móður brúðarinnar, Stellu Guðmundsdóttur, og lagði áherslu á léttan og ljómandi farða. Hún vildi líka draga fram fegurð augnanna. Sara byrjaði á því að nostra við húðina og gefa henni góðan raka áður en förðunin hófst fyrir alvöru. Hún setti nokkra dropa af seruminu, Génifique frá Lancôme, á húðina. Slíkt dekur gefur húðinni mjög mikinn raka og hefur á sama tíma róandi áhrif. Yfir serumið setti hún rakakrem á húðina frá YSL. Þá var komið að augnförðuninni. Þar komu brúnir og gylltir litir við sögu. Hún rammaði augun inn með Drama Liquid-augnblýantinum frá Lancôme. Þá tók hún augnhárapensil og blandaði augnblýantinn þannig að línan yrði mýkri. Til að fullkomna augnförðunina notaði hún Mr. Big-maskarann frá Lancôme en hann gefur þykka og dramatíska áferð. Sara segir að henni finnist alltaf koma vel út að byrja á því að mála augun því augnskugginn eigi það til að hrynja niður á kinnarnar. Þá er betra að vera ekki búin að farða andlitið.

Sara notaði Touche Éclat-farða og hyljara frá YSL en þessi tvenna á það sameiginlegt að gefa raka og miðlungsþekju sem endist í allt að sólarhring. Til að skyggja og skerpa á andlitsdráttum notaði hún skyggingarstifti frá Lancôme á kinnbein og undir þau. Hún notaði það líka við hárrót á enninu og á kjálkabein. Kinnalitur frá IT Cosmetics fór á kinnarnar og ofan á kinnbein og svo burstaði hún upp við enda augabrúnanna. Sara segir að það sé mikilvægt að blanda alla liti og vörur vel saman svo húðin fái sem náttúrulegasta áferð. Milda en með skerpu á sama tíma. Á varirnar fór mildur brúnn varalitablýantur og svo setti hún Rouge Pur Couture-varalit nr. 70 frá YSL á varirnar sjálfar. Þegar allt var klárt úðaði hún andlitið með All Nighter Setting Sprey-úðanum frá Urban Decay.

Stella, móðir brúðarinnar, var förðuð í stíl við dóttur sína. …
Stella, móðir brúðarinnar, var förðuð í stíl við dóttur sína. Áferðin er þó mattari því það fer konum á hennar aldri vel. mbl.is/Kristinn Magnússon

Góð förðunarráð fyrir móður brúðarinnar

•Berðu á þig rakagefandi andlitsmaska kvöldinu áður til þess að húðin fái jafnari og þéttari áferð. Aqua Bounce-maskinn frá Biotherm gefur heilmikinn raka og gerir húðina frísklega og unglega.

•Bættu styrkjandi andlitsvatni inn í húðrútínuna. Ferulic Brew-andlitsvatnið frá Kiehl‘s dregur saman opnar húðholur og minnkar fínar línur.

•Mundu að ljómandi förðunarvörur gera fínar línur sýnilegri. Reyndu að hafa húðina svolítið matta og forðastu að láta hana glansa mikið. Prófaðu að blanda Moonlight Glow Highlight-dropum frá Lancôme út í andlitskremið til að fá frísklegra yfirbragð.

Hér spilar augnblýanturinn stórt hlutverk og fegrar augnsvæðið
Hér spilar augnblýanturinn stórt hlutverk og fegrar augnsvæðið mbl.is/Kristinn Magnússon
Augnlokið var skyggt með mildum litum.
Augnlokið var skyggt með mildum litum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is